Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 53

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 53
Sigurður A. Magnússon: Mammon og menningin í grein um vinstristjórn og vinstrasam- starf i 5. hefti Samvinnunnar 1971 lét ég í ljós undrun og ugg yfir því menningar- lega sinnuleysi, sem lýsti sér í fáorðum yfirlýsingum stjórnarsáttmálans um menningarmál, og taldi að fyrsti próf- steinninn á raunverulega stefnu stjórnar- flokkanna í menningarmálum yrði val manna i þingkjörin ráð og nefndir sem beinlínis fara með menningarmál, þ. e. a. s. útvarpsráð, menntamálaráð og úthlut- unarnefnd listamannalauna. Fór sem mig uggði, að stefnuleysi stjórnarflokkanna í menningarmálum væri ekki nein slysni eða tilviljun, heldur beinlínis yfirlýst stefna þeirra. Það átti semsé hvað sem tautaði og raulaði að fylgja sem fastast þeirri menningar- stefnu sem viðreisnarstjórnin markaði. Þetta kom berlega fram í kosningum til beggja ráða og úthlutunarnefndar, þar sem endurnýjun varð sama og engin. Eini flokkurinn sem skipti um menn alstaðar var Alþýðubandalagið, en í einu tilviki var raunar einungis um að ræða tilfærslu fulltrúa frá einu ráði til annars, sem var furðuleg skopmynd af því tilfærslukerfi sem flokkurinn tók upp á sínum tíma. Framsóknarflokkurinn hélt fast við gömlu stefnuna, nema hvað hann skipti um fulltrúa sína í útvarpsráði, þó þannig að annar þeirra hafði lengi verið varamaður og gegnt fulltrúastörfum í ráðinu um langt skeið. Flokkurinn virti að vettugi þau tilmæli menntamálaráðherra að kjósa ekki í útvarpsráð ritstjóra dag- blaða, heldur kaus í ráðið einn af mörg- um ritstjórum „Tímans“ sem aukþess er varaþingmaður flokksins. Gömlu regluna um pólitísku varðhundana í útvarpsráði mátti semsagt ekki leggja fyrir róða. Og er þá komið að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, sem boðað höfðu nýtt siðgæði og nýja starfshætti í stjórnmála- lífinu. Þau kusu í útvarpsráð flokksbund- inn krata og sýndu þar lofsvert frjálslyndi og framtak sem gjarna hefði mátt koma fram víðar. Var raunar eðlilegt að ætla að þessi ráðabreytni væri til marks um ný vinnubrögð, en því var ekki að heilsa. Kjörið í útvarpsráð reyndist undantekn- ing fremur en regla. í formannsstöðu menntamálaráðs létu Samtökin sér sæma að kjósa pólitíkus, varaþingmann og for- mann flokksfélagsins í Reykjavík. f út- hlutunarnefnd listamannalauna kusu þau aldurhniginn klerk vestur á fjörðum, sem hlýtur að eiga ákaflega erfitt með að fylgjast með listalífi í landinu, hvað sem hann kann annars að hafa til brunns að bera. Um stjórnarandstöðuflokkana þarf ekki að fjöiyrða; þeir sýndu sömu ásjónur og fyrr, nema hvað Sjálfstæðisflokkurinn setti nýjan mann í annað tveggja sæta sinna í útvarpsráði og menntamálaráði og Alþýðuflokkurinn skipti um mann í útvarpsráði. Niðurstaða þessara kosninga varð því sú, að í menningarmálum ætlaði vinstri- stjórnin og aðstandendur hennar að láta reka á reiðanum héreftir sem hingaðtil og vera helzt ennþá íhaldssamari en við- reisnarstjórnin sálaða. Úthlutun llstamannafjár Þetta sannaðist enn frekar við úthlut- un listamannafjár í febrúarmánuði, því hún bar vitni grímulausara menningar- legu afturhaldi en dæmi eru til um ára- bil, og hafa þó aðfarir úthlutunarnefnd- ar oft verið kostulegar. í ár keyrði jafn- vel svo um þverbak, að sjálfur Helgi Sæm- undsson fékk ekki orða bundizt og taldi að myndazt hefði greinilegur meirihluti i úthlutunarnefndinni, og verða ummæli hans ekki skilin á annan veg en þann, að’ afturhaldsöflin í nefndinni hafi tekið höndum saman gegn frjálslyndu öflunum með þeim afleiðingum sem úthlutunin ber svo mælskan vott um. Afstaða og ummæli Helga Sæmundssonar eru þeim mun for- vitnilegri sem hann hefur í heila tvo ára- tugi átt ríkan þátt i að móta öll störf og stefnu nefndarinnar, enda verið formað- ur hennar lengstaf. Má segja að þá sé skörin tekin að færast uppí bekkinn, þeg- ar honum þykir íhaldssemi meirihlutans keyra úr hófi fram. í alræmdum skopþætti í sjónvarpinu á hlaupársdag, þar sem sex af sjö úthlut- unarnefndarmönnum og fulltrúar hinna ýmsu listgreina leiddu saman hesta sína, urðu allmiklar væringar, sem sjónvarps- áhorfendum virðast hafa fallið misjafn- lega í geð, enda varla við þvi að búast, að þeir áttuðu sig á, hvað var i rauninni á seyði. Þessir þættir eru þannig úr garði gerðir, að þeir sem á palli sitja eiga þess kost að skýra sín sjónarmið í þaula og verja hendur sínar að vild, en „spyrlarn- ir“ útí sal fá að varpa fram einni og einni spurningu á stangli, en eiga þess aldrei kost að skýra sín sjónarmið til neinnar hlítar eða fá orðið þegar mikið liggur við, enda vakir alls ekki fyrir stjórnanda þáttarins að brjóta málin til mergjar, heldur einungis að búa til fjörlegan skemmtiþátt, gott „show“ uppá amerísk- an máta, er sé sem efnisrýrast og létt- meltast. Þráttfyrir þessa augljósu ann- marka komu fram í þessum þætti að minnstakosti tvö atriði, sem vert er að staldra við. ÚthlutunarnefncL listamannalauna, frá vinstri: Magnús ÞórSarson starfsmaður NATO, Hjörtur Kristmundsson skólastjóri, séra Jöhannes Pálma- son, Halldór Kristjánsson bóndi, Helgi Sœmundsson starfsmaður Menningarsjóðs, Sverrir Hólmarsson menntaskólakennari og Andrés Kristjáns- son ritstjóri. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.