Samvinnan - 01.04.1972, Side 24

Samvinnan - 01.04.1972, Side 24
Páll Sveinsson: Landgræðsla Áburðarflugvélin að störfum. Þau 64 ár, sem liðin eru síðan Sandgræðsla íslands, nú Land- græðsla ríkisins, hóf starfsemi sína, hefur yfir 90% af starfinu verið unnið á móbergs- eða eldfjallasvæðum, og fer ekki á milli mála hvern þátt eldfjöll- in eða eldsumbrotin eiga i eyð- ingu gróðurs og jarðvegs á ís- landi. Á 60 svæðum af 70, þar sem unnið hefur verið að heftingu uppblásturs, er undirstaða jarðvegsins vikur, aska og sand- ur, sem er að sjálfsögðu mjög fokgjarn vegna eðlis síns. Eins og að líkum lætur hefur aðal- starf Landgræðslunnar verið að hefta uppblástur, og fyrstu 40 árin — en það er hið far- sæla tímabil brautryðjandans, Gunnlaugs heitins Kristmunds- sonar — var allt hans starf baráttan við uppblásturinn i byggðum landsins, enda var þörfin þar mest. Með dugnaði og hagsýni en litlum fjárveit- ingum tókst Gunnlaugi að lyfta Grettistaki í starfi sinu. Með komu Runólfs heitins Sveinssonar sem sandgræðslu- stjóra hefst annar þáttur starfsins, þ. e. uppgræðsla ör- foka lands, sanda og mela. Þessi þáttur starfsins hefur stóraukizt hin seinni ár, ýmist á vegum Landgræðslunnar eða í samstarfi við einstaka bænd- ur og sveitarfélög. Má til sanns vegar færa, að ræktun á hluta af Skógasandi, Sólheimasandi og hinna víðáttumiklu túna Austur-Skaftfellinga hafi gjör- breytt búskaparháttum í við- komandi sveitarfélögum. Síðan 1955 hefur starfið að stórum hluta færzt inn á af- réttina, einkum í Þingeyjar- sýslum og nú síðustu árin í Ár- nes- og Rangárvallasýslum. Af þeirri reynslu, sem fengin er af heftingu uppblásturs og upp- græðslu örfoka lands svo og til- raunum dr. Sturlu Friðriksson- ar á hálendinu, má ljóst vera, að ekkert er því til fyrirstöðu að stöðva allan uppblástur á íslandi, þegar nægilegt fjár- magn fæst til þess. Fimmföidun Við teljum okkur þegar hafa næga reynslu og þekkingu til þess að framkvæma þetta verk. Það er með öðrum orðum sáð- vöru- og áburðarspursmál, sem þýðir stóraukna fjárveitingu til landgræðslu frá því sem nú er. Þrátt fyrir vaxandi dýrtíð mörg undanfarin ár hefur þró- unin orðið í stuttu máli þessi: Fyrstu 40 árin var landstærð innan sandgræðslugirðingar- innar um 40 þús. hektarar, en nú, 24 árum síðar, um 200 þús- und hektarar eða 2 þúsund fer- kílómetrar, og hefur hún því fimmfaldazt á síðastliðnum 24 árum. Ber hér tvennt til: aukn- ar fjárveitingar og þó sérstak- lega hagkvæmari vinnubrögð með tilkomu áburðarflugvélar- innar, því án hennar væri ó- kleift með öllu að græða upp stóran hluta af afréttum lands- ins. Það sem áður tók marga daga er nú framkvæmt á nokkrum mínútum. Sú nýjung var tekin upp við landgræðslu, á liðnu ári, að veita vatni úr Eystri-Rangá á uppblásturs- svæði Rangárvallaafréttar, og standa vonir til, að á þennan hátt muni takast að græða upp hundruð hektara af uppblást- urslandi, því vitað er, að raka- leysið víða á eldfjallasvæðinu kemur í veg fyrir að landið grói. Á vegum Landgræðslunnar hefur tekizt að bjarga heilum sveitum og kauptúnum frá því að verða uppblæstrinum að bráð, svo sem á Rangárvöllum, í Landsveit, Vík í Mýrdal, Kópaskeri, og ég hef litla trú á því, að Þorlákshöfn hefði byggzt upp, eins og raun ber vitni, án tilkomu Landgræðsl- unnar. Af framansögðu má ljóst vera, að gróður hefur stór- aukizt í byggðum landsins, og nú bætast við 2—3 þúsund hektarar árlega innan land- græðslusvæðanna, bæði í byggð og óbyggð og vegna aðstoðar sem Landgræðslan lætur í té við einstaka bændur og sveitar- félög. Má það furðu sæta, að sú skoðun skuli heyrast, að svo lengi sem ofbeit á sér stað „sé landgræðslustarfið unnið fyrir gýg“. Vaxandi skilningur Vitað er að ofbeit hefur átt sér stað á íslandi um ár og ald- ir, og eru til þess ýmsar ástæð- ur og jafnvel eðlilegar, sem verður ekki rakið hér, en því miður er enn í dag ofbeit á ýmsum svæðum, sem ekki er hægt að afsaka lengur og verð- ur að koma i veg fyrir. En þótt svo sé, þá er það furðulegt að halda því fram, að jafnvel meirihluti bænda sé enn í dag rányrkjubændur og jafnvel hirðingjar, því ræktunarbú- skapur hefur þegar hafið inn- reið sína í ýmsar greinar bú- skaparins. Það má ljóst vera að allt starf Landgræðslunnar hefur jafnframt verið gróðurvernd, þótt sá háttur hafi ekki verið lögfestur fyrr en 1965. Með komu áburðarflugvélar- innar 1948 var byrjað á að auka og bæta beitarlöndin, bæði í byggð og óbyggð, með áburðar- dreifingu í samvinnu við sveit- arfélögin. Á liðnu ári komst fyrst talsverður skriður á þessi mál, þar sem í Rangárþingi var einum afrétti lokað og hluta af öðrum, en sá þriðji er opinn fyrir sauðfé. Á þennan hátt á að fást allgóður samanburður á gróðurverndarmálum afrétt- anna í sýslunni. Samstarfið við sveitarfélögin hefur yfirleitt verið með ágætum, og skilning- ur bænda á gróðurvernd og auknum ræktunarbúskap fer vaxandi. Meðan sauðfé var í Gunnars- holti, voru nokkur hundruð hektara græddir upp af örfoka landi, án friðunar. Þessi tilraun sýndi, að landgræðsla og gróð- urvernd og sauðfjárbúskapur geta farið saman, ef rétt er á haldið, enda er það náttúru- lögmál: gróðurinn annarsveg- ar, hæfileg og skynsamleg nýt- ing hans hinsvegar. Frá upp- hafi hafa verið tengsl á milli Landgræðslunnar og Búnaðar- félags íslands, og með tilliti til aukinnar gróðurverndar ber að efla og styrkja þessi tengsl. Sér í lagi vegna þess að gróður- vernd er ekki framkvæmanleg á afréttum nema í nánu sam- starfi við bændur og samtök þeirra. Áhugi almennings, sem skap- azt hefur á landgræðslu al- mennt, er fyrst og fremst að þakka sigrum þeim, sem unnizt hafa í landgræðslu síðustu ára- tugina. Samtök einstaklinga og félaga, „Landvernd", hafa ver- ið studd af Landgræðslu rikis- ins frá stofnun þessara sam- taka. Þeir sem stjórnað hafa land- græðslumálunum frá upphafi hafa haft þann háttinn á að láta verkin tala. Áróður, sé hann byggður á raunsæi og heilbrigðri hugsun, er nauð- synlegur, en með áróðri einum saman grær landið ekki upp. íslendingar! Verum öll sam- taka i því að grasklæða landið, landið okkar! Páll Sveinsson. 24

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.