Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 15
Dr. Sigurður Þórarinsson: Saga jarövegseyðingar á íslandi eftir landnám LANDNÁM ÞJÓÐVELDÍ l 1 , , NORSK STJÓRN DÖNSK STJÓRN SJÁLFST£Ð1 2x I Verzlunoremokun t z I 1 1 1 1 1 1 I 1 I'1 x| 1 A.D. 900 IOOO IIOO 1200 1300 1400 1500 1600 1700 1800 1900 2000 W ' Lauslegt línurit af hitafarsbreytingum frá upphafi íslandsbyggSar. Lárétta línan er nœrri meðaltalinu 1901—1930. Þeir eru væntanlega fáir orðnir, sem draga það í efa, að geigvænleg jarðvegseyðing hef- ur orðið hérlendis eftir að landið tók að byggjast, og að það var allt annað land um gróðurútbreiðslu og gróðurfar sem numið var fyrir ellefu öld- um en það ísland, sem við höfum nú fyrir augum. Þótt margt sé nú véfengt, sem staðhæft er í fornum rit- um, er vart ástæða til að vé- fengja þau orð Ara fróða, að landið hafi verið „viþi vaxit í miþli fjalls ok fjöru“ þegar það byggðist. Ég tel ekki fjarri lagi þá ætlan skógræktarmanna okkar, að birkiskógar hafi þá þakið um fimmtung landsins og að yfir 90% þessara skóga hafi eyðzt síðan. Um það hversu mikið af gróðurlendi í heild hafi eyðzt á þessum 1100 árum, kann Ingvi Þorsteinsson betur að dæma en ég, en ekki mun víst fjarri lagi, að það hafi rýrnað allt að helmingi. Vatn og vindar Þó venjulega sé svo að orði komizt, að landið hafi verið og sé að blása upp, er þess að geta, að vatn og vindar vinna saman að jarðvegseyðingunni. Jarð- vegurinn bæði fýkur og skolast burt, og eru dragár, sem velta fram kolmórauðar í vorleys- ingum, ijóst dæmi um þátt vatnsins í þessari jarðvegseyð- ingu. Vatnið rennur ætíð und- an halla, en vindur blæs oft með hlíðum fram, og þess vegna skerast jarðvegstorfurn- ar oft í ferhyrnda reiti, og geta þeir hinir mörgu, sem koma að Gullfossi, séð glögg dæmi þessa austan gljúfursins og um leið sannfærzt um, að þessi jarðvegseyðandi öfl eru þar ó- hindruð að verki, enda verður sumum útlendingum starsýnna á þá jarðvegseyðingu, sem þar fer enn fram, en á hinn fríða foss. Þrjár orsakir landeyðingar siðan landið byggðist koma einkum til greina. Þær eru: versnandi loftslag, eldgos og búsetan í landinu. Allt frá því að menn fóru að gera sér ljósa jarðvegseyðing- una hefur verið um það deilt, hver þessara orsaka sé höfuð- orsökin. Eitt af ráðunum, og líklega það öruggasta, til að skera úr þessu, er að reyna að tímasetja gang landeyðingar- innar og kanna, hvort sá gang- ur sé í tímasamhengi við breyt- ingar loftslags og eldvirkni. Eldvirkni Víkjum fyrst að eldvirkninni. Sumir hafa reynt að skella meginskuldinni vegna land- eyðingar á okkar virku eldfjöll, og víst eru mörg dæmi þess frá umliðnum öldum, að eldgos hafi valdið tjóni á skógum og öðru gróðurlendi, og nægir að nefna Skaftárelda og Öskju- gosið 1875, en það siðarnefnda hefur óefað átt drjúgan þátt í eyðingu jarðvegs á Jökuldals- heiði og Jökuldal. Vafalítið hefur stórgosið í Heklu árið 1510 spillt verulega landi á Rangárvöllum, og svo mætti lengi telja. En ekkert bendir til þess, að eldvirkni hafi verið að jafnaði meiri á íslandi eftir að land byggðist en fyrir búsetuna, og fær hún þvi ekki skýrt, hvers- vegna landeyðingin hefur verið svo miklu meiri síðustu 1100 árin en árþúsundin á undan. Og eins og ég hef áður bent á, bendir útbreiðsla skóga í Rang- árvallasýslu og Skaftafellssýsl- um ekki til þess, að eldfjöllin eigi sérstaklega mikinn þátt í eyðingu skóganna, þar eð skóg- arleifar er nú að finna þar í nánd við þrjú af stórvirkustu eldfjöllum landsins eftir að það byggðist: Heklu, Kötlu og Öræfajökul, en hvergi annars staðar í þessum sýslum að heitið geti. Þó ber að hafa í huga, að fyrstu 2 aldir nor- rænnar íslandsbyggðar virðist hafa verið minna um eldgos hér en síðar varð, og er rétt að lita gang landeyðingarinnar i ljósi þess. Loftslag Víkjum þá að loftslaginu. Meira er líklega vitað um lofts- lagsbreytingar hérlendis síð- ustu 1100 árin en í nokkru öðru landi. Er ekki rúm til að rekja, hvernig sú vitneskja er fengin. Er von til að enn megi um bæta, m. a. með fyrirhugaðri borun gegnum ísskjöld Vatnajökuls og rannsóknum á ísótópasamsetn- ingu ískjarnans. Telja má nokkuð öruggt, að frá því að landið tók að byggjast og fram undir miðja 12. öld hafi verið hlýrra hér en á síðari öldum, og loftslagi á þessu tímabili er helzt að jafna við tímabilið 1920—1960. Þegar líður að lok- um 12. aldar, fer loftslagið að versna og hitinn kemst í lág- mark á timabilinu 1250—1350. Líklega skánar loftslagið eitt- hvað á 14. og 15. öld, en upp úr miðri 16. öld er aftur farið að versna í ári og tímabilið 1550 til 1890 er loftslagslega séð lík- lega hið versta í sögu landsins í ein 8000 ár. Hinsvegar er óvíst, að nokkurntíma síðustu 2500 árin hafi verið hlýrra hér en á tímabilinu 1920—1960. Þessar loftslagsbreytingar verður að hafa í huga þegar rakin er gróðurfars- og jarð- vegssaga landsins. Land, sem er á jaðri hins byggilega, er vitanlega viðkvæmara gagn- vart loftslagsbreytingum en hlýrri lönd. Gangur gróðurfarsbreytingar og jarðvegseyðingar Þá er að athuga gang gróður- farsbreytingar og jarðvegseyð- ingar. Þegar af áður tilgreindum orðum Ara fróða má ráða, að verulegar breytingar eru orðn- ar þegar hann semur íslend- ingabók á fyrsta þriðjungi 12. aldar. Landið er ekki lengur Jarðvegssnið úr Landsveit, er sýnir gjóskulög dökk (1) og Ijós (2) og fokjarðveg mismunandi grófan (3: grófsöndugur, 4: meðalsöndugur, 5: mó-melajarövegur). Hœgra sniðið er hið sama og hið vinstra að gjósku- lögunum frádregnum. Með hjálp hinna aldursákvörðuðu gjóskulaga er hœgt að reikna út hraða jarðvegs- þykknunar milli þeirra og draga línuritið til hœgri á myndinni, en það sýnir gang jarðvegsþykknunar og þar með uppblástur síðustu 8.000 árin. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.