Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 25
ANDVAM
BIBLÍAN, KIRKJAN OG VÍSINDIN
23
til þess að benda á þá auðsæju cn sígleymdu staðreynd að það er annað en
náttúrufræði.
Það er jafnóskylt náttúrufræði og sonnetta eftir Jónas eða fuga eftir Bach.
Mannsandinn tjáir sig ekki á einn veg alls staðar. Tjáningu þeirrar
skynjunar og túlkun þeirrar vitundar, sem verið er að koma á framfæri í
Biblíunni, er fremur að líkja við það, þegar skáldið talar sitt óraunhæfa en
djúpvísa mál, en þegar vísindamaður skrásetur raunreyndir náttúrufræðilegra
rannsókna. Spámaðurinn innblásni, sem færði í letur óðinn um upphaf heims
og manns, sem skráður er á fyrsta blaði Biblíunnar, ætlaði sér ekki og var
ekki ætlað að kenna náttúrufræði. En hann segir dálítið mikilvægt og sístætt
um það, sem er á bak við náttúruna og líf mannsins. Og það er að minnsta
hosti eins fávíslegt að leggja náttúrufræðilegt mat á það, bæði búning og
efni, eins og á kvæði Jónasar. Slikt er „metabasis eis allo genos“, eins og
Grikkirnir gömlu sögðu, það er að svara ,,í axarskaft".
VII.
Það var sérstaklega á ofanverðri síðustu öld og í byrjun þessarar aldar,
^ð deilt var um vísindaleg efni af trúarlegum hita. Hitinn í þeim umræðum
stafaði í rauninni af því, að tvennum trúarbrögðum lenti saman, ekki trú og
visindum. Hvatvísir trúboðar efnishyggju og natúralisma hentu á lofti hverja
röksemd, sem þeim virtist hnekkja sannleiksgildi Biblíunnar, og skammsýnir
málssvarar trúarinnar létu þá hasla sér völl og skipuðu sér í vonlausri stöðu
dl varnar sjónarmiðum, sem voru í rauninni algerlega úrættis og framandi
þeim málsstað, sem um var að tefla. Menn eins og Feuerbach, Marx, Comte
og Haeckel skírskotuðu óspart til vísindanna um það, að kristin trú færi í
öllum efnum með staðleysur og rökkurtilveru hennar væri lokið, þar sem
dagur þekkingarinnar væri nú á lofti. Þetta ákafa trúboð í vísindalegu gervi
vakti óhollan ugg og tortryggni. Andrúmsloftið var á þessu skeiði illa fallið
dl allsgáðra umræðna og þess sér víða vott, ef litið er nú yfir farinn veg. Það
sem gerði þróunarkenningu Darwins tortryggilegasta, þegar mest var deilt um
hana, var ekki kenningin sjálf út af fyrir sig, heldur liitt, að í nafni hennar
toku ýmsir að boða þau trúarbrögð, að maðurinn sé ekkert annað en líffræði-
logt afbrigði. Hann á engan æðri uppruna, gegnir engri hærri köllun, lýtur
oogum öðrum kvöðum en dýrið, sætir sömu ákvæðum náttúrunnar, hinar
gömlu hugmyndir um samvizku, guðsmyndareðli, ábyrgð, eru markleysur.
Þetta var í húfi, dýpst skyggnzt, hvort sem menn gerðu sér það fyllilega Ijóst
e^a ekki. í rauninni var ekki deilt um visindalegar staðreyndir, heldur um