Andvari - 01.01.1982, Side 16
14
GUNNAR ÁRNASON
ANDVARI
það, sem Grikkir kröfðust forðum af hverjum menntuðum manni - að
vera fagur og góður.
,,Hvað er að vera fagur? . . . Það er heilög þrá, og henni eru engin tak-
mörk sett. Því meir sem að henni er hlúð, því sterkari verður hún og lyftir
manninum hærra og hærra. Sá sem lætur hana ráða ævistefnu sinni, klífur
brattann og heldur sífellt áfram að auðga skynsemi sína að þekkingu og
víðsýni, til'finningar sínar að dýpt og innileika og vilja sinn að stefnufestu
og afli, hann finnur hægt og hægt þroska og samræmi breiðast yfir al'lt
andlegt líf sitt. Það er að vera fagur.
Þá má ekki heldur vanta góðleikann, það að vera siðferðilega hreinn
og auðugur að kærleika. Því án þess er öll andlega fegurðin og þroskinn
harla lítils virði. Að sama skapi og maðurinn lærir meira og andlegir hæfi-
leikar hans vaxa, verður hann líka að vera betri. Menntun sinni á hann að
verja öðrum til gagns, en ekki tii þess að komast sjálfur hátt, sem kallað er.
Hann á að týna lífi sínu í kærleiksþjónustu fyrir þá, sem hann hýr saman
við, og á þann hátt finna það.
Til þess að skólinn geti lyft merki sínu svo hátt fyrir nemendum sín-
um á komandi tímurn, verður hann að vera snortinn af lífsafli kristin-
dómsins."
Undir lokin skýrir sr. Asmundur frá leið sinni áður fyrr til Austur-
lands. Þá var það í sumarbúningi, og þegar skipið var að nálgast landið,
fylltist það af angan og grasilmi. Hann vonaði, að þetta hefði verið fyrir-
hoði skólans, - að tilgangi hans yrði náð.
Að lokum fór hann með vers Matthíasar:
Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð,
vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá,
vér deyjum, ef þú ert ei Ijós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá.
Ö, vert þií hvern morgun vort Ijúfasta líf,
vor leiðtogi í daganna þraut
og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf
og vor hertogi á þjóðlífsins braut.
•Islands þúsund ár:
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á Guðs ríkis braut.