Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 17
hluta sérgreina tækniþekkingar- innar, og er því bundinn, á viss- an hátt, á allþröngan bás. Hvert er þá verksvið arkitekts- ins, þegar öllum sérgreinum verkefnisins hefir verið deilt á verkfræðingana? Verksvið arkitektsins hefir ein- mitt orðið að hafa yfirsýn yfir verkefnið í heild, að ná saman öllum endum sérfræðinganna og gera úr þeim heilsteypt verk, um leið og hann verður að taka tillit til eðlis verkefnisins við alla formsköpun, efnisval o. s. frv. Yfirsýn hefir þannig orðið sér- grein arkitektsins, á vissan hátt. Þessa sérgrein hefir hann verið að móta, byggja upp og hrein- rækta. Það er augljós nauðsyn, að einhver aðili hafi fulla yfirsýn yfir vandamál og sérkenni hvers verkefnis. Hver aðili, sem á hlut að verkinu, verður að geta leitað á einn stað eftir upplýsingum, er varða heildarsköpun verksins. Þýðingarmest fyrir hvern skap- andi arkitekt verður þó alltaf formskynið. Formskynið er ekki að öllu leyti háð skynsemi eða greind, en myndi frekar mega teljast á sviði tilfinninga. Arki- tektinn notar hlutföll, takt og liti. Hann setur saman burðarþætti bygginga, þannig að þeir veita ákveðna upplifun og mynda órofa heild. Arkitektúr er listgrein rétt eins og tónlist eða myndlist. Inn í þá -hugmynd eða heildar- mynd, sem arkitektinn skapar, verður hlutur verkfræðinganna og annarra sérfræðinga að falla, mismunandi stór og mikilvægur eftir eðli verksins, stundum jafn- vel allsráðandi um mótun þess. Það þarf margra ára nám og ekki síður þjálfun til að geta leyst hlutverk arkitektsins á fullnægj- andi hátt. Verksvið hans er marg- slungið og samsett og úrlausn hvers verkefnis því val milli óteljandi möguleika. Niðurstaðan getur skipt einstaklinga eða fjölda miklu og haft áhrif á til- veru þeirra alla. Þessi niðurstaða, úrlausn, þ. e. verkið sjálft, er aldrei hið eina mögulega, hið eina sanna. Það er ekkert einhlítt. Formsköpun verksins er að miklu leyti á sviði tilfinninga, hefur þegar komið fram, og aðskilur sig því venju- lega frá nákvæmri stærðfræði- þekkingu verkfræðingsins. Mann- inum auðnast aðeins hamingja og fullnægja, þegar skynsemi og til- finningar vinna saman. Á sama hátt verður bygging aðeins vel heppnuð með góðri samvinnu arkitektsins, með sitt þjálfaða formskyn, og verkfræðingsins, með sitt stærðfræðiskyn og tækniþekkingu. Hér hefir aðeins verið minnzt á starfssvið og sam- starf arkitekta og verkfræðinga, en auðvitað eru ýmsir fleiri tengdir undirbúningi og fram- kvæmd þeirra verka er snerta starfssvið arkitektsins og mynda þann starfshóp er nauðsynlegur er til að koma í höfn bygginga- og skipulagsverkefnum, sem eru tvö helztu verkefni arkitektsins. Má hér sérstaklega benda á bygginga- fræðinga, tæknifræðinga og iðn- fræðinga, sem eru með menntun er gerir þá hvern fyrir sig mjög hæfa til sérstakra starfa með arkitektum eða verkfræðingum við undirbúning og framkvæmd ýmissa mannvirkja. Menntun þessara stétta allra er ætlað að fullnægja ákveðnum þörfum þjóðfélagsins og er því mjög mis- munandi. Hún miðast við ákveðin starfssvið og samvinnu ákveðinna greina. Því miður er ekki til hér á landi nein hefð fyrir starfssviði né samvinnu þessara stétta, né heldur reglugerðir eða lög, sem verndi eða skilgreini tilgang þeirra eða verksvið. Þetta hefur skapað óþörf vandamál í sam- vinnu þessara stétta, og menntun þeirra nýtist ekki sem skyldi, til skaða fyrir alla aðila. Skipulag þéttbýlis og skipulag almennt er annað aðalverksvið arkitektsins, og krefst enn ann- arrar þekkingar en þeirrar, er hér hefir verið getið. Nýir sér- Reykjavík jyrir ojan lækinn á rw lö/b (hvitu reitinnr) 1$ 30 3/ JÍ***r~ ) 2 G~~<x. Cjjk^oL ý Jmj*' 7 ^ ff , ... . ) 6 Lg~/q^J, Qú (+ * *»* ^4^1 r^j í iMmá 7H~t ( ' /ol ll JoJ* ö • •**' /y /y !&> f/ýuniy J/’ov J /J / 8 /*f 3°n 0-4 2Q ■ 2/ MUt(qu9u; £ 22 23 -MoyJu* f/-f Q l/ (juXfJn. a) 26 17 2 6 °) O' <$> j/j — doj -i- ■ a k OjmZcUéJ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.