Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 29
7/> AV
SAMVINNA
Sigurður Markússon:
Einfaldir hlutir
Þegar maður virðir fyrir sér ýmsa þá
lauka, sem fegurstir spretta í garði ís-
lenzkrar stjórnsýslu, þá hlýtur maður um
leið að furða sig á því að þau tvö orð, sem
greinarkorn þetta hefur að yfirskrift,
skuli ekki fyrir löngu brott fallin úr ís-
lenzku máli af brúkunarleysinu einu
saman.
Menn greinir ekki á um nauðsyn þess,
að lagður verði vegur yfir Skeiðarársand,
að keyptir verði 42 skuttogarar, að öll
frystihús landsins verði flísalögð, en
næsta nágrenni þeirra asfalterað, að
reynt sé að hefta uppblástur landsins, að
sveitarstjórnarmenn haldi lágmark fjór-
ar stórráðstefnur í Reykjavík á ári, að
komið verði í veg fyrir frekari mengun
lofts og lagar, að fallvötnin verði virkjuð,
ef ekki nyrðra, þá syðra; mætti svo lengi
fram halda upptalningu þeirra þjóðþrifa-
mála, sem enginn sæmilega greindur
maður leyfir sér að mæla í mót.
Hér tíðkast félög eins og hrossaræktar-
félög, skógræktarfélög, leikfélög, lestrar-
félög, félög til að gangast fyrir virkjun-
um, félög til að standa á móti virkjunum,
félög til þessa og félög til hins, þar sem
hinir ágætustu menn hafa svarizt í fóst-
bræðralag til þess að veita einhverju til-
teknu máli þann stuðning, er þeir telja
það verðskulda.
Mengun kerfisins
Mengun er hið mikla tízkuorð — menn
ræða um mengun í sjó og mengun í lofti,
og þeir sem eru félagslega sinnaðir tala
jafnvel um mengun hugans. En í öllu
mengunarmálæðinu hefur mönnum með
öllu sézt yfir þá tegund mengunar, sem
er allri annarri mengun verri, en það er
mengun kerfisins.
Mengun kerfisins lýsir sér í því, að hlut-
ir, sem í eðli sínu eru einfaldir og að-
gengilegir, eru gerðir flóknir og óaðgengi-
legir. Þess vegna er því beint til okkar
ágætu félagshyggjumanna, að til viðbót-
ar við öll hin félögin stofni þeir nú loks
það félag, sem of lengi hefur óstofnað
beðið síns tíma, en það er félag til að
gangast fyrir einföldun hlutanna. Þar er
á ferðinni málefni, sem hlýtur að eiga
vísan stuðning allra góðra manna ekki
síður en þau þjóðþrifamál, sem áður voru
upp talin.
Mengun kerfisins er illa áþreifanlegt
fyrirbæri. Hún læðist að manni eins og
kolsýringur í andrúmsloftinu. Hún slævir
getuna til skarprar hugsunar. Hennar
vegna hefur mörgu göfugu málefni verið
stefnt í tvísýnu og jafnvel í beinan voða.
Fyrir hennar tilverknað hefur margur
góður drengur eytt starfsævi sinni á ref-
ilstigum.
Mengun kerfisins er eins og sjúkdómur.
Fyrstu einkennin eru oft óglögg, og
stundum getur rétt meðhöndlun á byrj-
unarstigi náð að hefta frekari útbreiðslu.
En því miður er hitt algengara, að við-
námsþrekið slævist, strax eftir fyrstu sýk-
ingu, og þá er ekki að sökum að spyrja:
fyrr en varir er sjúkdómurinn kominn á
það stig, að ekki verður við neitt ráðið.
Mengun kerfisins má sjálfsagt skýr-
greina á ýmsa vegu. Mér virðist hún að
jafnaði lýsa sér í því, að settar eru reglur,
sem við nánari skoðun sýna sig að vera
illa eða ekki framkvæmanlegar. Sumpart
fá þær ekki staðizt vegna þess að þær
stríða á móti rökréttri hugsun og al-
mennri skynsemi, sumpart vegna þess að
á framkvæmd þeirra eru tæknilegir ann-
markar, sem mönnum hefur sézt yfir, er
reglurnar voru settar. Þá má nefna þær
reglur, sem leiða borgarann í þvilíka
freistni, að varla getur talizt forsvaran-
legt í kristilegu þjóðfélagi. Loks eru þær
reglur, sem varla eru til annars en að
hlæja að þeim, en valda allt um það sóun
á tíma og fjármunum borgaranna og þar
með þjóðhagslegu tjóni.
Mér virðist, að þá sé mest hætta á ferð-
um, þegar einn setur þær reglur, sem öðr-
um ber að fara eftir. Þess vegna held ég
að ekki leiki á tveim tungum, að mengun
kerfisins sé mun meira áberandi i opin-
berri og hálfopinberri stjórnsýslu heldur
en t. d. í þeirri stjórnsýslu atvinnulífsins,
sem snýr inn á við að því sjálfu. Það
þröngvar mönnum til skynsemi, þegar
erfitt er um vik að láta aðra súpa seyðið
af vitleysunni.
í gamalli enskri sögu segir frá konu, er
vildi ala börn sín vel upp, og hafði þá
jafnan að orðtaki: do not as I do, do as
I say — gerðu ekki eins og ég geri, gerðu
eins og ég segi. Oft virðist þetta vera
29