Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 7
ANDVARI
ASMUNDUR GUÐMUNDSSON
5
Drottinn á drenginn,
dálítinn filtinn,
veri Guð hans verndin,
veiti honum styrkinn.
Gættu að honum, Guð minn.
Grandi honum háskinn enginn.
Drottinn á drenginn.
Sjálfur átti ég á barnsaldri að stríða við þungar efasemdir, jafnvel um
tílveru Guðs. En mér skildist þó, að það, sem mamma trúði á, gæti ekki
verið bégómi. Eg man vel helgistundirnar á heimilinu, þegar húslestur-
inn var lesinn. Stundum las mamma hann sjálf. Hún bændi sig alltaf að
lestrinum loknum og vildi, að við gerðum það líka. Húslestrar voru jafnan
lesnir á helgidögum, þegar ekki var messað í Reykholti og hvern rúmhelg-
an dag allan veturinn. Um langaföstu voru Passíusálmarnir sungnir.
Mamma vildi, að glaðværð ríkti á heimilinu. Pabhi las íslendingasögur
á kvöldvökum, eða aðrar úrvalshókmenntir, öllum til skemmtunar, og í
rökkrinu tók mamma stundum gítarinn sinn og söng og lék undir, og við
lærðum ljóð og lög."
Slíkar k völdvökur fóru fram víðast hvar á landinu áður en hílar konru til
sögunnar, og muna það fjölmargir. Ásmundur segir, að sér hafi þótt
„skammdegið einna skemindlegasti tími ársins bæðivegna þessa og jólanna."
Þótt hann ynni móður sinni lieiH, taldi hann, að faðir sinn hefði samt
allra manna mest haft áhrif á sig.
Þótt sr. Guðmundur missti konu sína snemma árs 1902, fluttist hann
ekki til Reykjavíkur fyrr en í fardögum 1908. Þar var hann síðan formaður
Búnaðarfélags íslands í ! 0 ár og vann að ýmsu fleiru, þar til er hann and-
aðist 1. júní 1922. Sr. Guðmundur kom Ásmundi syni sínurn þegar haust-
ið 1902 í fyrsta bekk Menntaskólans og til dvalar hjá Þórhalli Bjarnar-
syni vini sínum, síðar biskupi. Þar bundust þeir órofa bræðraböndum,
Asmundur og Tryggvi Þórhallsson. Spillti það ekki, að báðir voru að jafn-
aði efstir í bekk. Hér verður vikið að frægum atburði í skólatíð þeirra félaga,
en sr. Ásmundur skýrir frá honum í hókinni: Minningar úr Menrkaskóla,
og 'kallar þáttinn: Ærslaveturinn í 2. hekk.
,,Við settumst 22 í 2. bekk haustið 1903, flestir á aldrinum 14-17
ára, en fáeinir um og yfir tvítugt. . . . Við stunduðum flestir námið allvel,
en hegðun í kennslustundum hjá sumum kennaranna var mjög ábóta-
vant. Hjá rektor Birni M. Ólsen vorum við stilltir í kennslustundunum.