Andvari - 01.01.1982, Side 9
ANDVARI
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON
7
oktober og november, dró upp rakhníf og sneið burt, flýtti sér síðan að
ofninum og stakk fengnum í bann. Eg ætla ekki að segja, hver þessi bekkj-
arbróðir minn var, ég hef aldrei gert það og ætla ekki að gera. Raunar er
það meinlaust nú. En svo sterkir þagnareiðar voru unnir á sínum tíma, að
ég hugsa inér ekki að rjúfa þá. Þegar séra Lárus kom aftur upp að kennara-
púltinu, brá honum heldur en ekki í brún. Hann hóf bókina hátt á loft fyrir
framan okkur og sagði: ,,Hér hefur djöfullinn að verið.“. . .
„Við 1 ryggvi lásum þá sarnan í Laufási. Vorum við heldur í daufara
lagi, er við komum til hádegisverðar, og sögðunr engum, hvað gerzt hafði.
En þegar á daginn leið, brá af okkur, og um kvöldið fórum við að spila
við lektorshjónin. Alft í einu lítur séra Þórhallur upp úr spilunum og
segir: ,,Ljótt er að heyra það, sem kom fvrir í skólanum í dag. Hver gerði
þetta?“ Okkur féll spurningin ekki vel. Tryggvi varð ærið undirleitur, en
ég herti mig upp og sagði: „Við vitum það ekki.“ Þá leit Þórhallur beint
á mig, og ég man enn glöggt svip bans og þungann í orðunum: ,,Nú 'lýg-
urðu.“ Síðan bætti hann við: ,,En þið eruð ekki búnir að bíta úr nálinni.
Þið verðið allir reknir úr skóla.“ Við þessi tíðindi sló heldur óhug á okkur,
svo að við hurfum frá spilunum — og í rúmið.“ . . . Asmundur var kallaður
inn á kennarastofu á mánudaginn. Hann segir: „Rektor lagði þegar hand-
legginn á herðar mér og sagði blíðlega: „Hugsaðu þér nú, að ég væri hann
faðir þinn, og segðu mér álveg eins og er. Hver gerði þettar“ Svo sterkt
ímyndunarafl átti ég samt ekki. „Ég veit það ekki,“ svaraði ég. „Segirðu
nú satt, lýgurðu nú ekki?“ spurði rektor og byrsti sig nokkuð. En ég kvað
nei við. ,,Jæja,“ sagði rektor og varp öndinni mæðulega, „þú mátt fara.“. . .
Fimm dögum síðar var öllurn skólapiltunum skipað úr skóla.
Hálfum mánuði síðar voru 13 aftur teknir í skóla. Magnús Stephensen
landshöfðingi og Lárus Sveinbjörnsson háyfirdómari réðu því. . . .
Ymsir 'héldu uppi óeirðum um hríð og ortu um þá, er bættu þeim. Ein
vísan var svona:
Ásmundur og Einar Páll
engar híjóti náðir.
A ísnum, sem var afar háJl,
aftur sneru báðir.
Einar Páll Jónsson varð ritstjóri og lézt í Winnipeg.
Um vorið voru ekki eftir nerna 8 í bekknum.
Þeir Ásmundur og Tryggvi voru báðir miklir námshestar.