Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 14
undan jökulokinu, breiddust plönturnar út frá jökullausu svæðunum, en auk þess bárust út hingað fræ yfir hafið, ýmist með vindi, fuglum eða haf- straumum, og urðu nýtir borg- arar hins íslenzka gróðursam- félags. Meðal frumherjanna voru t. d. grös, starir, lyng, víð- ir, birki og ýmsar blómplöntur. Öll er þessi gróðurfarssaga skráð í mómýrunum með frjó- kornum þeirra plantna, sem hér uxu. Úr mýrasniðunum má einmitt með frjógreiningu lesa um gróðurfars- og loftslags- breytingar hér á landi á liðnum árþúsundum. Þegar loftslag tók að hlýna í ísaldarlokin hopuðu jöklar og þegar fyrir um 13.000 árum voru ýmis annes norðanlands orðin jökullaus. Síðan bráðnaði jökullinn mjög hratt í hlýn- andi loftslagi, og fyrir 8.000 ár- um var ísskjöldurinn mikli al- gerlega horfinn. Á þessu skeiði var að vísu mikill hluti lág- lendis undir sjó, enda hafði farg ísaldarjökulsins þrýst landinu mikið niður, en fyrir um 9.000 árum var sjávarstaða orðin svipuð og nú er. Hæstu fjörumörk eru nokkuð breyti- leg eftir landshlutum, hæst um 100 m yfir núverandi sjávar- máli sunnan lands en annars staðar víðast 40—50 m y. s. Á bráðnunarskeiði jökulsins þar til fyrir 8.000 árum, fylgdu jurtirnar í kjölfar hins bráðn- andi jökuls og festu rætur í lausum jökulruðningi, svo og á hinum forna sjávarbotni, en á honum er nú meginhluti allra byggðra bóla á íslandi. Fyrir 9.000 árum tók gróður mjög við sér, enda hlýnaði þá mjög í veðri. Birki breiddist skyndilega út um allt land og þakti fljótlega allt láglendi, nema blautustu mýrar og flóa. Á þessu skeiði varð neðra lurkalagið í mýrunum til (birki- skeiðið fyrra). Nokkru síðar jókst úrkoma mjög, svo að rakastig mýranna hækkaði og nýjar mýrar mynduðust, þar sem engar höfðu verið fyrir áð- ur. Birkið hörfaði þá úr mýr- unum um skeið (mýraskeiðið fyrra). Fyrir 5.000 árum minnkaði úrkoma, og breiddist þá birki- skógurinn út á ný og náði hærra til fjalls en áður eða a. m. k. upp í 600 m hæð. Þetta var langhlýjasti veðurfarskafl- inn frá ísaldarlokum. Meðal- árshitinn mun hafa verið um 2—3°C hærri en nú, sumur voru hlýrri og vetur styttri og mildari. Jöklar munu þá vart hafa verið til nema á hæstu fjöllum, svo sem á Öræfajökli. Vatns- og vindarof í móajarövegi austan Gullfoss. Örfoka melar og uröir eru einkennandi fyrir miðhálendið. Kerlingarfjöll í baksýn. AR HITASTIG / / SKEIÐ <0 9? r9 LANDNÁM MÝRASKEIÐIÐ SÍÐARA [ BIRKISKEIÐIÐ SÍÐARA 1 MÝRASKEIÐIÐ FYRRA L BIRKISKEIÐID FYRRA BUÐASTIG “ALLERÖD"-STIG ÁLFTANESSTIG Á þessu skeiði munu % hlutar landsins hafa verið grónir og helmingur vaxinn skógi og kjarri. Á þessu skeiði myndað- ist efra lurkalagið í mýrunum (birkiskeiðið síðara). Fyrir 2.500 árum versnaði loftslag skyndilega, hitastig lækkaði og úrkoma jókst. Tók þá að halla undan fæti fyrir birkiskóginum íslenzka. Há- fjallajöklar gengu fram, og stóru hjarnjöklarnir, svo sem Vatnajökull, tóku að myndast. Jöklar stækkuðu síðan smám saman og urðu stærstir á 19. öld (mýraskeiðið síðara). Skógunum og gróðri al- mennt hrakaði fremur fljótt, þegar áhrifa búsetunnar tók að gæta, enda fór loftslag versn- andi. Sum fjölbýl héruð, t. d. Húnaþing og Skagafjörður, urðu skóglaus þegar snemma á öldum. Orsakir þessarar miklu skógeyðingar eru þó margar, enda lagðist allt á sömu sveifina. Má þar til nefna að mikill viður fór til kolagerð- ar og vafalaust til smíða. Einn- ig munu landnámsmenn hafa brennt skóg og kjarr, og verið stórtækir, eins og viðarkolalög í jarðvegi í nágrenni bæja sýna. Beit, og þá einkum vetrarbeit, hefur og stuðlað að eyðingu skóga og gróðurs. í kjölfar skógeyðingar á fyrstu öldum íslandsbyggðar fylgdi jarðvegs- eyðing, enda graslendi við- kvæmara fyrir vatns- og vind- rofi en skóg- eða kjarrlendi. Þorleifur Einarsson. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.