Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 58
Til þess að maðurinn, í stað þess að hrærast í hringiðu persónulegra afla og vera háður duttlungum þeirra, geti fund- ið eitthvert hald og sjálfstæði, þá þarf hann að hugsa sér heiminn í kringum sig, náttúruna, sem eina lögbundna heild; hann þarf að eygja að baki þoku goð- sagnanna þann grundvöll, sem rökrænn skilningur náttúrunnar gæti byggt á, og þannig hefst heimspekileg hugsun með þvi í Grikklandi, að menn leita að hinni óumbreytanlegu, eilífu frumorsök hinna forgengilegu einstöku hluta, hinni svo- nefndu „arche“. En þó þessi frumorsök sé upphaflega stundum nefnd nafni ákveð- ins efnis, svo sem vatn, loft eða eldur, þá hefur þessi frumheimspekilega hugsun allt annað innihald en vísindaleg efnis- hyggja seinni tíma, því menn hafa ekki enn sett nein skýr mörk milli huglægs og hlutlægs veruleika, og hinn efnislegi heimur felur ávallt i sér eða tengist and- legum þætti, einhvers konar alheimsskyn- semi eða logos, sem ríkir jafnt yfir gangi náttúrunnar og yfir mannlegu siðferði, hugsun og breytni. Leit hinna forngrísku heimspekinga að frumorsök náttúrunnar er því eitthvað, sem nær inn á svið sið- fræðinnar, og þannig verður og stærð- fræðin þessum hugsuðum ekki tæki til hagnýtra vegana og mælinga, heldur leið til að lyfta huganum ofar hinu tilviljana- kennda til hins timalausa samræmis og skipulags, sem veruleikinn lýtur. Hinn forngríski heimspekingur verður því snemma maður, sem skilur sig í lifnaðarháttum frá almenningi, hinum mörgu eða „tois pollois", sem sóttust eftir stundlegum gæðum og blétu blautleg goð. Þannig verða og hinir svonefndu heim- spekiskólar fornaldarinnar ekki einungis fróðleikssetur eða lærdómsiðjuver eins og háskólar seinni tíma, heldur svipar þeim meir til þess, sem við mundum á vorum dögum kalla reglur, þar sem menn sameinast um að framfylgja einhverri ákveðinni lífsbreytni. Enda fór ekki hjá því, að viss spenna myndaðist milli þess- arar heimspekingastéttar og almennings, sem af fastheldni við gamla trú og venj- ur og af tortryggni hefur haft horn í síðu þeirra, eins og kemur fram bezt og eftirminnilegast í dauðadómi Aþeninga yfir Sókratesi. Svipað kemur og fram í andúð Rómverja á grískum menntum, og þótt grískri heimspeki takist um síðir að hasla sér völl í Róm meðal menntamanna, þá er það einkum í formi stóískrar nauð- hyggju, sem miðar að uppgjöf einstakl- ingsins gagnvart óhagganlegri rás heims- ins, eða epikúrískrar sérhyggju, sem bind- ur einstaklinginn við það að keppa að eigin vellíðan, en hvorug þessara kenn- inga er til þess fallin að stuðla að gagn- gerri heimspekilegri mótun hins róm- verska veldis, sem einkennist af yfir- drottnun og misrétti, byggðu á vopna- valdi, en á sér ekki andlegan bakhjarl nema í forheimspekilegum arfsögnum og á lítt skylt við hið útópíska riki, reist á heimspekilegri innsýn í hið sameigin- lega góða, sem grísku heimspekingarnir, þeir Platon og Aristóteles höfðu dregið upp mynd af. Hér koma einnig í ljós takmark- anir hinnar fornu heimspeki, henni tekst aldrei að ná til nema fárra og verður aldrei grundvöllur gagngerrar mótunar lífshátta og þjóðfélags, heldur einangrar hún einstaklinginn i sínu eigin lifi og ein- kennist æ meir af lífsflótta. Það verða því ekki hugmyndir hinnar fornu heimspeki, heldur trúarlegar hug- myndir kristindómsins, sem eiga lífsmátt til að ganga af heimsskoðun fornra heið- inna arfsagna dauðri og leysa þær af hólmi. Hann kemur upphaflega fram sem andheimspekileg kenning, sem gerir hina vitru að fíflum, en beinir máli sínu til hinna snauðu og ómenntuðu, því hug- myndir hans um sköpun úr engu, um upprisu og endurlausn samræmast lítt hinum fornu hugmyndum um guðlegan, skynsemi gæddan alheim eða kosmos og fasta rás hans, og með því að boða ríki, sem ekki er af þessum heimi, grefur hann undan hinni fornu bindingu manna við ríkið sem guðlega veru. En þegar kristin- dómurinn hefur haslað sér völl sem ver- aldlegt afl meðal hálfvilltra þjóða og þarf að standast samkeppni annarra trúar- bragða, hlýtur hann að sækja sér vopn í smiðju heimspekilegrar hugsunar, sem leitast við að skapa andlegt skipulag eða ordo í heimi þjóðfélagslegrar ringulreið- ar. Þá kemur fram söguheimspeki Ágúst- ínusar kirkjuföður, þar sem hugmyndin um ríki hinna sáluhólpnu, sem eru tengd- ir bandi trúarinnar, civitas Dei, er sett fram í stað hinnar fornu borgríkishug- sjónar. Og í viðleitni sinni til að skýra opinberuð sannindi trúarinnar með rök- um fornrar heimspeki vinna þessir kirkju- legu heimspekingar og hugtakasmiðir að því að samlaga hinn forna heimspekiarf kröfum tímans, en jafnframt stefna þess- ir miðaldalegu hugsuðir, eins og hinir fornu, að þeirri hugljómun, sem innsýn inn i ævarandi sannindi átti að veita. En með tilkomu borgaralegs þjóðfélags á nýöld verður staða heimspekinnar enn önnur; hún grundvallar og tengist vís- indalegri verkmenningu, þannig að hún verður sjálf vísindaleg, þ. e. ópersónuleg iðja, sem stendur í litlu sambandi við líf þess sem hugsar; hann stefnir ekki að hugljómun sjálfs sín, heldur skoðar heim- inn út frá hlutlausri almennri vitund. Heimspekingar þessa tímabils verða því í öllu æði harla ólíkir hinum fornu vitr- ingum; þeir eru ekki lengur menn, sem beita hugsuninni til að lifa fyllra og göf- ugra lífi, heldur dregst borgaraleg heim- speki nýaldar æ meir inn í lærdómsstarf- semi háskólanna, og verður þar fyrst og fremst vegur til akademísks og þjóðfé- lagslegs frama og frægðar þeim, er við hana fást. Samt er það á þessu tímabili, sem heim- spekin nær miklu almennari skírskotun en hún gerði í fornöld, því ekki aðeins hefur hin vísindalega afstaða nýaldar til náttúrunnar gert manninum kleift að ná valdi yfir henni, heldur rís og innan borg- aralegs þjóðfélags seinni tíma heimspeki, sem miðar að könnun mannlegrar sögu og tilveru, og það er á þeim grundvelli, sem heimspekin getur orðið prómeþeifsk- ur eldur eða leiðarljós til gagngerrar breytingar mannlegra lífs- og þjóðfélags- hátta. ♦ Leifur Jóelsson: JÚLÍMÁNUÐUR Ferðaskrifstofan Markmið og leiðir sér engan endi á hálum brautum sínum af hafi koma stálfuglar yfir kalda borg með heimfúsa sumarferðamenn í iðrum slyppir af forskrifuðum ævintýrum göngum við á ný til gamalkunnra starfa vetur fer í hönd leitar gamalla híða og við höfum hvorki séð miðnætursól né júlímánuð sem lifir í endurminningu annars sumars júlímánuð með fáeina dýrmæta sólskinsdaga þegar við neitum að ferðast f draumum rísum árla göngum þangað sem hugur okkar stefnir auðar göturnar framhjá grímunum sem stara uggvænlega úr búðargluggum júlímánuð þegar þjáningar okkar hljóta nýja merkingu og við gerum tímann að vopni okkar gefum honum svigrúm til að rísa í flóðbylgju og skola sorann burt úr borgunum júlímánuð í endurminningu annars sumars með hugmyndir eins og sápukúlur sem börn framleiða á dýrmætum sólskinsdögum svífa um óséðar af vegfarendum nálgast jörð springa við snertingu eða sundrast strax í loftinu júlímánuð með óstöðuga veðráttu og hverfula lukku vængjaðar hugmyndir, sápukúlur sem einstakar ná að berast á svifléttum vængjum Ijóma í litum regnbogans nokkur hraðfleyg augnablik í augum einhvers vegfaranda í endurminningu júlímánaðar annars sumars sem aldrei kemur tii baka. Hrafn Gunnlaugsson: DAGUR (Tileinkað skáldinu Degi Sigurðarsyni) sé trúfesta aðalsmerki snillingsins þarf huldukonan ekki að kvarta undan Iauslátum elskhuga gefur sig allan í örvita ást hræddur stoltur voldugur sprengir Ijóð úr sárri kviku slær leiftri i tréhausa og kveikir í skóginum að yrkja líf í bergþussa og steinrunnin tröll að drekka við sleitur með stjörnunum í hugljúfri djöfulmóðu í Ijóði í undrun í einlægni 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.