Samvinnan - 01.04.1972, Síða 14

Samvinnan - 01.04.1972, Síða 14
undan jökulokinu, breiddust plönturnar út frá jökullausu svæðunum, en auk þess bárust út hingað fræ yfir hafið, ýmist með vindi, fuglum eða haf- straumum, og urðu nýtir borg- arar hins íslenzka gróðursam- félags. Meðal frumherjanna voru t. d. grös, starir, lyng, víð- ir, birki og ýmsar blómplöntur. Öll er þessi gróðurfarssaga skráð í mómýrunum með frjó- kornum þeirra plantna, sem hér uxu. Úr mýrasniðunum má einmitt með frjógreiningu lesa um gróðurfars- og loftslags- breytingar hér á landi á liðnum árþúsundum. Þegar loftslag tók að hlýna í ísaldarlokin hopuðu jöklar og þegar fyrir um 13.000 árum voru ýmis annes norðanlands orðin jökullaus. Síðan bráðnaði jökullinn mjög hratt í hlýn- andi loftslagi, og fyrir 8.000 ár- um var ísskjöldurinn mikli al- gerlega horfinn. Á þessu skeiði var að vísu mikill hluti lág- lendis undir sjó, enda hafði farg ísaldarjökulsins þrýst landinu mikið niður, en fyrir um 9.000 árum var sjávarstaða orðin svipuð og nú er. Hæstu fjörumörk eru nokkuð breyti- leg eftir landshlutum, hæst um 100 m yfir núverandi sjávar- máli sunnan lands en annars staðar víðast 40—50 m y. s. Á bráðnunarskeiði jökulsins þar til fyrir 8.000 árum, fylgdu jurtirnar í kjölfar hins bráðn- andi jökuls og festu rætur í lausum jökulruðningi, svo og á hinum forna sjávarbotni, en á honum er nú meginhluti allra byggðra bóla á íslandi. Fyrir 9.000 árum tók gróður mjög við sér, enda hlýnaði þá mjög í veðri. Birki breiddist skyndilega út um allt land og þakti fljótlega allt láglendi, nema blautustu mýrar og flóa. Á þessu skeiði varð neðra lurkalagið í mýrunum til (birki- skeiðið fyrra). Nokkru síðar jókst úrkoma mjög, svo að rakastig mýranna hækkaði og nýjar mýrar mynduðust, þar sem engar höfðu verið fyrir áð- ur. Birkið hörfaði þá úr mýr- unum um skeið (mýraskeiðið fyrra). Fyrir 5.000 árum minnkaði úrkoma, og breiddist þá birki- skógurinn út á ný og náði hærra til fjalls en áður eða a. m. k. upp í 600 m hæð. Þetta var langhlýjasti veðurfarskafl- inn frá ísaldarlokum. Meðal- árshitinn mun hafa verið um 2—3°C hærri en nú, sumur voru hlýrri og vetur styttri og mildari. Jöklar munu þá vart hafa verið til nema á hæstu fjöllum, svo sem á Öræfajökli. Vatns- og vindarof í móajarövegi austan Gullfoss. Örfoka melar og uröir eru einkennandi fyrir miðhálendið. Kerlingarfjöll í baksýn. AR HITASTIG / / SKEIÐ <0 9? r9 LANDNÁM MÝRASKEIÐIÐ SÍÐARA [ BIRKISKEIÐIÐ SÍÐARA 1 MÝRASKEIÐIÐ FYRRA L BIRKISKEIÐID FYRRA BUÐASTIG “ALLERÖD"-STIG ÁLFTANESSTIG Á þessu skeiði munu % hlutar landsins hafa verið grónir og helmingur vaxinn skógi og kjarri. Á þessu skeiði myndað- ist efra lurkalagið í mýrunum (birkiskeiðið síðara). Fyrir 2.500 árum versnaði loftslag skyndilega, hitastig lækkaði og úrkoma jókst. Tók þá að halla undan fæti fyrir birkiskóginum íslenzka. Há- fjallajöklar gengu fram, og stóru hjarnjöklarnir, svo sem Vatnajökull, tóku að myndast. Jöklar stækkuðu síðan smám saman og urðu stærstir á 19. öld (mýraskeiðið síðara). Skógunum og gróðri al- mennt hrakaði fremur fljótt, þegar áhrifa búsetunnar tók að gæta, enda fór loftslag versn- andi. Sum fjölbýl héruð, t. d. Húnaþing og Skagafjörður, urðu skóglaus þegar snemma á öldum. Orsakir þessarar miklu skógeyðingar eru þó margar, enda lagðist allt á sömu sveifina. Má þar til nefna að mikill viður fór til kolagerð- ar og vafalaust til smíða. Einn- ig munu landnámsmenn hafa brennt skóg og kjarr, og verið stórtækir, eins og viðarkolalög í jarðvegi í nágrenni bæja sýna. Beit, og þá einkum vetrarbeit, hefur og stuðlað að eyðingu skóga og gróðurs. í kjölfar skógeyðingar á fyrstu öldum íslandsbyggðar fylgdi jarðvegs- eyðing, enda graslendi við- kvæmara fyrir vatns- og vind- rofi en skóg- eða kjarrlendi. Þorleifur Einarsson. 14

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.