Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 44
Björn Arnórsson: „Atvinnulýðræði" eða „Listin að temja manneskjur“ Umræður um „atvinnulýðræði" eru að komast í gang á íslandi. „Verkalýðsfor- ustan“ ríður á vaðið, en kapítalistar fylgja fast eftir. Það var óhugnanlega dæmigert að sjá og heyra sjónvarpsþátt, sem flutt- ur var í íslenzka sjónvarpinu undir titlin- um „Verkalýður og atvinnurekendur". Þar sátu í öndvegi BJ, forseti ASÍ; GG, formaður VR; JB, formaður auðmagns- klíkunnar og HH, fulltrúi Sambandsins. Allir voru þeir sammála um að aukið „at- vinnulýðræði" væri hið æskilegasta, án þess þó að skilgreina nánar hvað við væri átt. Forsvarsmenn stéttasamvinn- unnar láta ekki að sér hæða og eru fljótir að læra af reynslu kollega sinna erlendis. Hér mun að nokkru fjallað um, hvað „atvinnulýðræði" er — upp úr hvaða kringumstæðum spratt þessi skyndilegi áhugi kapítalistans á að auka „lýðræðið" í fyrirtækjum sínum, hvert er raunveru- legt inntak hugtaksins og hverra hags- munum þjónar þetta mjög svo eftirsókn- arverða fyrirbæri — að dómi fyrrnefndra manna? Þetta mun þó tæplega mögulegt án þess að gera fyrst lauslega grein fyrir eðli þess þjóðfélags, sem við lifum og störfum í. Stéttaþjóðfélag auðmagnsins Ef við byrjum á að bera í stórum drátt- um saman tímabil lénsherranna (feodal- ismann) og tímabil auðvaldsins þá rekum við m. a. augun í eftirfarandi: 1) Bændur lénstímabilsins voru ánauð- ugir, þ. e. a. s. bundnir jarðskikum þeim sem þeir ræktuðu fyrir sig, fjöl- skyldu sína og lénsherrann, sem léði þeim jörðina. Jörðunum var skipt upp í litla skika, sem deilt var á milli bændanna, sjálfs lénsherrans og auk þess var s. k. almenningur, sem allir áttu aðgang að. Framleiðnin var lítil og samtímis vexti auðvaldsins jókst þörfin fyrir meiri framleiðni í land- búnaðinum. Bændurnir voru flæmdir af jörðunum, sem síðan var slegið saman í stærri einingar, en bændurn- ir stóðu eftir og áttu nú ekkert nema sitt eigið vinnuafl. Þeir voru orðnir verkamenn, sem var frjálst að selja vinnuafl sitt hverjum sem vildi kaupa. 2) Fyrir tilkomu auðvaldsins var fram- leiðslan að mestu bundin við neyzlu- varning, þ. e. a. s. markaðurinn var vanþróaður. í þjóðfélagi kapítalismans beinist framleiðslan að s. k. skipta- gildum, þ. e. a. s. kapítalistinn kaupir vinnuafl til að láta það framleiða vör- ur, sem hann selur á markaði — fær fyrir þær peninga sem hann notar til að kaupa meira vinnuafl, sem fram- leiðir meiri vörur o. s. frv. 3) Eftir byltingu auðvaldsins mynduðust æ stærri skarar af fólki, sem enga vöru áttu til að selja nema sitt eigið vinnu- afl. Ef við berum saman verkamann- inn annars vegar, þá selur hann vinnu- afl sitt til að fá peninga sem hann notar til að kaupa vörur til að halda lífinu í sér og fjölskyldu sinni, en kapitalistann hins vegar, þá ver hann auðmagni sínu til kaupa á vöru (vinnuafli), sem hann lætur fram- leiða vörur, sem kapítalistinn selur síðan fyrir peninga. En af hverju? Og þar komum við að meginkjarna máls- ins. Gildi þeirra vara, sem verkamað- urinn framleiðir, er nefnilega meira heldur en það sem hann fær í laun. Mismunurinn, sem Marx nefndi gildis- auka, hverfur í vasa kapitalistans, sem notar hluta hans til eigin neyzlu og hluta til að kaupa meira vinnuafl og vöru og auka þannig enn við fjár- magn sitt. Það er um þennan gildisauka, sem bar- áttan stendur, og mótsetningin er ósætt- anleg. Ef verkamanninum heppnast að fá laun sín hækkuð, minnkar gildisauk- inn og öfugt. (Þess skal getið að myndin er einfölduð hér). Baráttan er hörð og kapítalistarnir beita ýmsum meðulum svo sem ríkisvaldi (þ. á m. lögreglu og her), sultarsvipunni (hótunum um brottrekst- ur og atvinnuleysi), mútum o. fl. Eitt þessara meðala til að minnka baráttu- vilja verkalýðsins er atvinnulýðræðið. Hvernig skal stjórnað? Einu sinni var framleiðslan unnin af þrælum. Það varð of dýrt. Þrælaeigand- inn varð að kaupa allt vinnuafl þrælsins á einu bretti og varð þannig að liggja úti með mikið fjármagn, sem annars hefði mátt velta mörgum sinnum. Auk þess — ef þrællinn dó, þá tapaði þrælaeigandinn; kapítalistinn ræður bara nýjan verka- mann í staðinn. Kerfi lénstimabilsins með ánauðugum bændum samrýmdist ekki heldur kröfum auðvaldskerfisins. En hvernig átti að hafa hemil á kröfum hins „frjálsa" verkalýðs og auka framleiðsluna um leið? Sósíalíska byltingin í Rússlandi gaf kapítalistunum forsmekkinn af því hvers verkalýðurinn var megnugur — og hræðslan gróf um sig. Það voru stofnuð hernaðarbandalög, peningakerfi auð- valdsheimsins samræmt, Marshallhjálpin og ýmsar fjármálastofnanir svo sem Al- þjóðabankinn o. fl. notuð til að festa auðvaldsstéttina í sessi á kostnað verka- lýðsins. Samtímis jókst áhuginn á að rannsaka vísindalega, hvernig mætti róa verkamanninn á vinnustaðnum og fá hann til að afkasta meiru. Taylor Rannsóknir þessar áttu sina bemsku í Bandaríkjunum og Englandi. í Banda- ríkjunum gerði maður að nafni Frederick Taylor merkilega uppgötvun. Hann upp- götvaði að forráðamenn fyrirtækja höfðu góðar hugmyndir um afkastagetu véla sinna, en mjög óljósar hugmyndir um hve mikið væri hægt að fá út úr hverjum verkamanni. Þetta þurfti að rannsaka, og Taylor gerði tilraun. Kenning hans gekk út á, að það væru tveir möguleikar að auka afköst verkamannsins. Annars veg- ar að kenna honum að nota aðeins þær hreyfingar, sem voru bráðnauðsynlegar við framleiðsluna, og hins vegar að greiða duglegustu verkamönnunum hærri laun. í fyrirtækinu, þar sem Taylor gerði rann- sóknir sínar, störfuðu verkamennirnir við að hlaða járni í járnbrautarvagna. Niður- staðan af rannsóknum Taylors var, að afkastamikill verkamaður gæti hlaðið 47—48 tonnum á dag. Stjórnendur fyrir- tækisins héldu að hámarkið væri 18—25 tonn á dag, og Taylor bauðst til að gera tilraun. Hann valdi út verkamann, sem var þekktur fyrir krafta, dugnað og sparsemi, og spurði hann hvort hann vildi græða meiri peninga. Maðurinn samþykkti, og Taylor sagði honum hvernig hann ætti að haga sér. Hann fékk ekki að tala í vinn- unni, því síður að þræta eða eiga sjálfur frumkvæðið að einhverju. Hann átti að- eins að gera það sem honum var sagt og það i minnstu smáatriðum — og er dag- ur leið að kvöldi hafði maðurinn hlaðið 47 V2 tonni og þannig hélt hann áfram í þau þrjú ár sem tilraunin stóð yfir. Nú höfðu kapítalistarnir fengið mælikvarða að miða við — ef þessi maður gat unnið svona, þá áttu hinir að geta það — og hér var grunnurinn lagður að því sem nefnt hefur verið tímarannsóknir eða MTM- rannsóknir. Minnsti tími, sem þarf til að hreyfa hönd eða fót i vissa stefnu, er mældur, allt starfið síðan skipulagt skv. þessum mælingum og launin greidd eftir því. Menn en ekki vélar Kapítalistarnir glöddust yfir niðurstöð- um Taylors, en verkalýðurinn var ekki alveg eins hýr. Framleiðslan jókst að miklum mun og samtímis strit verka- mannsins, án þess að launahækkana yrði vart. Kapítalistarnir fengu brátt að sjá, að málið var ekki alveg svona einfalt; verkamaðurinn var maður, en ekki vél. í General Electric Hawthorn-verk- smiðjunum í Chicago voru framleiddir símar og tilheyrandi. Um 30.000 starfs- menn unnu við fyrirtækið. Verkamenn- irnir voru mjög óánægðir og gerðu verk- föll, þrátt fyrir það að verkalýðsfélagið á staðnum væri veikara en víðast annars staðar í Bandaríkjunum. MTM-sérfræð- ingarnir voru ráðnir á staðinn, en ekkert gekk — óánægjan gróf um sig og jókst. 1924 neyddist fyrirtækið til að leita til amerísku vísindaakademiunnar og biðja 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.