Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 32
Þröstur Ólafsson: Staöa landbúnaðarins í þjóðarbúinu Tilefni þessara hugleiðinga er viðtal við landbúnaðarráðherra i dagblaðinu Tíminn 21. júlí s.l., plagg nokkurt sem landbúnaðarnefnd Alþýðubandalagsins lét fara frá sér í fyrravetur undir nafn- inu „Drög að stefnuskrá í landbúnaðar- málum“ og viðtal við formann Stéttar- sambands bænda í dagblaðinu Þjóðvilj- inn 19. september s.l. Offramleiðsla land- búnaðarvara, flótti úr sveitunum og léleg afkoma bændastéttarinnar eru þau aðal- vandamál, sem komið er inná í öllum fyrrnefndum skrifum. Landbúnaðarráðherra segir meðal ann- ars: „Ég vil hinsvegar vekja athygli á því, að nauðsyn ber til að gera kostnað við framleiðslu landbúnaðarvara sem minnst- an, og mín skoðun er sú að það verði erfitt að gera launakjör bændastéttarinn- ar sambærileg við launakjör annarra stétta, eins og stefnt mun að, nema fram- leiðslukostnaður búvaranna verði lækk- aður“. Hér eru launakjör bændastéttar- innar sett í beint samband við fram- leiðslukostnað án nánari útskýringa. í plaggi landbúnaðarnefndar Alþýðubanda- lagsins er m. a. bent á aukna framleiðslu þrátt fyrir verulega tilflutninga úr sveit- unum. „Samt sem áður hafa kjör bænda ekki batnað, nema síður sé, og eru þeir nú að meðaltali lægst launaða stétt þjóð- félagsins. Sú eina leið, sem bændur hafa haft til að bæta kjör sín, hefur verið að auka framleiðsluna enn meir. Þessu hef- ur fylgt aukin vinna bóndans og aukinn útflutningur. Útflutningsbæturnar hafa svo aftur orðið til þess að tortryggni ann- arra launastétta í garð bænda hefur auk- izt.“ Hér er réttilega bent á þann vítahring sem íslenzkur landbúnaður er í, en á skortir að við gerum okkur nægilega grein fyrir ástæðunum. Til þess þurfum við að setja landbúnaðinn í hagfræðilegt sam- hengi við aðrar framleiðslugreinar og hagkerfi þjóðfélagsins sem slíkt. Þessir punktar sem á eftir fara eru tilraun til slíkrar greiningar. Getur jafnvægi í byggð landsins, sam- bærileg kjör bænda við aðrar stéttir, landvernd og núverandi efnahagsstefna farið saman? Nei, þessi fjögur atriði eru ósamrýmanleg, og er m. a. tilgangur þess- arar greinar að sýna fram á það. a) Markaðsaðstaða landbúnaðarins Við búum við borgaralega þjóðfélags- hætti og kapítalískt hagkerfi. Það þýðir að hinn svokallaði frjálsi markaður myndar verðlag, stýrir fjárfestingu og skiptir þjóðartekjunum. Erfiðleikar land- búnaðarins liggja í markaðsaðstöðu bans. Miðað við allt þjóðarbúið framleiðir hann of mikið, en þénar of lítið. Markaðsað- staða hans er sú, að hann selur afurðir sínar á markaði sem einstakur bóndi get- ur engin áhrif haft á, en kaupir hráefni, vélar og annað á einokunarkenndum markaði. Núverandi verðmyndunarkerfi landbúnaðarvara, þar sem bændum og neytendum er stillt upp hvorum á móti öðrum, breytir þar litlu um. Heildarsamningar bændastéttarinnar eru tilraun til að yfirvinna erfiða mark- aðsaðstöðu og öðlast vissa einokunarað- stöðu. En slikt er vonlaust. Til þess eru framleiðendurnir alltof margir. Á einok- unarmarkaði getur frambjóðandi bæði ákveðið verð og magn, en á fullkomnum markaði getur frambjóðandi eingöngu á- kveðið það magn sem hann er reiðubúinn að selja gegn ákveðnu verði, sem hann getur engin áhrif haft á. Einstakur bóndi getur aðeins ákveðið, hve mikið magn hann selur. Verðið er óbreytt hvernig sem hann annars hagar sér. Að því leyti er markaðsstaða hans sú sama og verka- mannsins. Útflutningsuppbæturnar eru einmitt til að hindra, að innlendi mark- aðurinn takmarki framleiðsluna. Aðal- atriðið er að bóndinn framleiði án tillits til þess magns sem markaðurinn er reiðu- búinn að kaupa af honum á núgildandi verðlagi. Verð landbúnaðarvara er miðað við kostnað svokallaðs vísitölubús — en það þýðir i reynd að aukin afköst miða að lækkun afurðaverðs til bænda. Þannig kemur út sú furðulega staðreynd, að eftir því sem bændur strita meira og auka framleiðsluna, þeim mun meiri verða erfiðleikar þeir sem að bændastéttinni steðja. Hvorki núverandi verðlagskerfi né samvinnufyrirtæki bændanna breyta verulega þvi einokunararðráni, sem mark- aðsaðstaðan orsakar, þótt hvort tveggja dragi ef til vill úr því. Raunveruleg sam- vinnuverzlun er nánast óhugsandi þar sem kapítalísk vöruskipti eiga sér stað, því það eru vöruskiptin sem móta fram- leiðsluna, en ekki öfugt. Þau tryggja arð- ránið með þvi að taka framleiðslugang- inn í þágu hagsmuna fjármagnsins, en ekki vinnunnar. b) Landbúnaðurinn framleiðir of mikið Hagfræðin þykist þekkja „lögmál“ sem segir, að með hækkandi rauntekjum ein- staklinga lækki hlutur matvara í heildar- neyzlu þeirra. Til að útskýra þetta skulum við gefa okkur, að ef rauntekjur hækka um 50 af hundraði, þá hækki heildar- neyzlan um 35%, en neyzla landbúnaðar- vara aðeins um 5 af hundraði. Ef athugaðar eru töflur um einka- neyzlu, sem birtust í síðasta hefti Fjár- málatíðinda, virðist fyrrnefnt lögmál sannast. Tölurnar ná yfir tímabilið frá 1957 til ársins 1967. Þar sést m. a., að árið 1957 er heildareinkaneyzla íslendinga 3.794,2 milljónir króna, þar af eru útgjöld fyrir matvörur 1.012,7 milljónir króna, sem nemur 26.7% af heildareinkaneyzl- unni. Árið 1967 er heildareinkaneyzlan 17.468,8 milljónir króna. Það sama ár eru útgjöld fyrir matvæli 3.888,7 milljónir króna eða aðeins 22,2 af hundraði einka- neyzlunnar. Þannig hefur hlutur matarneyzlu i heildareinkaneyzlu landsmanna lækkað um 4,5 af hundraði á þessum ellefu ár- um. Þó hafa ýmsir matarliðir hækkað verulega, og á ég þar einkum við inn- fluttan mat, ávexti, kaffi o. fl. meðan kartöfluneyzlan hefur staðið í stað. Neyzla á súpukjöti hefur meira að segja dregizt saman að magni til. Þannig mætti lengi telja, en þessi upptalning nægir okkur. Hinsvegar hafa neyzluliðir eins og skemmtanir, heimilishald, ferðalög, heilsuvernd, snyrting o. fl. hækkað veru- lega hlutfall sitt í einkaneyzlunni. Við getum því slegið föstu, að í hag- kerfi sem býr við nokkurn hagvöxt verð- ur eftirspurn eftir landbúnaðarvörum eftirbátur hinnar almennu virku eftir- spurnar í þjóðfélaginu. Ef nú verðhlut- fallið á ekki að versna til óhagræðis fyr- ir landbúnaðinn, má landbúnaðarfram- leiðslan ekki vaxa jafnört og önnur fram- leiðsla. Að vísu hefur landbúnaðarfram- leiðslan ekki vaxið nema um það bil 10% á tímabilinu 1960—1969 (1960 = 872,6 milljónir króna; 1969 = 951 millj. kr. á verðlagi ársins 1960), meðan aukning þjóðarframleiðslunnar nam 44 af hundr- aði. Afkastaaukning í landbúnaði er þó mun meiri en þetta. Bæði í iðnaði og sjávarútvegi hefur einnig orðið veruleg framleiðsluaukning, þó einkum í iðnaði. Tækniframfarir og hlutfallslega minnk- andi eftirspurn leiða til lækkandi verð- lags á landbúnaðarvörum. Ríkisaðgerðir í einhverri mynd eru því nauðsynlegar til að hindra örbirgð hjá þeim bændum sem ekki halda í við tækniþróunina. Það liggur því nokkuð ljóst fyrir, að með sömu framleiðsluaukningu í land- búnaði og í öðrum framleiðslugreinum er aðleiðingin að vinnuafl flýr sveitirnar — fer úr landbúnaði í aðrar framleiðslu- greinar. Þessi flótti er þeim mun meiri (að öðrum hlutum óbreyttum) sem af- kastaaukning landbúnaðarins er meiri. Þess vegna er það hagsmunamál fyrir bændur, að landbúnaðarframleiðslan minnki í stað þeirrar stefnu sem nú er framfylgt — að afköstin aukist enn. Nú verð ég að biðja fólk um að taka ekki orð mín þannig, að ég sé hér með einhvern óskalista um að skera niður bændur. Þvert á móti — og nú geri ég gildismat — vil ég ekki að þeim fækki, en óbreytt stefna í landbúnaðarmálum kallar á það. Sú hagfræðilega greining, sem ég gerði hér að framan, er alveg óháð minu mati á hlutverki bændastétt- arinnar. Samkvæmt ofangreindu má þvi segja, 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.