Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 16
viði vaxið milli fjalls og fjöru, skógareyðingin er þegar orðin áberandi. Hér verður ekki lofts- lagsbreytingu um kennt og ekki eldvirkni heldur, nema e. t. v. staðbundið, t. d. í A-Húna- vatnssýslu og Skagafirði í sam- bandi við Heklugosið mikla 1104. Við höfum nú rannsóknarað- ferðir, sem gera okkur kleift að tímasetja allnákvæmlega sögu gróðurfarsbreytingar og jarðvegseyðingar í landinu, einkum sögu uppblástursins. Frjógreining gerir okkur kleift að rekja gróðurfarsbreyting- arnar og með hjálp aldurs- ákvarðana gjósku (gosösku)- laga getum við fylgzt næsta ná- kvæmlega með jarðvegsþykkn- uninni, sem er mælikvarði á uppblásturinn. Því hraðari sem uppblástur er á einu svæði, því hraðar þykknar fokjarðvegur- inn á nærsvæðum. Með því að mæla jarðvegsþykktina milli hverra tveggja gjóskulaga, sem við vitum aldur á, er auðvelt að reikna út, hvað jarðvegs- þykknunin nam mörgum milli- metrum að meðaltali á ári á viðkomandi tímabili (2. mynd). Steinefnainnihald mýrajarð- vegs er einnig mælikvarði á uppblásturinn. Hvað hafa þá rannsóknir með ofangreindum aðferðum að segja um sögu jarðvegseyð- ingar á íslandi? í stuttu máli þetta: Alla tíð síðan kvarteru ísöld- Þykknun jarðvegs og rofbarðs- myndun á Þjórsárhrauni í Land- sveit. Bil milli beinna lína sýnir þykknun á 500 árum og gefur til kynna, að fram að landnámi hefur jarðvegsþykknunin verið tiltölu- lega hœg og jöfn, en miklu örari síðan vegna aukins áfoks, sem stafar af auknum uppblœstri. Örin sýnir stefnu uppblásturs og áfoks- vinds. í stormi og regni leitar sauðkindin skjóls undir moldarbörðum og þar leitar hún einnig skuggsœlis í sól- skini og hita. Með hornum og klaufum losar hún moldina í börðunum og flýtir þannig fyrir uppblœstri. Meiri uppblástursauki var þó sú aðferð mannkindarinn- ar, að rífa upp víðitágar úr mold- arbörðum, en tágarnar voru not- aðar til að riða körfur, höft á hesta o. fl. — Myndin tekin á Hauka- dalsheiði. Kind sést hálffalin við moldarbarðið. Ljósm.: Sig. Þórar- insson, 16. júlí 1961. Þegar Ferðabók Árna Magnússon- ar og Páls Vídalíns var saman tekin (jaröabókin fyrir Árnessýslu 1709) var land enn gróið að mestu frá Haukadalsheiði norður fyrir Sandvatn. Nú er þetta land gróð- urvana. — Mynd tekin af Hauka- dalsheiði. Jarlhettur í baksýn. — Ljósm.: Sig. Þór., 16. júlí 1961. inni lauk hafa verið hér meira og minna gróðurvana affoks- svæði, svo sem urðir og jökul- sandar með jöklurn fram, sandar með sjó fram, ung hraun, vikur og hálendisauðn- ir. Þegar hlýviðrisskeiði post- glaciala tímans lauk, fyrir um tveimur og hálfu árþúsundi, voru þessi gróðurvana svæði orðin mjög takmörkuð að flat- armáli, miðað við það sem nú er. Jöklar og ógrónir jökulsand- ar voru minni um sig en nú, gróðurmörk hærri og innlands hásléttan að mestu gróin. Þegar loftslag versnar stór- kostlega með byrjun norrænn- ar járnaldar, lækka gróður- mörk nokkuð og jarðvegseyð- ing færist í aukana — tvöfald- ast eða þar um bil — og er sú aukning næsta lítil í saman- burði við þá, sem verður um 900 e. Kr., því þá verður jarð- vegseyðingin brátt tíföld við það sem hún var á hlýviðris- skeiðinu (2. og 3. mynd). Og þannig heldur hún áfram allar götur til vorra daga, þó með aukningu á 18. og 19. og fyrri hluta 20. aldar. Hvað er það sem skeður um 900? Ekki er það loftslagsbreyt- ing til hins verra, ekki er það aukin eldvirkni. Það er búseta norrænna manna sem hefst, búseta byggð á kvikfjárrækt, byggð á rányrkj u í landi, sem fram til þessa var næstum hið eina gróðurlendi í allri veröld- inni án grasbíta, landi við- kvæms gróðurfars sem átti i vök að verjast þegar fyrir komu manna til landsins. Vafa- samt er að í nokkru öðru landi hafi jafnvæginu milli græðandi og gróðureyðandi afla verið raskað svo freklega af búsetu og búskaparháttum. Höfuðorsök jarðvegseyðing- arinnar er ágangur búfjár og eyðing skóga af manna völdum. Versnandi loftslag síðari alda á vafalaust einhvern þátt í aukinni jarðvegseyðingu á þeim öldum, en þar kom einn- ig til fjölgun búfjár, einkum á 19. og 20. öld, og athyglisvert er, að ekki minnkaði jarðvegs- eyðingin í heild framan af 20. öldinni þrátt fyrir batnandi veðurfar. Þó jókst gróður áber- andi á nokkrum landsvæðum á fjórða tug aldarinnar, á með- an þau voru fjárvana vegna mæðiveiki og annarra fjár- pesta, sem þá grasseruðu, og á síðustu áratugum hefur vax- andi ræktunarbúskapur dregið úr jarðvegseyðingu, þrátt fyrir kólnandi veðurfar. Vituð ér enn — eða hvat? Sigurður Þórarinsson. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.