Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 34
Hjalti Kristgeirsson: Matvöruverzlun og skattaeftirlit i Reykjavik f tilefni af því, að nú hafa ný skattalög verið samþykkt, langar mig til að koma þeirri skoðun á framfæri, að til þessa hafi eftirlit með ýmsum atvinnurekstri hér á landi verið alltof slælegt og skatta- yfirvöld gert of mikið af því að taka reikningsskil fyrirtækja sem góða og gilda vöru. Einkum held ég að kaupsýslumenn búi við óeðlilega miklar freistingar á þessu sviði. Þar nægir að skila efnahags- og rekstrarreikningum formlega af- stemmdum. Samræmt reikningakerfi er ekkert til, og eftirlitsmenn hins opinbera sannreyna ekki niðurstöður vörutalning- ar eða sjóðsuppgjörs, né heldur kanna þeir bankareikninga eða verðbréf. Ég held að hér væri full þörf um að bæta, og byggi þá skoðun mína að nokkru á nið- urstöðum nefndar, sem starfaði á vegum viðskiptamálaráðherra árin 1968—1970 að rannsókn á ýmsum atriðum varðandi verzlun, vörudreifingu og verðlagningu. Nefnd þessi, kölluð Verzlunarmálanefnd, skipuð fulltrúum ýmissa hagsmunasam- taka, átti raunar að hafa mjög víðtækt verksvið, en vegna þess hve kaupsýslu- menn voru almennt ósamvinnuþýðir, þrengdist fljótlega það svið, sem nefndin treysti sér til að rannsaka, og fór svo að lokum, að skýrsla hennar nær í meginat- riðum aðeins yfir matvöruverzlun í Reykjavík 1967. Kom berlega í ljós, að kaupmannastéttin er fjarska óvön því, að opinberir aðilar grennslist fyrir um hagi hennar, og hefur ímugust á slíkum af- skiptum. Til vitnis um þetta er eftirfar- andi athugasemd í skýrslu Verzlunar- málanefndar: „mjög varð vart vantrúar margra kaupmanna, að athugunin myndi auka skilning á gildi verzlunarinnar og vandamálum hennar“. Þeir sem svo láta fella að sjálfsögðu á sig grun um það, að þeir búi yfir einhverju sem ekki þoli dagsins Ijós. Búizt hafði verið við, að Verzlunarmálanefnd gæti tekið hið for- vitnilega svið heildverzlunarinnar til at- hugunar, en það brást með öllu. Ekki reyndist unnt að fá aðgang að heildsölu- fyrirtækjum, og það þótt í nefndinni sæti einkar traustvekj andi fulltrúi af hálfu samtaka þeirra. Tvær tegundir verzlana Verzlunarmálanefnd fékk sérfræðing til að kanna afkomu nokkurra matvöru- verzlana í smásölu miðað við árið 1967. Alls voru 20 fyrirtæki inni í athugun þessari. Samvinna við þau var ekki snurðulaus, en vandræðalaus að kalla. Út- reikningar á rekstrarafkomu voru byggð- ir á upplýsingum teknum úr efnahags- og rekstrarreikningum fyrirtækja, framlögð- um til skattauppgjörs. Um þetta segir svo í skýrslu nefndarinnar: „Útreikningar þessir eru því sömu annmörkum háðir og skattframtöl fyrirtækja eru almennt talin hafa við hagskýrslugerð, með þeim mismun þó, sem stafar af endurmetnum kostnaðarliðum“. Vænti ég að allir geri sér ljóst, hvað þessi fyrirvari þýðir, en það skýrist þó betur síðar í máli mínu. Af þeim 20 fyrirtækjum, sem nefndin tók til athugunar, voru 15 í Reykjavík. 10 þeirra voru smáar matvöruverzlanir, en 5 voru stórfyrirtæki, þeirra á meðal keðjuverzlanir einsog Silli og Valdi, Slát- urfélagið og KRON. Mestu verðleikar skýrslunnar eru að minni hyggju fólgnir í ýtarlegum samanburði á þessum tveim tegundum verzlana. Þar er ekki um stærðarmun einan að ræða, heldur eðlis- mun. Minni fyrirtækin hafa aðeins einn sölustað hvert um sig, en þau stærri hafa yfirleitt marga sölustaði. Hjá þeim er ekki heldur um það að ræða, að eigendur standi sjálfir við hlið starfsfólks síns við afgreiðslu eða önnur störf, og helgast það af eignarformum eða öðrum aðstæðum eigendanna. Samkvæmt því sem oft heyrist látið í veðri vaka, ætti að vera betri afkoma í smáu fyrirtækjunum, þar sem eigandi tekur sjálfur þátt i störfunum og hefur vakandi auga með öllu. Staðfestir skýrsl- an þessa almennu trú? Því fer fjarri. Sala á hvern sölustað nemur um 6 milljónum króna hjá smærri fyrirtækjunum, en um 9 milljónum hjá þeim stærri eða nálega 50% meiri. Hins vegar helzt vörunotkun- in ekki í hendur við þennan stærðarmun; hún er tiltölulega meiri hjá smærri fyr- irtækjunum; og þegar við það bætist, að ýmsir aðrir kostnaðarliðir en vörunotkun eru einnig hærri hjá smærri fyrirtækjun- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.