Andvari - 01.01.1982, Page 15
ANDVARI
ASMUNDUR GUÐMUNDSSON
13
þekkti sínar eigin fjaðrir á skefti örvarinnar, sem hann var skotinn með,
og kvað sárast af öllu að falla fyrir slíku skeyti. Vakið yfir velgengni skól-
ans í ö'llum greinum."
Þá vék hann sér sð nemendunum og k\;aðst vita, hví þeir vildu vinna
til að koma í skólann, þótt það kostaði þá tíma og fé, en þeir sumir í litlum
efnum.
,,Það er af því, að ykkur hefir skilizt, að auðurinn í mannssálinni mun
vera óendanlega miklu betri og varanlegri en allur annar auður.“
Hann vonar, að þeim falli vel á þessu nýja heimili þeirra, og segir:
„Hér á eitt lögmál að ráða, strangt lögmál, sem gerir miklar kröfur og setur
markið hátt, en engu ætti þó að vera ljufara að fylgja, hvorki ykkur né
okkur kennurunum. Það er lögmál kærleikans. Án kærleikans fær ekkert
heimili staðizt, en sé hann nógur, þá er hann einhlítur til að stjórna öllu,
og í skjóli hans mun þroskast allt það bezta, sem til er í fari okkar.“
Þegar hann hefur lokið að ávarpa lærisveina sína, snýr hann sér að
kennurunum, kveður mestan þunga og ábyrgð á þeirn, því að það sé sér-
staklega hlutverk þeirra ,,að skapa sögu skólans, þar eð þeir hafi engar
fyrirmyndir að líkja eftir í smáu og stóru. Ný sjálfstæð skólastefna á að vera
til hér á landi.“
Hann kvað þetta vaka fyrst og fremst fyrir sér: „Við verðum vegna
ólíkra staðhátta og þjóðareinkenna að þreifa fyrir okkur hægt og hægt,
kanna jarðveginn sem bezt og byggja traust á þjóðlegum grunni, svo að
hér rísi íslenzkur skóli, hold af okkar holdi, bein af okkar beinum, nátengd-
ur lífi og sögu okkar íslendinga, en þó jafnframt studdur dýrustu reynslu
erlendra skóla. Það er mikið hlutverk og stórfenglegt. . . . Takmark skól-
ans er eingöngu fest við nemendurna sjálfa, andlegan og líkamlegan þroska
þe.'rra, en af því á svo sð leiða, að þeir verði færari um að velja stöðu sína
rétt og skipa hana vel.“
Þá segir hann frá ferð sinni um Fagradal á leið til Eiða. Bar honum
þar margt fagurt og fjölskrúðugt fyrir augu og fannst, að slik ætti saga
hvers einasta manns að vera, undurfögur og breytileg.
Hann sá líka, hvernig framtíðarsaga skólans ætti að vera í 'höfuð-
atriðum. Hugsaði: „Skólinn á að vera hverjum og einum hjálp til þess að
halda stefnunni - andlega talað - upp Fagradal hærra og hærra, nær og nær
eilífðartakmarki hans og dásemdum, sem bíða hans á Framtíðarlandinu
hulda.“
Hann óskaði þess, að skólinn léti alla nemendur alltaf bera þess heilla-
merki, að þeir hefðu verið í honum. Sérhver nemandi hans ætti að sýna