Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 50
metorðastlga samreíagsins. Drápi þræl- anna er lokið af á fáum síðum. En víg Þórðar leysingj asonar og Sigmundar eru vandlega undirbúin með dramatískum forspám um feigð þeirra, síðan rækilega frá því sagt hvernig reynt er að afstýra ótíðindum, vopnaviðskiptum og andláti þeirra loks nákvæmlega lýst. Fátt er um það sagt hvað þrælunum finnist um það sem fram fer: þeir eru ekki nema skugg- ar á tjaldi sögunnar. Þeim mun meira fáum við að vita um skoðanir Gunnars og Njáls: þeim eru lögð ummæli og orð- svör, heilar ræður í munn sem sífellt sýna hversu vitrir, góðgjarnir menn og göfug- lyndir þeir séu. Þegar þeir eiga orðastað við sér minniháttar fólk, eins og t. a. m. Hallgerði eða Sigmund, eiga þeir alltaf síðasta orðið — svo sem til sanninda- merkis um það hver eigi að njóta samúð- ar lesandans. Og þráfaldlega eru þeir leiddir fyrir sjónir — rétt eins og amerískt forsetaefni í sjónvarpinu — i ýtarlegum nærmyndum sem gera okkur kleift að samsama sjálf okkur lýsingu þeirra. Áður en langt um líður finnst okkur sjálfsagt mál að þeir hafi ævinlega rétt fyrir sér, meiri í sér og manneskjulegri í senn en annað fólk í sögunni. Við lofum raun- sæi höfundarins í frásögninni, en gerum okkur enga grein fyrir því að í rauninni er verið að villa okkur sýn með róman- tískri glansmynd. Lítum á kaflann þar sem Sigmundur yrkir níðið, en áður hefur verið sagt frá sáttum Gunnars við Njál og syni hans á þingi: Nú riða menn heim af þingi. Og er Gunnar kom heim mœlti hann til Sigmundar: ,,Meiri ertu ógiftumaður en ég œtlaði, og hefur þú til ills þína mennt. En þó hef ég nú görvan þig sáttan við Njál og sonu hans, og skyldir þú nú eigi láta annarri flugu koma í munn þér. Ert þú mér ekki skaplíkur; þú ferð með spott og háð, en það er ékki mitt skap. Kemur þú þér því vel við Hallgerði að þið eigið meir skap saman." Gunnar taldi á hann langa hríð, en Sigmundur svaraði honum vel og kvaðst meir hans ráðum skyldu fram fara þaðan af en þar til hafði verið. Gunnar sagði honum þá hlýða mundu. í þessum kafla getur ekki heitið að Sig- mundur fái sjálfur að tala sínu máli fyrir lesandanum. Gunnar talar einn i beinni ræðu, og orðum hans fylgir hinn mesti þungi. Þegar í fyrstu ummælum hans um Sigmund, að hann sé „ógiftumaður", er fólginn siðferðilegur dómur, þótt hlut- lægnislega sé tekið til orða, sbr. nútíma- mat á fólki sem lendir utangarðs við sam- félagið, drykkjusjúklingum og afbrota- mönnum. Ógiftumaður fer sjálfum sér og öðrum að voða af því að hann megnar ekki að fylgja leikreglum samfélagsins. Þegar lengst gengur verður hann hvers manns níðingur, vargur í véum, og verð- skuldar fyllstu fordæmingu samfélagsins. Sagan segir að Sigmundur hafi svarað Gunnari „vel“ og heitið því að fara hans ráðum fram þaðan í frá. En við trúum honum ekki. Þess í stað gerum við ráð fyrir að rætast muni sú forspá um bráðar ófarir Sigmundar sem felst í ræðu Gunn- ars. Því þá það? Sumpart vegna þess epíska lögmáls að forspá hljóti að ganga eftir sé hún lögð í munn öðrum eins manni og Gunnari á Hlíðarenda. Og sumpart vegna þess að sagan gerir ekki sjálf ráð fyrir neinni sálfræðilegri þróun. Þrjótur er og verður þrjótur, hetja hetja og þrællinn þræll. Skinheilög fyrirheit ógiftumannsins verðskulda ekki fremur tiltrú en framburður kommúnista fyrir amerískri þingnefnd. Það er ekkert spurs- mál hvort Sigmundur eigi eftir að drýgja önnur ódæði — aðeins hvenær hann muni fremja þau. Enda stendur ekki á því. Þegar að loknu samtali þeirra Gunnars koma farandkon- urnar til sögunnar. Og brátt eru þær farnar að níða Njál og syni hans í köpp við Hallgerði sjálfa í dyngju hennar. Loks biður Hallgerður Sigmund að yrkja um karl hinn skegglausa og syni hans, tað- skegglinga: Hann kveðst þess vera albúinn og kvað þegar þrjár visur eða fjórar, og voru allar illar. „Gersemi ert þú," sagði Hallgerður, „hversu þú ert mér eftirlátur." Þá kom Gunn- ar að í því; hann hafði staðið fyrir framan dyngjuna og heyrt öll orðtcekin. Öllum brá við mjög er hann sá inn ganga; þögnuðu þá allir, en áður hafði verið þar hlátur mikill. Gunnar var reiður mjög og mœlti til Sig- mundar: „Heimskur ertu og óráðhollur er þú vilt hrópa sonu Njáls og sjálfan hann, sem þó er mest um vert, og slíkt sem þú hefur áður gert, og mun þetta vera þinn bani. En ef nokkur maður hermir þessi orð, þá skal sá á brautu verða og hafa þó reiði mína." En svo stóð þeim af honum mikil ógn að engi þorði þessi orð að herma. Síðan gekk hann i braut. Bersýnilega er til þess ætlazt að Gunnar komi lesanda fyrir sjónir sem kraftbirting réttlætisins sjálfs í dyngjunni. Hann stígur fram á sviðið eins og erkiengill í þriðja flokks hóruhúsi. Ljóminn í kringum hann verður enn skærari en ella vegna þess að allt annað fer fram i hálfrökkri í þessum kafla sögunnar. Við fáum ekki að heyra vísurnar sem Sigmundur kvað, svo að við gætum sjálf myndað okkur skoðun á níðinu. Það eru viðbrögð Gunnars við þeim sem gera þær að hneyksli. Eftir Sig- mundi er ekkert haft nema svarið, að hann sé þess albúinn, þegar Hallgerður biður hann að yrkja nokkuð — sem sýnir eftirlátssemi hans, að hann er þess albú- inn við fyrstu hentugleika að bregðast heiti sínu við Gunnar. Lýsing hans verð- ur enn háðulegri þegar Hallgerður kallar hann „gersemi" sína í næsta orði. Eftir þetta er lesandinn ekki einasta viðbúinn að una hörðum dómi Gunnars um Sig- mund: manni finnst hann meira að segja mildur! Sigmundur fellur á eigin bragði þegar Skarphéðinn reiðir að honum öx- ina i næsta kafla sögunnar. Þegar far- andkonurnar herma Bergþóru níðið, þeg- ar eftir atburðina í dyngjunni, og hún brýnir sonu sína að reka réttar síns, finn- ur lesandi svo glöggt að örlögin eru í ver- unni réttvís. Engu að síður er Sigmundur nánast al- saklaus frá sjónarmiði nútima-lesanda séð. Það er blöskranlegt athæfi að ráða mann af dögum vegna fáeinna kviðlinga um taðskegglinga og karl hinn skegg- lausa — viðlíka hneyksli og láta taka menn af lífi fyrir ótímabæra pólitíska ádeilu nú á dögum, t. a. m. í einhverju einræðisríkinu. Það væri harla auðvelt að hagræða frásagnarhætti ögn í kaflan- um sem nú var sagt frá, svo að Hallgerð- ur, Sigmundur og farandkonurnar virtust lesanda vænsta fólk, en Gunnar óþolandi harðstjóri sem ekki má heyra svo mikið sem smávegis spaug. Slík breyting væri meira að segja fjarska æskileg, ef við ætlumst til þess að bækur beri mannúð- legan boðskap. Bara það hve auðvelt væri að koma henni í kring sýnir hve ná- kvæma stjórn Njáluhöfundur hefur á við- brögðum lesanda síns, hvernig háttað er innræting hins höfðinglega siðamats í sögunni sem telur móðgun við höfðingja miklu verra verk en þótt nokkrir æru- lausir þrælar séu höggnir niður í svaðið. Höfundi virðist meira að segja finnast meira til um níðið en dráp Þórðar leys- ingjasonar litlu fyrr í sögunni. Fóstra sinn gátu Njálssynir borið i sjóði, en níðið verður ekki þvegið af þeim nema með blóði Sigmundar. Tvenns konar dauðdagi Náttúran sjálf verður í sögunni að hlíta hinu höfðinglega verðmætamati hennar. Þegar komið er að banadægri Njáls sést eldur á himni og blóð litar skálann að Bergþórshvoli. Um morguninn þegar Höskuldur Hvítanesgoði er veginn skín sól á akra svo sem til að árétta hversu grimmilegt morð hans er. Sveitalífsmynd- in er hagnýtt til að gera dauða hans að kristilegu píslarvætti, Höskuld að fórnar- dýri illra afla: Veður var gott og sól upp komin. í þenna tíma vaknaði Höskuldur Hvítanes- goði. Hann fór í klœði sín og tók yfir sig skikkjuna Flosanaut; hann tók kornkippu og sverð í aðra hönd og fer til gerðis sins og sáir niður korninu. Þeir Skarphéðinn höfðu það mœlt með sér að þeir skyldi allir á honum vinna. Skarp- héðinn sprettur upp undan garðinum. En er Höskuldur sá hann vildi hann undan snúa; þá hljóp Skarphéðinn að honum og mœlti: „Hirð eigi þú að hopa á hœl, Hvítanesgoðinn," — og höggur til hans og kom í höfuðið, og féll Höskuldur á knéin. Hann mœlti þetta: „Guð hjálpi mér, en fyrirgefi yðurl" Hljópu þeir þá að honum allir og unnu á honum. Fróðlegt er að bera þetta andlát — einn af tragískum hátindum Njáls sögu — saman við annað andlát síðar í sögunni. Kolur Þorsteinsson, einn af brennumönn- um, er veginn á Bretlandi þar sem hann er við kaupskap: Þenna morgun gekk Kári inn í borgina. Hann kom þar að er Kolur taldi siljrið; Kári kenndi hann. Síðan hljóp Kári til hans með sverð brugðið og hjó á hálsinn, en hann taldi silfrið, og nefndi höfuðið tiu er af fauk boln- um. í þetta sinn er ætlun sögunnar sýni- lega að hlægja lesandann fremur en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.