Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 17
ANDVABI
ASMUNDUR GUÐMUNDSSON
15
Það tók sr. Ásmund átta ár að koma upp fullkomnum viðbótarbygg-
ingum skólans og nauðsyrilegum gripahúsum. En honum tókst líka að fá
leyfi Landssímans fyrir því að setja up]i útvarpsviðtæki fyrir skólann til
þess að geta hlustað á erlendar útvarpsstöðvar, að vísu gegn undirrituðu
þagnarloforði.
Þá fékk hann álitsgjörð verkfræðings um rafmagn í Eiða og kom upp
fyrstu skógræktargirðingunni, sem varð upphaf 'hins nýja Eiðaskógar, sem
nú er fagur.
Stundum flutti hann messur og fyrirlestra.
Aðalkennslugrein hans var íslenzka.
En þess verður og að geta, að séra Ásmundur var sjaldan einn í ráðurn
né bar hann allar byrð: rnar innan hús og utan. Þar kom kona hans Steinunn
Sigríður Magnúsdóttir mikið til sögunnar fyrr og síðar.
Þau hjónin eignuðust sjö börn, sex þeirra á árunum, sem þau voru fyrir
vestan og austan. Eins og algengt er og vænta mátti undir þeim kringum-
stæðurn, sem hér urn ræðir, lagðist umhyggja og uppeldi þeirra meira á
móðurina, samtímis hinum miklu búverkum og gestagangi.
Víst er og, að frú Steinunn aflaði sér fyrr og síðar vináttu og lofs nrargra
vegna umhvggju og góðgerðar í þeirra garð.
Þessi eru börn b isknpshjónan na:
Andrés læknir, kona Þorbjörg Pálsdóttir.
Þóra bankaritari.
Sigríður, maður, Jakob Gíslason raforkumálastjóri.
Aslaug skrifari.
Guðmundur hæstaréttarlögmaður, d., ekkja Elrefna Magnúsdóttir.
Magnús læknir, kona, Katrín Jónsdóttir.
Tryggvi læknir, kona, Agla Egilsdóttir.
Þórarinn Þórarinsson, síðar skólastjóri á Eiðum, lofar mjög sr. Ásmund
og segir í minningargrein að honum látnum: „Móðurmálið var aðalkennslu-
grein séra Ásmundar, og náði hann þar alveg frábærum árangri, sem
gerði marga nemendur hans að óvenjulegum smekkmönnum á íslenzkt
inál, kippti honum þar í kyn frænda síns, séra Magnúsar Helgasonar."
Ennfremur þetta: „Tryggð þeirra hjóna við Eiða og skólann þar
fölskvaðist aldrei. Mátti vel verða þess var, er þau heimsóttu skólann á
75 ára afmæli hans 1958. Sjá mátti þá tár glampa í augum gamalla Eiða-
nemenda, er biskup landsins, gamli skólastjórinn þeirra, söng hátíðar-
messu í hvamminum austan skólahússins, vígði skólanum merki og blessaði