Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 31
Einar Þorsteinn Ásgeirsson: Arkitektúr: Sjónarmiö 1. Almenn skilgreining Þegar rætt er um nútímaarki- tektúr, ná þær umræður til sviðs alþjóðaarkitektúrs. Ræði menn um þjóðernislegar undirgreinar hans, koma fljótlega í ljós mis- munandi skoðanir um skilgrein- ingu þeirra: Sumir vilja skil- greina formið sem einkenni grein- anna, aðrir byggingarefnið og enn aðrir áhrif heildarmyndar. Allt um það, einkennin eru eitt- hvað sem er, en verður ekki bent á í fljótu bragði. Hinir þekktu meistarar seinni tíma byggðu allir í alþjóðlegum stíl; þeir voru ekki bundnir sínu byggðarlagi, og það sem meira er, byggingar þeirra virðast sóma sér jafnvel (jafnilla) hvar sem er. Á íslandi gætir mjög áhrifa al- þjóðastílsins, og er það vel. Þjóð- ernisarkitektúr er bundinn tak- mörkunum og einangrar. Nú á tímum, þegar þjóðirnar eru að færast nær hver annarri, má með réttu líta hornauga sér- hverja tilraun til að efla þjóð- erniskenndir meðal manna. Þann- ig má til dæmis efast um tilgang þess að efla þjóðernisarkitektúr sem vissan stil. Tilraunir arki- tekta til að skapa þjóðernisarki- tektúr er að vísu hægt að skilja sem þörf fyrir vissa tjáningu í formum út frá áhrifum náttúr- unnar á viðkomandi stað. Þó er vafasamt að gefa þeim form- myndunum þjóðernisleg heiti. Annarsvegar endurtaka sig nátt- úruform víðsvegar um lönd, og hinsvegar krefjast vissar form- myndanir langrar þróunar til að verða að sérkennandi þjóðernis- legu fyrirbrigði. Gerðar hafa verið tilraunir á íslandi til að líkja eftir formi hins langþróaða burstabæjar í nýrri byggingum. Þær tilraunir eru til einskis nema notuð séu sömu byggingarefni og sama burðarþolslega hlutfall og í upp- runalega burstabænum. Þetta tvennt takmarkar svo notkun bygginganna sem um ræðir. Á meðan þjóðernisarkitektúr leitast við að endurvekja fornar sögulegar staðreyndir, er alþjóða- arkitektúr staðfesting á nútima- þróunarstigi mannsins og menn- ingu hans. En hvað er þá íslenzkur arki- tektúr? Samkvæmt minni skoðun er það sá arkitektúr, sem almenn- ingur setur í samhengi við ís- land, þ. e. sá sem er fyrir hendi nú. Það sem við bætist á kom- andi tímum er einnig samkvæmt þessari skilgreiningu íslenzkur arkitektúr eða verður það að vissum aðlögunartíma liðnum. Aðlögunin er hér fólksins að arkitektúrnum. Með öðrum orðum: íslenzkur arkitektúr er ekki stílgrein, held- ur umhverfi mannsins á íslandi. Gamli símaklefinn á Lækjar- torgi var íslenzkur arkitektúr; sama er að segja um hinn nýja í Lækjargötu. Árbær er einnig íslenzkur arkitektúr og sömuleið- is Norræna húsið í Mýrinni. Þessa skilgreiningu má enn víkka út: Það kemur eflaust nokk- uð á óvart, þegar farið er að tala um arkitektúr sem eitthvað annað en þá list að hanna og reisa hús. Eflaust telja margir, sem hafa næmt eyra fyrir orðinu kúltúr, að með þvílíku tali sé verið að grafa undan rótum alheimsmenn- ingarinnar. Þetta sé enn eitt dæmið um versnandi tíma og þykir sennilega vænna um hund- inn sinn á eftir. Þó er það svo, að með útvíkk- un hugtaksins arkitektúr yfir á allar breytingar sem mannleg hönd gerir á hinni óspjölluðu náttúru, frá plægingu akursins til rykblásturs á fylgihnetti jarðar, er aðeins verið að reyna að gera umhverfi mannsins minna ógeð- fellt en orðið er, ef ekki fegurra. En lítum nú lauslega yfir þró- un hugtaksins arkitektúr: Arki- tektúr er gömul og gróin list- grein. Aðdáendur hennar áður fyrr viðurkenndu aðeins hið fagra, er skapað var, sem arki- tektúr. Hitt, sem einnig var skap- að, hvort heldur um var að ræða hús eða annað, en ekki þótti tak- ast sem skyldi, var eitthvað ann- að, óskilgreint. Er tímar liðu og menn tóku að kenna sig við list- greinina (Villard de Honnecourt, uppi um 1235, er fyrsti Evrópu- búi, sem kallar sig arkitekt, svo vitað sé), þótti það eitt arkitekt- úr, sem menn með starfsheitið „arkitekt“ létu frá sér fara. Þá varð til slæmur og góður arki- tektúr. Hitt, sem aðrir gerðu en arkitektar, féll undir mismun- andi flokka, t. d. eins og verk- fræðibyggingar, kenndar við starfssvið þeirra sem hönnuðu þær, eða bara mannvirki. Það er einkennandi fyrir þessa þróun, að handiðn verður smám saman að list, þ. e. handverksmenn eins og steinsmiðir að arkitektum, sem oft telja sig listamenn. Stórkost- legustu mannvirki fyrri tíma í eiginlegri merkingu voru kennd við listina. Berum við þetta saman við nú- tímann, kemur í ljós að stórkost- legustu mannvirki okkar tíma í eiginlegri merkingu eru ekki gerð af arftökum handverksarki- tektanna, heldur af stórum hópi manna úr mismunandi fræði- greinum, sem fáir telja sig lista- menn. Eða vill nokkur sómakær kúlt- úrelskandi maður kalla skotpall- ana í Baíkonúr eða á Kennedy- höfða listaverk??? Það virðist augljóst að nokkur stöðnun hefur orðið í faginu/ listinni arkitektúr. Hann hefur að mestu misst þann ljóma, sem hann bar fyrir u. þ. b. 30 árum. Stéttir arkitekta hafa að miklu leyti einangrað sig frá tækninni, sem væri hún einkar ólistræn og varla bjóðandi á kúltúrrabb- kvöldi. Nú er það hins vegar ekki sæmandi að þegja um þá góðu hluti, sem starfshópar arkitekta hafa borið í barmi sér gegnum þykkt og þunnt allt frá byrjun. Eru það hin fagurfræðilegu lög- mál, sem þeir hafa alið menn sína upp við, vitaskuld með mis- jöfnum árangri. Gæði þessara lögmála verða ekki auðskiljan- lega greind fremur en tónsmíða eða vel framreiddra máltíða, en allir þekkja hin beinu áhrif á sjón, heyrn eða bragðskyn. Þessi ágætu lögmál, sem arki- tektamenntunin á sameiginleg með öðrum listgreinum, ættu i rauninni að tilheyra undirstöðu- menntun hvers einstaklings. Að auki verða þau vissulega „í ask- ana látin“, þó þau fari eftir meiri krókaleiðum en bókvitið. Því miður er nú í dag lagt meira kapp á að búa einstaklinginn undir aðlögun að tækninni en að- lögun að listinni. Ekki er hægt að neita því, að starfshópar arkitekta hafa veitt visst aðhald í sköpun umhverfis mannsins fram á síðustu tíma. Nú er hinsvegar svo komið, að þessi áhrif þeirra eru næsta lítil orðin. Aðhaldið að hinni gegndarlausu þörf framkvæmdamannsins til at- hafna á kostnað náttúrunnar og umhverfis mannsins er fátæklegt orðið. Veik mótmæli við eyðingu jarðar heyrast að vísu frá arki- tektum víðsvegar um heim annað slagið, en þar sem starfshópurinn hefur ekki víkkað starfssvið sitt svo neinu nemi út fyrir húsbygg- ingar, veita þau mótmæli ekki meira aðhald en annarra starfs- hópa. Er ekki kominn tími til að arkitektar láti sig meira varða umhverfi mannsins en gömul hús, hvort sem þau eru í Lækjargötu eða annars staðar? Vilja þeir ekki gerast sá ábyrgi aðili, sem skortir á þessu sviði? Hverja snertir um- hverfi mannsins meir en einmitt þá sjálfa? Með tækninni, sem við höfum og ekki þýðir að loka augunum fyrir, hefur framkvæmdamaður- inn æ fleiri möguleika á að færa náttúruna úr skorðum. Nú þegar má tala um eyðingu lands í sömu andrá og eitrun lofts og mengun vatns á jörðinni. Sé aðhaldið ekkert, verður út- koman eins og búið er að spá í Bandaríkjum Norður-Ameríku, að fyrir árið 2000 verði jörðin einn stór öskuhaugur, þar sem mann- inum verði ólíft. Með útvíkkun hugtaksins arki- tektúr skiptir starfshópur arki- tekta nánast um hlutverk frá því að takmarka hugmyndaflug sitt við að gera ný form í húsbygg- ingum, sem fáir skilja nema sam- starfsmenn þeirra, og fer að forma allt umhvei-fi mannsins eftir margvíslegum leiðum. „Ekk- ert mannlegt er mér óviðkom- andi“, sagði einhver merkismað- ur, sem hefur örugglega ekki ver- ið arkitekt. Þetta mættu þó vera einkunnarorð arkitektastéttarinn- ar, sem virðist því miður oft á tíðum álíta framleiðslu sína meir í þágu hins abstrakta hugtaks „list“ en í þágu mannsins sem lifandi veru. Arkitektúr sem byggingarlist eingöngu er nú þeg- ar orðinn of þröngur stakkur fyrir þá arkitekta, sem hjálpa vilja til að skapa umhverfi sæm- andi einstaklingnum á þróunar- braut sinni. 2. íslenzkar aðstæður Af framansögðu mætti álíta, að vandamál arkitektúrs á íslandi væru engin: Það, sem er byggt, er íslenzkur arkitektúr ón nánari skýringar á orðinu. Arkitektum stendur til boða nýtt göfugt hlut- verk, sem kynni að auka starfs- möguleika þeirra með samsvar- andi framhaldsmenntun. í rauninni á þetta framansagða við öll önnur lönd. Sérvandamál íslenzks arkitektúrs eru mannleg vandamál bundin íslenzkum þjóð- félagsaðstæðum. Að vísu byggist skoðanamyndun mín á þessum mannlegu vandamálum á nokkuð fjarlægri athugun, en kostur þess er hinsvegar sá, að þeim mun létt- ara má ég drepa á málin. Tvö meginvandamál há íslenzk- um arkitektum. Hið fyrra og 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.