Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 48
Ólafur Jónsson: Lars Lönnroth og innræti islendingasagna Á undanförnum árum hefur víða um lönd gætt nýrra viðhorfa í gagnrýni og rannsóknum íslendingasagna. Ekki nóg með að nú sé almennt fjallað um sögurnar sem bókmenntir, skáldskap fyrst og fremst — út frá fagurfræðilegum og bók- menntalegum rökum í stað sögulegra og bókmenntasögulegra. Athygli manna hef- ur einnig beinzt í vaxandi rnæli að sam- hengi íslenzkra mennta og menningar til forna við evrópskar miðaldir og miðalda- menningu, félagsfræði og pólitík íslend- ingasagna engu síður en sagnfræði þeirra. Einn þeirra manna sem við þessa sögu koma er Lars Lönnroth, ungur sænskur fræðimaður sem árið 1965 varði doktors- ritgerð sína um íslendingasögur við há- skólann í Stokkhólmi. Ritgerðin fjallaði um evrópskar heimildir islendingasagna, og var það i stytztu máli kenning höf- undar að erlend áhrif á sögurnar væru miklu meiri og þær til mikilla muna háð- ari fyrirmynd erlendra bókmennta en til þessa hefur verið talið. Lars Lönnroth er fæddur í Gautaborg 1935, en lagði stund á háskólanám í Upp- sölum og lauk þar kandídatsprófi í bók- menntasögu og heimspeki 1956. Jafnframt háskólanámi fékkst hann á næstu árum við blaðamennsku og vakti athygli sem ótrauður gagnrýnandi í dagblöðum, m. a. Expressen og Dagens Nyheter í Stokk- hólmi, og vann fyrir sjónvarp. Árið 1961 birti hann hvassyrt deilurit um aðferða- fræði í norrænum bókmenntarannsókn- um (Litteraturforskningens dilemma) sem mikla athygli og umræður vakti, bæði í Svíþjóð og erlendis. Þetta sama ár lauk Lönnroth licentiats-prófi i bókmennta- sögu með ritgerð um íslendingasögur og hlaut þá styrk til frekara íslenzkunáms hér á landi vetrarlangt. Eftir deilurnar sem bók hans olli var Lars Lönnroth ekki lengur vært í Uppsöl- um en hélt á næstu árum áfram námi og rannsóknum við háskólann í Stokkhólmi. Og þar lagði hann fram doktorsrit sitt 1965 (European Sources of Icelandic Saga- Writing: An Essay Based on Previous Studies), en það var ágrip fjögurra rit- gerða sem hann hafði áður birt í ýmsum vísindalegum timaritum. Rannsóknir og niðurstöður Lönnroths fólu í sér róttæka gagnrýni og andstöðu við hugmyndir hins svonefnda „íslenzka skóla“ í norrænum fræðum, en fremsti talsmaður þeirrar stefnu á Norðurlöndum er sem kunnugt er Peter Hallberg, prófessor í Gautaborg. Hallberg var „fyrsti andmælandi“ við doktorsvörnina, og krafðist hann þess að Lars Lönnroth yrði felldur frá doktors- prófi. En kenningar hans og viðskipti þeirra Peter Hallbergs vöktu hina mestu athygli, einnig hér á landi, og engu minni ágreining en fyrsta bók Lönnroths. Málalyktir urðu þær að Lars Lönnroth stóðst að vísu doktorspróf. En hann hlaut ekki fyllstu viðurkenningu: dósentsstöðu við háskólann í Stokkhólmi. Að svo komnu ákvað Lönnroth að hverfa úr landi, og gerðist hann nú kenn- ari í norrænum fræðum við Berkeley- háskóla í Kaliforníu. Þar fékkst hann á næstu árum við kennslu, rannsóknir og ritstörf, og var nú kyrrara um hann en verið hafði um sinn, birti ritgerðir i lærðum tímaritum og flutti fyrirlestra í vísindafélögum og við ýmsa háskóla, í Harvard, Cornell og í Stokkhólmi. 1969 varð hann loks dósent við háskólann í Stokkhólmi en var engu að síður um kyrrt í Berkeley þar sem hann er nú „associate professor" í norrænum fræðum. Sjálfur telur Lars Lönnroth rit sitt um aðferðir bókmenntafræðinnar frá 1961 vera æskuverk og alltof hvassyrt. Hann kýs að hugmyndir sínar séu metnar eftir þeim fræðilegu ritgerðum sem hann hefur birt undanfarin 5—6 ár, sem hann telur þyngri á metunum en fyrri ritgerðirnar — þótt þær séu ef til vill ekki eins líkleg- ar að vekja umtal. En jafnframt bendir hann á að nokkur hugarfarsbreyting sé að verða í þessum fræðum um þessar mund- ir, ýmsar hugmyndir sínar frá fyrri árum þyki ekki lengur jafnargar villukenningar sem þá, en vaxandi áhugi beinist að skyldum viðfangsefnum. Ef til vill var fyrsta alþjóðlega ráð- stefnan um íslendingasögur, sem efnt var til í Edinborg í fyrra fyrir frumkvæði Hermanns Pálssonar, að nokkru leyti til marks um þetta, en Lars Lönnroth var í hópi fyrirlesara á ráðstefnunni. Viðfangs- efni hennar var einmitt afstaða íslend- ingasagna til vestrænnar bókmennta- hefðar — „The Icelandic Sagas and the Western Literary Tradition" eins og það var orðað á ensku. Um þessar mundir vinnur Lars Lönn- roth að bók um Njáls sögu sem væntan- leg mun á prent á næsta ári. En rétt er að taka það fram að ritgerðin sem hér birtist um „innræti íslendingasagna“ er ekki þáttur úr því verki. Öllu heldur mun hún vera aukageta af rannsóknum hans á sögunni eins og að sínu leyti önnur ritgerð, um Njálu og Alexanders sögu, sem áður hefur birzt á íslenzku: Hetjurnar líta bleika akra, í Skírni 1970. í greininni sem hér fer á eftir (og áður birtist í sænska bókmenntaritinu Bon- niers litterára magasin 1970:X) prófar Lars Lönnroth tízkuhugtak í félagsfræð- um og bókmenntum um þessar mundir á íslendingasögur: „indoktrinering" sem á íslenzku hefur verið nefnt „innræting". Innræting texta stafar í stytztu máli af því verðmætamati, siðaskoðun, pólitísku afstöðu eða annarri „hugmyndafræði" sem fólgið er undirniðri í textanum, vit- andi vits eða óafvitandi, allajafna mótað af samfélagslegum og stéttarlegum kring- umstæðum höfundar og verks. Innræting kemur hvarvetna fyrir í notkun mannlegs máls, hvers konar bókmenntum, frásög- um og fréttaflutningi ekki síður en skáld- skap. Auðvitað þarf hún ekki að vera af hinu illa þótt oft sé vakin athygli á nei- kvæðri innrætingu og áhrifum hennar, t. a. m. í fréttum blaða og útvarps, barna- bókum eða kennslubókum skólanna. Segja má með einföldum orðaleik að innræting í bókmenntum stafi af innræti þeirra eins og það mótast af upplagi og aðstæðum á hverjum tima. En hugtakið er tilkomið og mótað af félagslegum sjón- armiðum í bókmenntakönnun, viðleitni manna að komast fyrir raunverulega notkun og notagildi bókmennta í samfé- laginu. 4 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.