Andvari - 01.01.1982, Page 18
16
GUNNAR ARNASON
ANDVARI
yfir söfnuð og stað, og hlý voru handtökin, |iegar heilsað var upp á biskups-
hjónin.
Sjaldan eða aldrei hef ég unnið ljúfara verk en að heiðra þau hjón
með gullmerki Alþýðuskólans á áttræðisafmæli Ásmundar biskups síðast-
liðið haust að beiðni núverandi skólastjóra Alþýðuskólans, Þorkels Steinars
Ellertssonar.
Á merki þetta eru mörkuð þrjú M og standa þau fyrir kjörorð skólans,
manntak, mannvit og manngöfgi. Fáir Eiðamenn eða engir hafa betur gjört
þessi kjörorð að sínum og sýnt það i verki en þau biskupshjón."
Eiríkur Stefánsson frá Skógurn segir í ræðu sinni við sama tækifæri:
„A þessum tímamótum vilja Eiðamenn, nemendur þínir, Asmundur,
votta ykkur hjónunum virðingu sína og þökk.
Við minnumst mannbætandi ábrifa kristilegrar lífsskoðunar þinnar og
hvatningar til dáða.
Við þökkunr frábæra kennslu í sögu Islands og íslenzkri tungu.
Við metum og virðum það heimili, sem þið hjónin bjugguð okkur á
Eiðum, og þann skilning, umhyggju og mildi, er þið sýnduð okkur ungum.
Megi endurskin þeirrar góðvildar, er þið hafið sýnt okkur fyrr og síðar,
y'lja ævikvöld ykkar.“
En nú verður snúið að miklum vistaskiptum.
Eins og alkunnugt er, barst nýguðfræðin hingað til lands skömmu
fyrir síðustu aldamót. Voru þeir Jón Elelgason, síðar biskup, og sr. Harald-
ur Níelsson mestir forvígismenn hennar. Virti sr. Asmundur báða mikils,
ekki sízt hinn síðarnefnda, sem sést á eftirfarandi ummælum hans að Elaraldi
látnum (í bókinni: Haraldur Níelsson. Stríðsmaður eilífðarvissunnar.
Reykjavík 1965, bls. 129):
„Hann (Haraldur) hataði lífslygina og mat því vit manna eins og
jóhannesar Jörgensens og Henriks lbsens. Elann vildi láta sannleikann
gagnsýra allt lífið. Honum var ekki nóg, að eitthvað friðaði menn í bili eða
styrkti. Allt valt á þessu: Er það satt? Kærleikurinn einn gæti gert menn
farsæla og frjálsa. Og Kristur var í augum hans: vegurinn, sannleikurinn
og lífið. Hann trúði á sigur sannleikans fyrir afl kærleikans, eins og hann
lýsti fagurlega í fyrstu ræðu sinni á föstudaginn langa. Og trúarlíf hans var
djúpt og heitt. Þegar hann hafði lokið embættisprófi í ársbyrjun 1897,
bað hann vin sinn að vera nreð sér til altaris, „því að ég lít svo á,“ sagði
hann, „að við komum ekki eingöngu til altaris til að þiggja af Kristi, heldur