Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 38
Öllu skyldi umturnað, ekkert vera á sínum staS. íslandssögu brotiS blað, baslið eflt og fjármagnað. Laxá streymir flúðafríð fram um hraunið ár og síð, elfan helga hlær við hlíð, hún er Drottins listasmíð. Hólmar skarta skrýddir hvönn, skríða grænir undan fönn. Hvergi fegurð svona sönn sést úr mannheims villtri önn. Þarna ungir urriðar undu sér við gálufar. Þar sem Sjallinn* þeirra var þykkar risu stíflurnar. Þingeyingar þora allt, þeim er frelsið jarðarsalt, fylgja dómi klárt og kalt, kveiktu f sprengju, stíflan valt. Ottersted og árar hans yfir troða bændafans. Gráðugir í gúlaskans gleypa lamb hins snauða manns. *) Sjallinn er gælunafn um Sjálfstæðishúsið á Akureyri. Auðvaldssálir alræmdar, akureyrskar hámerar, Mammonssora mengaðar, meira þrá en fengið var. Er það kyn þótt úrvalsþjóð umhverfist og heimti blóð, þegar undir auðvaldsflóð á að leggja héruð góð? Þegar sterkan þrýtur rök, þykja sjálfsögð fantatök. Svo skal þeim sem verst í vök verða gefið allt að sök. Hátt skal stefnt og stækkað lið, stærri sprengjur, engin grið, engan samning, engan frið! Eitt skal þingeyskt sjónarmið. Meðan fram í lausaleik Laxá streymir frjáls og keik, una má við eldhúsreyk, ísköld hús og fífukveik. Þeir sem lifa laxi á lúta engum vestan frá. Sitthvað fleira mölva má meðan sprengja finnst í gjá. hefur verið bent á nokkrar leiðir1), sem sjálfsagt er að kanna til hlítar. Þær helztu eru: gufuvirkjanir í Mývatnssveit og víðar, virkjun Skjálfandafljóts við ís- hólsvatn og beizlun Jökulsár á Fjöllum, er fram líða stundir. Ennfremur væri ger- legt að hagnýta miðlungsfljót ýmis í Norðurþingeyjarsýslu til framleiðslu á rafmagni. Væri full þörf á þvi til þess að skapa þar grundvöll fyrir fjölþætt at- vinnulíf. Að endingu má virkja Laxá í smærri stíl en stórvirkjunarmenn hefur dreymt um. Hagstæðast er, að þessháttar virkjun yrði eins stór og verða má ánþess að valda stórfelldum náttúruspjöllum. Virkjun sú, sem kennd er við 24 metra stíflugarð og nefnd var sem málamiðlun í Laxárdeilunni, fullnægir þessum kröf- um að kalla. Virkjun þessi væri fólgin i eftirtöldum aðgerðum til þess að komast í gagnið: Stíflugarður 24 metrar á hæð yrði reist- ur fyrir mynni Laxárdals. Gerð stíflunn- ar ylli lónmyndun í ytri hluta dalsins. 1) Höfundur álftur, aö snúra aS sunnan sé Norðlend- ingum ósamboðin, og þessvegna er ekki minnzt á þann möguleika. Afturámóti yrði þetta lón óverulegt mið- að við þau ósköp, sem gert er ráð fyrir í Gljúfurversvirkjun. Má sjá það af því, að vatnið yrði einna dýpst um 3 m og ein- ungis örfáir km að lengd (sennilega inn- an við þrjá). Aðalnáttúruspjöll virkjunar af þessu tagi fælust í, að beitilönd færu lítillega undir vatn austan ár. Vestan hennar myndi flói einn, sem kenndur er við Birningsstaði, enda hluti þess býlis, sökkva. Flóinn er einhver sæmilegasti partur jarðarinnar, en þótt hann hyrfi, mætti eftir sem áður gera miklar jarðar- bætur á Birningsstöðum. Að sjálfsögðu yrði hann vel borgaður. Höfuðkostur miðlungsvirkjunar er eins- og áður gat, að hún veldur ekki náttúru- spjöllum svo að neinu nemi. Að þessu leyti yrði hún í anda samtímans um að ganga ekki of nærri náttúrunni og varð- veita hina lífrænu heild, sem í henni býr og allt lif byggist á, líka mannlíf. Aukþess stofnaði hún ekki afkomu sveitafólks í tvísýnu. Eins er trúlegt, að ákjósanlegir fiskræktarmöguleikar mynduðust í lóni hennar, því að það yrði svipaðrar dýptar og Mývatn; og ekki verður séð, að sú jöfnun á rennsli, sem fylgdi í kjölfar þessarar virkjunar, spilli laxarækt í Aðal- dal nema síður væri. Meginókostur miðlungsvirkjunar er, að hún fullnægir ekki orkuþörfinni eins lengi og stórvirkjun. Nýrra miða verður því að leita i raforkumálum fyrr en ella. Einnig hlýtur miðlungsvirkj un að vera tiltölulega dýrari en stórvirkjun, sé mið- að við rafmagn eitt saman, en alhliða eyðilegging kippir stoðum undan þeirri síðartöldu. IV. Laxárvirkjunarstjórn lék af sér, er hún hélt Gljúfurversvirkjun til streitu. Land- eigendur og fjölmargir aðilar aðrir mót- mæltu að vonum stórvirkjun, og ekkert varð úr henni af þeim sökum. Þingeyingar áttu nú leik. Þeim hafði óvænt hlotnazt mikið vald, en þeir beittu því til þess að viðhalda óbreyttu ástandi. Allir, sem það gera, hljóta að bíða lægri hlut, þegar til lengdar lætur og þörfin knýr á um breyt- ingar. Skynsamlegra hefði verið fyrir þá að sameinast um miðlungsvirkjun af þeirri stærð, sem hér hefur verið lýst, ef ákveðnum skilyrðum1) yrði fullnægt. Þau eru, að gengið yrði svo frá stiflunni og undirstöðum hennar, að aldrei væri hægt að bæta ofaná hana; að Suðurþingeyingar og Húsvíkingar fengju eignaraðild að virkjuninni og menn í stjórn hennar; að landeigendur ættu einn mann í virkjun- arstjórn; að Laxárvirkjun kostaði fisk- veg uppfyrir stíflu; að virkjunin stæði straum af upphækkuðum vegi um Laxár- dal og uppi Mývatnssveit; að virkjunin sleppti ákveðnum seyðafjölda árlega ofan og neðan stíflu. Barátta landeigenda gegn Gljúfurvers- virkjun og Suðurárveitu var hin þarfasta, sökum þess að mikil verðmæti voru í húfi. Hinsvegar fæ ég naumast séð, vegna hvers félag þetta hefir andskotazt á móti miðlungsvirkjun svipaðri þeirri, sem hér var lýst. Eftilvill er þar um að ræða ímyndaða eiginhagsmuni eða stolt ein- stakra forkólfa, nema hvorttveggja sé, og sjálfsagt geta virkjunarmenn lika verið drjúgir. Væri ekki þjóðráð að fram færi endurnýjun á forustuliði beggja deiluað- ila, þó ekki væri til annars en að skapa umræðugrundvöll? Loks þarf Félag land- eigenda ekki að skorta raunhæf úrlausn- arefni, þó að horfið yrði að skynsamlegri virkjun Laxár. Má i því sambandi benda á baráttu gegn nælonnetaveiði í Mývatni. Einnig kæmi til greina hreinsun vatnsins af slíkum netadruslum, sem hvorki mölur né ryð fá grandað, svo að fugl og fiskur drepist ekki unnvörpum að óþörfu. Auk- þess ber nauðsyn til að hafa gát á olíu- geymum, einkum ef þeir eru farnir að ryðga; að öðrum kosti kann að hljótast mengun af. Og ekki sakaði, þótt starfs- mönnum Kísiliðjunnar væru kenndar nokkrar undirstöðureglur í umgengni við fósturjörðina. Loks er þörf á að haga þéttbýlismynd- un einsog t. d. í Mývatnssveit þannig, að hún valdi ekki náttúruspjöllum. Til greina kemur og að friða viðkvæm svæði fyrir þéttbýli. Segja má, að skynsamlegri hagnýtingu Laxár til raforkuframleiðslu ljúki ekki fyrr en virkjun, sem miðast við 24 metra stíflu, taki til starfa. Sé gengið að þeim skilyrðum, er sett voru fram hér á undan sem grundvöllur slíkrar virkjunar, er hún bezta trygging landeigenda fyrir því, að misvitrir stjórnmálamenn og sérfræðing- ar stórspilli ekki vatnasvæði Laxár og Mývatns í náinni framtíð. 4 1) Eflaust hefur margt af því sem hér er bent á áður komið til tals, þótt höfundi þessa greinarkorns sé ekki fullkunnugt um það allt, enda oft um atriði almenns eðlis að ræða. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.