Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 40
svokölluðu vestrænu lýðræðisríkja hins vegar sem gera bæði þessi valdakerfi Atl- antshafsbandalaginu þóknanleg? Ég held að svarið við þessari spurningu skýri að miklu leyti eðli þess hernaðarbandalags sem kennt er við Atlantshafið. Dæmi Portúgals Hvers vegna er Evrópa auðugur heims- hluti? Því er að sjálfsögðu ekki auðvelt að svara í einni málsgrein. Að miklu leyti felst þó svarið í landvinningum og ný- lendum í öðrum heimsálfum. Slíkt hefur gerzt með vopnavaldi og á kostnað íbúa viðkomandi landssvæða. Náttúruauðæfi nýlendnanna hafa verið nýtt í þágu ný- lenduveldanna. Slíkt veldur örri efna- hagsþróun nýlenduveldis en viðheldur stöðnun í nýlendunni. Þetta eru alkunn- ar staðreyndir og við íslendingar höfum sannprófað þetta á sjálfum okkur öldum saman. Nýlenduþjóðirnar hafa síðan hver af annarri risið upp og hrist af sér ok ný- lenduvaldsins með misjöfnum árangri. Nýlendurnar hafa þó skipt um nöfn. Þær heita ekki lengur nýlendur. Þær heita „vanþróuð ríki“. Þær hafa skapað auð- legð Evrópu en hafa nú ekki getu til að nýta eigin auðlindir. En þótt nýlendu- þjóðirnar hafi í orði kveðnu öðlazt frelsi sitt er þó á því veigamikil og athyglis- verð undantekning. Ég á fyrst og fremst við nýlendur Portúgals í Afríku. Portúgal ver um helmingi þjóðartekna sinna til að brjóta á bak aftur þjóðfrelsishreyfing- arnar í Angóla, Mosambique og Gíneu. Portúgal er einn af útvörðum frelsis Atl- antshafsbandalagsins. Portúgal er talið nauðsynlegur hlekkur í varnarkeðju Vesturevrópu. Þar af leiðandi fær Portú- gal vopn frá Nató. Þessi vopn eru að veru- legum hluta notuð til að tryggja auðugum portúgölskum landeigendum áframhald- andi aðstöðu til að kúga og arðræna afr- ikubúa. Ég hef kynnzt persónulega einum af leiðtogum Frelimo — þjóðfrelsishreyf- ingarinnar í Mosambique — skáldinu Herráð Natós á Keflavikurflugvelli 1967. Marcelino dos Santos. Hann fullyrti að án aðstoðar Atlantshafsbandalagsins væri Portúgal löngu búið að missa tökin á ný- lendum sínum í Afríku. Angola er ofar- lega í hugum okkar þessa dagana vegna heimsóknar fulltrúa MPLA — einnar af þjóðfrelsishreyfingum þess lands — hing- að til Reykjavikur fyrir skemmstu. í því sambandi var vakin athygli á því að við íslendingar styddum þessa frelsisviðleitni og hefðum sýnt það í verki með atkvæði okkar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Jafnframt þessum stuðningi er ís- land aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og samherji Portúgals. Portúgal er eitt þeirra ríkja sem við íslendingar setjum traust okkar á ef á okkur skyldi verða ráðizt. Varnir okkar eru að nokkru leyti tengdar vörnum Portúgals. Við höfum samvinnu við Portúgal í hermálum. Sú samvinna hlýtur að byggjast á því að við eigum eitthvað sameiginlegt með Portú- gölum, sem þurfi að verja. Hvað skyldi það vera? Og svo styðjum við frelsisviðleitni angólabúa. Er þetta ekki dálítið einkenni- legt? Þætti slikur tvískinnungur ekki undarlegur í persónulegum samskiptum? Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort í þessari blendnu afstöðu komi fram sér- stætt skopskyn og sjálfsháð íslendinga eða alger vanskilningur á hugmynda- fræðilegum grundvelli varnarmála fs- lands. Stórfyrirtækin Bandaríkin urðu aldrei nýlenduveldi. Landnemar Norðurameríku settust að í svo víðáttumiklu og auðugu landi að það tók þá langan aldur að leggja sitt eigið land undir sig. Hins vegar er auðmagn Bandaríkjanna hið sterkasta i veröldinni. Það varð á undan öðrum þjóðum að skapa hina nýju nýlendustefnu sem byggir ekki á landeign og beinum stjórnaryfirráðum. Ég á hér við ákveðna þróun á ferli hins svokallaða frjálsa einkaframtaks. Þar má á síðustu tímum aðgreina þrjú form sem að nokkru leyti leysa hvert annað af hólmi og að nokkru leyti ganga hvert upp í annað. Þessi form eru samkeppnisfyrir- tæki, einokunarfyrirtæki og svokölluð margþjóðleg fyrirtæki. Samkeppnisfyrir- tækin kannast allir við, okkur hefur ekki svo sjaldan verið bent á að slík sam- keppni fyrirtækja sé bezta trygging neytandans fyrir sanngjörnu vöruverði. Hins vegar hefur af einhverjum ástæðum láðst að láta þess getið að neytandinn er látinn standa undir rándýru auglýsinga- stríði þessara fyrirtækja, því auðvitað er allur auglýsingakostnaður innifalinn í vöruverði. Einokunarfyrirtæki má kalla þau fyrirtæki sem með samningum skipta bróðurlega með sér ákveðnum markaði og sameinast um að halda uppi verðlagi. Skýrt dæmi um þetta verzlunarform höf- um við íslendingar fyrir augunum þar sem er olíuverzlunin í landinu. Margþjóð- legu fyrirtækin eru auðhringar sem flest- ir hafa bandarískt fjármagn að uppistöðu og teygja arma sína um alla veröldina. Nægir að nefna fyrirtæki eins og IBM, FORD, ESSO sem dæmi. Öflugustu fyrir- tæki af þessu tagi eru svo fjársterk að sagt er að aðeins 14 ríki heims ráði yfir meira auðmagni. Þessi fyrirtæki hafa mikinn hluta heims að leikvelli til að skapa einstaklingum hagnað, og efna- hagskerfi auðugustu iðnaðarríkja heims byggist að miklu leyti á tilvist þeirra. Þau eru rekin eins og nýlenduveldi. Þau leita hráefnis þar sem það er auðfengnast, láta vinna úr því þar sem vinnuafl eða orka er ódýrt og selja vöruna þar sem verð hennar er hæst. Álverksmiðjan í Straums- vík er nærtækt dæmi um hlekk í slíkri keðju. Tilgangur þessara fyrirtækja er ekki sá að vinna að heill almennings eða þjóða, þau kæra sig kollótt um þá eyði- leggingu sem þau valda með mengun, þeim er sama þótt varan sem þau fram- leiða sé óþörf (þá reyna þau að skapa þörf fyrir hana), tilgangur þeirra er að skila eigendum sínum arði. Þau viðhalda 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.