Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 22
Dr. Sturla Friðriksson: Verðmæti gróðurlendis og hófleg nýting þess 1< 300 m 300-600 m l> 600 m —I 100 km. Mikinn hluta þess lands, sem liggur undir 600 metrum, má hylja gróðri til nytja. ast, þ. e. a. s. í samræmi viS gróðurskilyrðin, því að þeir eru yfirleitt ekki bitnir að því marki, að valdi gróðurbreyt- ingu. Rýrnun landgæða Nú hafa rannsóknir leitt í ljós, að íslenzkir úthagar eru yfirleitt rýr beitilönd, og er lít- ill vafi á, að ein af orsökum þess er meiri beitarþungi en gróðurinn hefur þolað. Þessi rýrnun á beitargæðum landsins hefur ekki verið eins afdrifa- rík og sjálf gróður- og jarð- vegseyðingin, en hún hefur engu að síður dregið mjög úr afkomumöguleikum þjóðarinn- ar, sem hún býr enn að. Til þess að gefa nokkra tölu- lega hugmynd um hve mikil rýrnunin raunverulega er má nefna, að uppskera af botn- gróðri í skóglendum og blóm- lendum á svæðum, sem hafa verið hóflega beitt um langt skeið, er að jafnaði þrisvar sinnum meiri en af öðrum út- hagagróðurlendum, og beitar- þolið er að sama skapi meira. Þetta sýnir, hver landgæðin gætu verið, ef rétt væri að farið. Það á að nýta gróður lands- ins til þess, sem hann hentar bezt, og að því marki sem hann þolir. En það má aldrei nýta gróður umfram beitarþol. Rannsóknir á beitilöndum og nýtingu þeirra sýna hins vegar, að hér er gróður á tæplega helmingi landsins ofnýttur, en það svarar til um það bil 10 þús. ferkm. gróðurlendis. Á þessum svæðum liggur gróður undir skemmdum, rýrnar og eyðist smám saman, ef ekki verður að gert. Ógoldin skuld Það er erfitt að sanna töiu- lega, hvort má sín meira nú gróðureyðingin eða uppgræðsla af náttúrunnar og manna völd- um. Það er mitt persónulega álit, að enn sígi á ógæfuhlið- ina. En eiginlega skiptir það höfuðmáli, að menn geri sér ljóst, að enn á geysileg gróður- og jarðvegseyðing sér stað, og að ógoldin er skuld við landið, sem nemur 20—25 þús. ferkm. af landi, sem orðið hefur ör- foka, og þeirri gæðarýrnun gróðursins, sem hér hefur verið getið. Það er áreiðanlegt, að ekki næst viðunandi árangur í gróð- urvernd og landgræðslu, meðan veruleg ofbeit á sér stað í landinu. En við erum engan veginn á flæðiskeri staddir, því að með kostnaði, sem aðeins nemur um helmingi kostnaðar við túnræktun, má allt að því 10—15-falda beitarþol úthag- ans, samkvæmt niðurstöðum tilrauna frá síðari árum. Þessi kostnaður kann ef til vill að virðast mikill. En því má ekki gleyma, að hann er nauðsyn- legur til að tryggja búsetu í landinu, og allt bendir til þess, að hann muni skila sér aftur þegar á okkar tímum í meiri arðsemi af landbúnaði, sem rekinn er með hliðsjón af gróðurvernd. Ingvi Þorsteinsson. í nokkrum fyrri greinum hefur verið frá því skýrt, að gróðurþekja landsins hafi ver- ið víðlendari en hún er í dag. Er áætlað að jafnvel þrír fjórðu hlutar landsins hafi verið huld- ir nokkrum gróðri þegar skil- yrði voru bezt í byrjun járn- aldar, en við landnám hafi gróðri hrakað svo vegna kóln- andi loftslags, að ekki hafi ver- ið nema tæpur helmingur landsins gróinn eða jafnvel að- eins 40 þúsund ferkilómetrar. Vitað er, að ýmis umhverfis- áhrif ráða miklu um vöxt og viðkomu plantna, en menn greinir á um þátt hinna ein- stöku áhrifavalda umhverfis- ins. Við landnám kemur nýr aðili til sögunnar i hinn ís- lenzka lífheim eða vistarkerfi. Það er maðurinn og húsdýr hans. Búseta mannsins breytti fljótt gróðurfarinu. Skógurinn vék fyrir graslendinu, og það gekk enn á hið gróna land. Þó vakna spurningar um, hver þáttur sauðkindarinnar sé í eyðingu skóga og orsökum uppblásturs. Tilraunir sýna, að ekki finnst birkilauf í tuggu þess fjár, sem gengur að sumarlagi í skóg- lendi. Menn hafa bent á, að land grær upp á stöku stað þrátt fyrir beit, og þegar fjár- eign landsmanna var sem minnst á 18. og 19. öld þá mun uppblástur og eyðing lands hafa verið með mesta móti. Árið 1703 og í lok 18. aldar voru nautgripir milli 20 og 30 þúsund og sauðfé innan við 300 þúsund talsins, og var búfé því meira en helmingi færra í högum en það er nú í dag. Og samt gekk á gróðurinn og landið eyddist. Menn spyrja að vonum: Myndi land ekki einnig halda áfram að eyðast á okkar tím- um, þótt fækkað væri um 300 þúsund fjár í högum og ekkert annað væri að gert? Og svarið er sennilega jákvætt. Öll afskipti manns og hús- dýra af gróðurfari hafa víðtæk áhrif á vistkerfið. Það væri hins vegar fásinna að búa í landinu, án þess að hafa af því full afnot. Aðeins þarf að gæta þeirrar varúðar að sem bezt jafnvægi ríki ævinlega milli einstakra tegunda vistkerfisins. Hugsanlegar leiðir Ef landsmönnum fjölgar, þurfa þeir augljóslega meira viðurværi. Þá virðist hagstætt að auka búsmala og afla hon- um aukins fóðurs. Landsmönnum hefur tekizt að auka sauðfjáreignina í 7— 800 þúsundir fjár með því að rækta fóður. Sé reiknuð saman sumarbeit og vetrarfóður lætur 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.