Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 24
Páll Sveinsson: Landgræðsla Áburðarflugvélin að störfum. Þau 64 ár, sem liðin eru síðan Sandgræðsla íslands, nú Land- græðsla ríkisins, hóf starfsemi sína, hefur yfir 90% af starfinu verið unnið á móbergs- eða eldfjallasvæðum, og fer ekki á milli mála hvern þátt eldfjöll- in eða eldsumbrotin eiga i eyð- ingu gróðurs og jarðvegs á ís- landi. Á 60 svæðum af 70, þar sem unnið hefur verið að heftingu uppblásturs, er undirstaða jarðvegsins vikur, aska og sand- ur, sem er að sjálfsögðu mjög fokgjarn vegna eðlis síns. Eins og að líkum lætur hefur aðal- starf Landgræðslunnar verið að hefta uppblástur, og fyrstu 40 árin — en það er hið far- sæla tímabil brautryðjandans, Gunnlaugs heitins Kristmunds- sonar — var allt hans starf baráttan við uppblásturinn i byggðum landsins, enda var þörfin þar mest. Með dugnaði og hagsýni en litlum fjárveit- ingum tókst Gunnlaugi að lyfta Grettistaki í starfi sinu. Með komu Runólfs heitins Sveinssonar sem sandgræðslu- stjóra hefst annar þáttur starfsins, þ. e. uppgræðsla ör- foka lands, sanda og mela. Þessi þáttur starfsins hefur stóraukizt hin seinni ár, ýmist á vegum Landgræðslunnar eða í samstarfi við einstaka bænd- ur og sveitarfélög. Má til sanns vegar færa, að ræktun á hluta af Skógasandi, Sólheimasandi og hinna víðáttumiklu túna Austur-Skaftfellinga hafi gjör- breytt búskaparháttum í við- komandi sveitarfélögum. Síðan 1955 hefur starfið að stórum hluta færzt inn á af- réttina, einkum í Þingeyjar- sýslum og nú síðustu árin í Ár- nes- og Rangárvallasýslum. Af þeirri reynslu, sem fengin er af heftingu uppblásturs og upp- græðslu örfoka lands svo og til- raunum dr. Sturlu Friðriksson- ar á hálendinu, má ljóst vera, að ekkert er því til fyrirstöðu að stöðva allan uppblástur á íslandi, þegar nægilegt fjár- magn fæst til þess. Fimmföidun Við teljum okkur þegar hafa næga reynslu og þekkingu til þess að framkvæma þetta verk. Það er með öðrum orðum sáð- vöru- og áburðarspursmál, sem þýðir stóraukna fjárveitingu til landgræðslu frá því sem nú er. Þrátt fyrir vaxandi dýrtíð mörg undanfarin ár hefur þró- unin orðið í stuttu máli þessi: Fyrstu 40 árin var landstærð innan sandgræðslugirðingar- innar um 40 þús. hektarar, en nú, 24 árum síðar, um 200 þús- und hektarar eða 2 þúsund fer- kílómetrar, og hefur hún því fimmfaldazt á síðastliðnum 24 árum. Ber hér tvennt til: aukn- ar fjárveitingar og þó sérstak- lega hagkvæmari vinnubrögð með tilkomu áburðarflugvélar- innar, því án hennar væri ó- kleift með öllu að græða upp stóran hluta af afréttum lands- ins. Það sem áður tók marga daga er nú framkvæmt á nokkrum mínútum. Sú nýjung var tekin upp við landgræðslu, á liðnu ári, að veita vatni úr Eystri-Rangá á uppblásturs- svæði Rangárvallaafréttar, og standa vonir til, að á þennan hátt muni takast að græða upp hundruð hektara af uppblást- urslandi, því vitað er, að raka- leysið víða á eldfjallasvæðinu kemur í veg fyrir að landið grói. Á vegum Landgræðslunnar hefur tekizt að bjarga heilum sveitum og kauptúnum frá því að verða uppblæstrinum að bráð, svo sem á Rangárvöllum, í Landsveit, Vík í Mýrdal, Kópaskeri, og ég hef litla trú á því, að Þorlákshöfn hefði byggzt upp, eins og raun ber vitni, án tilkomu Landgræðsl- unnar. Af framansögðu má ljóst vera, að gróður hefur stór- aukizt í byggðum landsins, og nú bætast við 2—3 þúsund hektarar árlega innan land- græðslusvæðanna, bæði í byggð og óbyggð og vegna aðstoðar sem Landgræðslan lætur í té við einstaka bændur og sveitar- félög. Má það furðu sæta, að sú skoðun skuli heyrast, að svo lengi sem ofbeit á sér stað „sé landgræðslustarfið unnið fyrir gýg“. Vaxandi skilningur Vitað er að ofbeit hefur átt sér stað á íslandi um ár og ald- ir, og eru til þess ýmsar ástæð- ur og jafnvel eðlilegar, sem verður ekki rakið hér, en því miður er enn í dag ofbeit á ýmsum svæðum, sem ekki er hægt að afsaka lengur og verð- ur að koma i veg fyrir. En þótt svo sé, þá er það furðulegt að halda því fram, að jafnvel meirihluti bænda sé enn í dag rányrkjubændur og jafnvel hirðingjar, því ræktunarbú- skapur hefur þegar hafið inn- reið sína í ýmsar greinar bú- skaparins. Það má ljóst vera að allt starf Landgræðslunnar hefur jafnframt verið gróðurvernd, þótt sá háttur hafi ekki verið lögfestur fyrr en 1965. Með komu áburðarflugvélar- innar 1948 var byrjað á að auka og bæta beitarlöndin, bæði í byggð og óbyggð, með áburðar- dreifingu í samvinnu við sveit- arfélögin. Á liðnu ári komst fyrst talsverður skriður á þessi mál, þar sem í Rangárþingi var einum afrétti lokað og hluta af öðrum, en sá þriðji er opinn fyrir sauðfé. Á þennan hátt á að fást allgóður samanburður á gróðurverndarmálum afrétt- anna í sýslunni. Samstarfið við sveitarfélögin hefur yfirleitt verið með ágætum, og skilning- ur bænda á gróðurvernd og auknum ræktunarbúskap fer vaxandi. Meðan sauðfé var í Gunnars- holti, voru nokkur hundruð hektara græddir upp af örfoka landi, án friðunar. Þessi tilraun sýndi, að landgræðsla og gróð- urvernd og sauðfjárbúskapur geta farið saman, ef rétt er á haldið, enda er það náttúru- lögmál: gróðurinn annarsveg- ar, hæfileg og skynsamleg nýt- ing hans hinsvegar. Frá upp- hafi hafa verið tengsl á milli Landgræðslunnar og Búnaðar- félags íslands, og með tilliti til aukinnar gróðurverndar ber að efla og styrkja þessi tengsl. Sér í lagi vegna þess að gróður- vernd er ekki framkvæmanleg á afréttum nema í nánu sam- starfi við bændur og samtök þeirra. Áhugi almennings, sem skap- azt hefur á landgræðslu al- mennt, er fyrst og fremst að þakka sigrum þeim, sem unnizt hafa í landgræðslu síðustu ára- tugina. Samtök einstaklinga og félaga, „Landvernd", hafa ver- ið studd af Landgræðslu rikis- ins frá stofnun þessara sam- taka. Þeir sem stjórnað hafa land- græðslumálunum frá upphafi hafa haft þann háttinn á að láta verkin tala. Áróður, sé hann byggður á raunsæi og heilbrigðri hugsun, er nauð- synlegur, en með áróðri einum saman grær landið ekki upp. íslendingar! Verum öll sam- taka i því að grasklæða landið, landið okkar! Páll Sveinsson. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.