Samvinnan - 01.04.1972, Síða 16

Samvinnan - 01.04.1972, Síða 16
viði vaxið milli fjalls og fjöru, skógareyðingin er þegar orðin áberandi. Hér verður ekki lofts- lagsbreytingu um kennt og ekki eldvirkni heldur, nema e. t. v. staðbundið, t. d. í A-Húna- vatnssýslu og Skagafirði í sam- bandi við Heklugosið mikla 1104. Við höfum nú rannsóknarað- ferðir, sem gera okkur kleift að tímasetja allnákvæmlega sögu gróðurfarsbreytingar og jarðvegseyðingar í landinu, einkum sögu uppblástursins. Frjógreining gerir okkur kleift að rekja gróðurfarsbreyting- arnar og með hjálp aldurs- ákvarðana gjósku (gosösku)- laga getum við fylgzt næsta ná- kvæmlega með jarðvegsþykkn- uninni, sem er mælikvarði á uppblásturinn. Því hraðari sem uppblástur er á einu svæði, því hraðar þykknar fokjarðvegur- inn á nærsvæðum. Með því að mæla jarðvegsþykktina milli hverra tveggja gjóskulaga, sem við vitum aldur á, er auðvelt að reikna út, hvað jarðvegs- þykknunin nam mörgum milli- metrum að meðaltali á ári á viðkomandi tímabili (2. mynd). Steinefnainnihald mýrajarð- vegs er einnig mælikvarði á uppblásturinn. Hvað hafa þá rannsóknir með ofangreindum aðferðum að segja um sögu jarðvegseyð- ingar á íslandi? í stuttu máli þetta: Alla tíð síðan kvarteru ísöld- Þykknun jarðvegs og rofbarðs- myndun á Þjórsárhrauni í Land- sveit. Bil milli beinna lína sýnir þykknun á 500 árum og gefur til kynna, að fram að landnámi hefur jarðvegsþykknunin verið tiltölu- lega hœg og jöfn, en miklu örari síðan vegna aukins áfoks, sem stafar af auknum uppblœstri. Örin sýnir stefnu uppblásturs og áfoks- vinds. í stormi og regni leitar sauðkindin skjóls undir moldarbörðum og þar leitar hún einnig skuggsœlis í sól- skini og hita. Með hornum og klaufum losar hún moldina í börðunum og flýtir þannig fyrir uppblœstri. Meiri uppblástursauki var þó sú aðferð mannkindarinn- ar, að rífa upp víðitágar úr mold- arbörðum, en tágarnar voru not- aðar til að riða körfur, höft á hesta o. fl. — Myndin tekin á Hauka- dalsheiði. Kind sést hálffalin við moldarbarðið. Ljósm.: Sig. Þórar- insson, 16. júlí 1961. Þegar Ferðabók Árna Magnússon- ar og Páls Vídalíns var saman tekin (jaröabókin fyrir Árnessýslu 1709) var land enn gróið að mestu frá Haukadalsheiði norður fyrir Sandvatn. Nú er þetta land gróð- urvana. — Mynd tekin af Hauka- dalsheiði. Jarlhettur í baksýn. — Ljósm.: Sig. Þór., 16. júlí 1961. inni lauk hafa verið hér meira og minna gróðurvana affoks- svæði, svo sem urðir og jökul- sandar með jöklurn fram, sandar með sjó fram, ung hraun, vikur og hálendisauðn- ir. Þegar hlýviðrisskeiði post- glaciala tímans lauk, fyrir um tveimur og hálfu árþúsundi, voru þessi gróðurvana svæði orðin mjög takmörkuð að flat- armáli, miðað við það sem nú er. Jöklar og ógrónir jökulsand- ar voru minni um sig en nú, gróðurmörk hærri og innlands hásléttan að mestu gróin. Þegar loftslag versnar stór- kostlega með byrjun norrænn- ar járnaldar, lækka gróður- mörk nokkuð og jarðvegseyð- ing færist í aukana — tvöfald- ast eða þar um bil — og er sú aukning næsta lítil í saman- burði við þá, sem verður um 900 e. Kr., því þá verður jarð- vegseyðingin brátt tíföld við það sem hún var á hlýviðris- skeiðinu (2. og 3. mynd). Og þannig heldur hún áfram allar götur til vorra daga, þó með aukningu á 18. og 19. og fyrri hluta 20. aldar. Hvað er það sem skeður um 900? Ekki er það loftslagsbreyt- ing til hins verra, ekki er það aukin eldvirkni. Það er búseta norrænna manna sem hefst, búseta byggð á kvikfjárrækt, byggð á rányrkj u í landi, sem fram til þessa var næstum hið eina gróðurlendi í allri veröld- inni án grasbíta, landi við- kvæms gróðurfars sem átti i vök að verjast þegar fyrir komu manna til landsins. Vafa- samt er að í nokkru öðru landi hafi jafnvæginu milli græðandi og gróðureyðandi afla verið raskað svo freklega af búsetu og búskaparháttum. Höfuðorsök jarðvegseyðing- arinnar er ágangur búfjár og eyðing skóga af manna völdum. Versnandi loftslag síðari alda á vafalaust einhvern þátt í aukinni jarðvegseyðingu á þeim öldum, en þar kom einn- ig til fjölgun búfjár, einkum á 19. og 20. öld, og athyglisvert er, að ekki minnkaði jarðvegs- eyðingin í heild framan af 20. öldinni þrátt fyrir batnandi veðurfar. Þó jókst gróður áber- andi á nokkrum landsvæðum á fjórða tug aldarinnar, á með- an þau voru fjárvana vegna mæðiveiki og annarra fjár- pesta, sem þá grasseruðu, og á síðustu áratugum hefur vax- andi ræktunarbúskapur dregið úr jarðvegseyðingu, þrátt fyrir kólnandi veðurfar. Vituð ér enn — eða hvat? Sigurður Þórarinsson. 16

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.