Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 4
svör við mörgu, sem honum
persónulega liggur á hjarta.
í lokin þakka ég fyrir mig.
Efnið í Samvinnunni er fjöl-
breytt, oftast nær vel matreitt
og svo áríðandi, að það knýr
mann til umhugsunar. Lausnir
á vandamálum, sem maður
rekst á við lesturinn, verður
hver einstaklingur að glíma við
í einrúmi og skoða sinn hug.
Með vinsemd.
María L. Eðvarðsdóttir.
/71 BÍLALJEIfwAN
'A TÆItr
RAUOARARSTIG 31
VAL
HINNA
VANDLÁTU
Skeifunni 3a,
Reykjavík - Sími 84700.
Erich Kleiber (1890—1956),
hinn heimskunni austurríski
hljómsveitarstjóri, var eitt
sinn að æfa óperuna „Carmen“
í Covent Garden í Lundúnum
og var í hæsta máta óánægður
með söngvarann sem fór með
hlutverk Escamillos. Hvernig
sem Kleiber leiðbeindi honum,
hótaði og sárbændi, þá hélt
umræddur óperusöngvari á-
fram að ofleika hlutverkið. Um
síðir missti hljómsveitarstjór-
inn þolinmæðina, rétti úr sér
lítill og feitlaginn einsog hann
var og þrumaði með myndug-
leik sem hefði verið sjálfum
Sesari samboðinn:
— Nú verðið þér með ein-
hverju móti að koma því inní
höggtraustan hausinn á yður,
að það er nautabaninn sem þér
eigið að leika — en ekki nautið!
Max Klinger (1857—1920),
þýzki málarinn og mynd-
höggvarinn, fékk eitt sinn í
heimsókn þekktan listgagn-
rýnanda í Berlín, sem gjarnan
vildi rabba við hann um sam-
tímamálaralist.
— Hvað finnst yður eigin-
lega um málara einsog Kohl-
hoff? spurði gagnrýnandinn.
— Ég þekki hann alls ekki.
Hef aldrei heyrt nafnið.
— Þekkið þér þá kannski
mann einsog Nauen?
— Nei, sjáið þér nú til, þá
þekki ég í sannleika sagt
Kohlhoff betur.
Sir Godfrey Kneller (1646—
1723), þýzk-enskur manna-
myndamálari, frá 1647 hirð-
málari í Englandi, var drýld-
inn og þóttafullur. Eitt sinn
heyrði hann, hvernig fremur
heimskur húskarl lét fylgja
annarri hverri setningu, sem
hann sagði, orðtakið: „Guð út-
skúfi mér.“ Kneller varð svo
gramur yfir þessari síendur-
teknu setningu, að hann hróp-
aði reiðilega til náungans:
4