Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 62
SMÆLKI Alexandre Dumas eldri (1803 —1870), franski skáldsagna- höfundurinn, sem m. a. samdi „Greifann af Monte-Christo“ og „Skotliðana þrjá“, var á hátindi frægðar sinnar og vin- sælda, þegar hann fékk bréf frá óþekktum höfundi, sem sendi honum útdrátt úr leik- riti eftir sig og stakk uppá því, að þeir tækju upp samvinnu. Dumas varð svo forviða yfir þessu sjálfsáliti, sem jafnvel tók fram hans eigin sjálfs- ánægju, að hann greip penn- ann þegar í stað og skrifaði svar sitt í einni setningu: „Hvernig dirfizt þér að stinga uppá því, herra minn, að setja hest og asna í sameyki?“ Næsta dag færði pósturinn honum eftirfarandi svar: „Hvernig dirfizt þér, herra minn, að kalla mig hest?“ Næsti póstur færði hinum óþekkta höfundi þetta svar: „Kæri starfsbróðir, sendið mér leikritið yðar.“ —★— Eitt sinn átti blaðamaður frá síðdegisblaði í París viðtal við Dumas. Einsog margir aðrir blaðamenn hafði hann sérstak- an áhuga á ætt rithöfundarins, en einsog kunnugt er rann negrablóð í æðum hans. „Er það rétt, að þér séuð quarteron (þ. e. a. s. afkvæmi múlatta og hvítingja)?“ „Já það er rétt“ svaraði Dumas. „Þá hefur faðir yðar verið „Múlatti, já.“ „Og afi yðar . . . “ „Var negri.“ Þolinmæði Dumas var nú brátt á þrotum, og hann missti hana, þegar blaðamaðurinn kom með næstu spumingu: „Og leyfist mér að spyrja, hvað langafi yðar var?“ „Api, herra minn!“ þrumaði Dumas. „Api! Ætt mín hefst þar sem yðar endar.“ —★— Alexandre Dumas var ákaf- lega iðinn rithöfundur og bar einnig gott skynbragð á fjár- mál. Hann fór þess gjama á leit að fá greiðslur í samræmi við orðafjölda. Einu sinni hafði hann komizt að mjög hag- kvæmum samningi við for- leggjara og blaðaútgefanda. Hann átti að skrifa framhalds- sögu og fá 10 sentímur fyrir orðið — gull-sentímur. Dumas hófst þegar handa af miklum dugnaði. Söguhetjan var mjög auðugur og sérvitur aðalsmað- ur, sem hafði hvorki meira né mixma en 22 fornöfn. í hvert skipti sem hann kom fram á sögusviðið var hann kynntur með öllum 22 nöfnunum. Og þar sem hann var bæði auðug- ur og sérvitur, krafðist hann þess, að hann væri ávarpaður með öllum 22 nöfnunum. For- leggjarmn var örvæntingu nær yfir þessari nýju uppfinningu til að auka ritlaun og skundaði til lögfræðings síns, sem smám- saman fékk talið Dumas á að draga svolítið úr nafnaroms- unni. En Dumas sá ráð við því. í 17. kafla byrjaði aðalsmaður- inn að stama — og hvert stam kostaði 10 gull-sentímur. For- leggjarinn var aftur á barmi örvæntingar, en lögfræðingur Hvar tökum v/ð steypuna ? Auövitad hjá Verk. Því Verk steypt er vel steypt Steypustööin Verk. Steypustöð — 41480 - 41481 Skrifstofa — 10385-11380 Á5ur hörðum höndum - meö atrix mjiikum höndum 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.