Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.04.1972, Blaðsíða 25
Snorri Sigurðsson: í landgræðslu í fyrrihluta þessa greina- flokks eru raktar orsakir til hinnar geigvænlegu gróður- og jarðvegseyðingar hér álandi.Úr því að hinar upphaflegu orsakir landspjalla eru í aðalatriðum kunnar, hlýtur það að vera starf okkar, sem land þetta byggjum, að ráða bót á eyðing- unni, stöðva hana og jafn- framt finna nýjar leiðir til að vinna aftur og bæta eydd og gróðurvana lönd. Eigi okkur að takast þetta, verðum við að meta allar aðstæður, eins og þær eru nú og byggja á því, sem við vitum um gróðursögu landsins og gróðurskilyrði. Ljóst er, að frá ísaldarlokum fram að landnámi gat gróður óhindrað breiðzt út, þar sem einhver lífsskilyrði voru, og sennilegt er að þá hafi stærð gróins lands verið a. m. k. tvö- falt meiri en nú er. Þá munu skógar og kjörr hafa hulið mestan hluta landsins, að und- anteknum mýrum og háfjöll- um. Jarðvegsmyndun hér á landi er sérstæð. Á stórum hluta landsins er fokjarðvegur, sem hefur þann ókost að hverfa á sama hátt og hann kom, þ. e. a. s. útí veður og vind, hlífi hon- um ekki gróður. Síðan land byggðist, verður versnandi veðurfari eða elds- umbrotum ekki nema að litlu leyti kennt um hnignandi gróð- urfar og uppblástur jarðvegs, heldur búsetu manna í landinu. Friðun skógarleifa í þessu, sem hér hefur verið nefnt, er að finna orsakasam- hengið milli hnignunar birki- skóganna, annars jarðargróð- urs og eyðingar jarðvegs. Vegna þessa er það svo ljóst sem verða má, að eitt af því fyrsta, sem gera þurfti til þess að sporna á móti frekari gróður- og jarðvegseyðingu, var að friða það kjarr- og skóglendi, sem enn var í landinu. Að þessu hefur reyndar verið unnið. Allt frá 1907, eða frá setningu skóg- ræktarlaganna sem kveða á um friðun og meðferð skógargróð- urs, hefur friðun skóglenda verið eitt af hlutverkum Skóg- ræktarinnar. Skömmu eftir að lög þessi tóku gildi, var hafizt handa um að friða álitlegustu skógarleifarnar, svo sem Hall- ormsstaðarskóg og Vaglaskóg. Síðan hafa önnur skóg- og kjarrlendi fylgt á eftir. Friðun skógarleifa hefur yf- irleitt borið góðan árangur. Víða eru nú að vaxa upp birki- skógar, sjálfsánir eða af rótar- skotum, og án þeirrar friðunar og umhirðu, sem sum skóglendi hafa fengið, væru þau nú svip- ur hjá sjón eða með öllu horfin. Fullyrða má, að með þessum friðunaraðgerðum hefjist nátt- úruvernd hér á landi. Enda þótt tekizt hafi að bjarga fáeinum álitlegum skóg- lendum, er það nú einu sinni svo, að enn er ófriðaður mest- ur hluti þess skógargróðurs, sem í landinu er. Og það, sem alvarlegast er, að enn er það látið líðast að búfé gangi svo nærri skógargróðri, að til ör- traðar horfi. Dæmi um þetta má víða finna svo sem í Grafn- ingi og Laugardal, en þar má sjá gróðri hraka ár frá ári. Þessi þróun gefur vissulega til- efni til gagnrýni á þá aðila, sem lögum samkvæmt eiga að gæta þess, að ekki sé gengið svo nálægt gróðri að landkost- um sé spillt. í þessum efnum virðist margt síga á ógæfuhlið, en þyngst vegur ábyrgðarleysi landeigenda og fjárskortur til friðunaraðgerða, og eru þetta meginorsakirnar fyrir því, að ekki hefur tekizt að friða fleiri skógarleifar en raun ber vitni. Skóggræðslan Við friðun skóglenda hefur skýrt komið i ljós, að það eru ekki bara trén, sem njóta góðs af friðuninni og taka út vöxt og þroska, heldur verða einnig margskonar breytingar til bóta á öllum undirgróðri skógarins, af því að jarðvegurinn endur- heimtir frjósemi sína. Þetta á sér einnig stað á skóglausu landi, þar sem gróður er hóf- lega nýttur. Ingvi Þorsteinsson getur þess í grein hér að fram- an, að gróskan sé nær 3 sinnum meiri í skóglendi en utan þess, og kemur það vel heirn við aðr- ar athuganir. Þetta sýnir jafn- framt, að jarðvegurinn er við- kvæmur fyrir fleiru en vindum og vatni. Náttúran hefur verið að byggja hann upp í 10 þús- und ár, allt frá ísöld, en menn- irnir geta eytt honum á nokkr- um öldum eða áratugum. Og það er ekki á þeirra færi að búa til frjóan jarðveg á fáum árum, jafnvel þótt stuðzt sé við tilbúinn áburð. Rétt er að geta þess, að mest- ur hluti þess lands, sem Skóg- ræktin hefur látið girða, er ekki vaxinn skógargróðri. Á því er að finna bersvæði, misjafnlega vel gróin og jafnvel örfoka. í sumum tilvikum hefur verið byggt á sjálfgræðslu á slíku landi, en þar sem hún tekur jafnan langan tíma, hefur ýmsum ráðum verið beitt til að flýta fyrir endurgræðslunni. Grasfræi og lúpínu hefur verið sáð í mela, moldir og rofabörð, og þar sem ekki stafar hætta af holklaka hefur ýmsum harðgerum og nægjusömum trjágróðri verið plantað, svo sem birki, fjallafuru og lerki. Fáar hliðstæður Læt ég nú útrætt um þennan þátt skóggræðslunnar, en sný mér að öðrum þætti ekki ó- merkari, en það er innflutn- ingur og ræktun erlendra trjá- tegunda og annars þess gróð- urs, sem líklegur er til að koma að gagni við endurgræðslu landsins. Flestir eru nú á einu máli um, að einangrun landsins hafi fyrst og fremst komið í veg fyr- ir að plöntur bærust hingað af sjálfsdáðum svo nokkru næmi. Því megum við hafa það fyrir satt, að hávaðinn af hinni ís- lenzku flóru er vaxinn upp af þeim tegundum plantna, sem lifðu af fimbulvetur ísald- anna. Tegundafæð íslenzka gróðurríkisins á sér af þessum sökum fáar hliðstæður. Sé flóra landsins borin sam- an við gróðurfar í löndum þeim, sem búa við lík vaxtarskilyrði og hér eru, kemur i ljós, að teg- undir æðri plantna þar eru allt að því tvisvar til þrisvar sinn- um fleiri en hér á landi. Af þessu má draga þá ályktun, að gróðurfar landsins í dag gefi ekki rétta mynd af vaxtarskil- yrðum þess. Erlendar trjátegundir Með hliðsjón af þessu hefur Skógræktin frá upphafi staðið fyrir innflutningi og ræktun erlendra trjátegunda og ann- ars gróðurs, sem líklegur er til að ná eðlilegum þroska í ís- lenzkri jörð. Um aldamótin og næstu ár þar á eftir voru fyrstu tilraunirnar gerðar, og hafa þær staðið síðan með nokkrum hléum. Innflutningur fræs og plantna er bæði vandasamt verk og seinunnið. Leita þarf fanga um fræöflun erlendis, í strjálbýlum landshlutum, svo sem nyrztu héruðum Skandi- navíu, Rússlands og á suður- strönd Alaska, ásamt ýmsum Birkigróður í Mörkinni á Hallormsstað. Þegar Mörkin var friðuð 1905, voru þar aðeins birkirunnar á stangli og einstaka gömul birkitré. Nú er þar vöxtulegur birkigróður. Ljósm.: H.B. 1971. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.