Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 55
bíósýningum, leiksýningum og almennum skemmtunum gengur sem kunnugt er til menningarmála). Menn hafa sumir hverj- ir verið stórorðir um heimtufrekju lista- manna og þá einkum rithöfunda, en þeim sömu orðhákum gleymist gjarna, að án sjálfstæðrar listrænnar sköpunarviðleitni koðnar menning þjóðarinnar niður og sál hennar þornar og skorpnar. Þó lengi hafi verið talið tilhlýðilegt og rétt, að lista- menn þjóðarinnar syltu að hætti Sigurð- ar Guðmundssonar málara og ynnu verk sín kauplaust á andvökunóttum að hætti Stephans G. og hans líka, þá er öldin önnur nú og vant að sjá, hversvegna þeir sem leggja á sig þrotlaust erfiði sköpun- „Vegna þeirrar fréttar er mér hefur borizt um óvæntan heiður í formi lista- mannalauna langar mig að taka fram eftirfarandi: Form þessarar úthlutunar og fram- kvæmd er með þeim hætti að heilbrigðu listalifi í landinu er vanvirða að. Frábið ég mér þvi alla þátttöku í þessum skrípa- leik. Jón Ásgeirsson." arinnar mega ekki njóta ávaxta betri tíma og lífskjara til jafns við aðra lands- menn. Til skammar Úthlutun listamannalauna er Alþingi og stjórnmálaflokkum landsins til hábor- innar skammar, en þessir aðilar virðast vera orðnir svo vanir allskyns ósóma, að á þeim bíti hvorki rök né skírskotun til heilbrigðrar skynsemi, velsæmis eða sið- gæðis. Það er því allt eins líklegt, að kerfið sem við búum við verði við lýði áfram, unz það verður sjálfdautt af sinum eigin kvillum. Ungir listamenn munu í „Undanfarin þrjú ár hefur starfsstyrkj- um verið úthlutað til listamanna, og kom- ið hafa fram tillögur um að veita lista- mannalaun eftir sams konar reglum. Ég teldi það spor í rétta átt, ef þessar tillög- ur næðu fram að ganga. Aftur á móti er núgildandi kerfi og framkvæmd þess svo heimskuleg, að ómögulegt er að líta á það sem alvarlega tilraun rikisvaldsins til að efla íslenzkt listalíf með almannafé. Þrátt fyrir mikla óánægju, bæði meðal listamanna og almennings, hefur gamla fyrirkomulagið haldizt. Nefndin er kosin út frá flokkspólitiskum sjónarmiðum og í henni sitja — og hafa setið — menn sem hvorki hafa vilja né tækifæri til að fylgj- ast með því sem er að gerast á sviði lista. Gamalmennasjónarmið hafa verið ríkj- andi, þannig að úthlutunin hefur litið út eins og elli- og raunabótastyrkir, en geng- ið fram hjá ungu listafólki, og þannig hef- ur óbeint verið stuðlað að stöðnun listar- innar í landinu. Ég get því ekki, samvizku minnar vegna, tekið á móti þeim listamannalaun- um sem mér voru veitt í ár og mun ég ekki taka við slíkum launum fyrr en nauðsynlegar breytingar hafa verið gerð- ar. Ég vil hvetja þá listamenn sem fengið hafa listamannalaun í ár til að hafna þeim og knýja þannig fram umbætur á þessu fáránlega fyrirkomulagi. Jón Gunnar Árnason." vaxandi mæli neita að taka þátt í skrípa- leiknum og þannig afhjúpa hann fyrir alþjóð. Þau merku tíðindi gerðust í fyrsta sinn við úthlutun listamannalauna í ár, að þrír ungir listamenn, tvö tónskáld og einn myndlistarmaður, höfnuðu smánar- peningum úthlutunarnefndar, á sama tíma og nokkrar lítilsigldar sálir úr Félagi íslenzkra rithöfunda þökkuðu ölmusuna klökkum huga í fyrrnefndum skopþætti sjónvarpsins. Framtak þremenninganna er talandi tákn nýs tíma og mun áreiðan- lega draga dilk á eftir sér. Til að festa mönnum enn betur í minni þennan merk- isatburð birtum við hér greinargerðir þre- menninganna fyrir höfnun sinni. 4 „Þeim listamannalaunum, sem mér hef- ur verið úthlutað, mun ég ekki taka á móti, enda ekki sótzt eftir þeim. Ástæður minar eru einkum þessar: 1. Ég er algjörlega andvígur listamanna- laununum í núverandi mynd og álít starfsstyrki raunhæfari aðstoð við skap- andi listamenn. 2. Það er sannfæring mín, að önnur sjónarmið en listrænt mat hafi ráðið störfum nefndarinnar. 3. Upphæð sú, sem átti að falla í minn hlut, bætir á engan hátt aðstöðu mína til listsköpunar. Hér er þvi um að ræða sóun á almannafé, þar eð styrkur þessi kemur ekki að tilætluðum notum. Ég vona að afstaða mín verði til að flýta fyrir nauðsynlegri endurskoðun á þessum málum. Atli Heimir Sveinsson.“ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.