Andvari - 01.01.1982, Page 19
ANDVARI
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON
17
líka til að frambera sjálfa okkur sem lifancli fórn. Og nú er ég Guði svo
þakklátur fyrir prófið.“
Þá segir sr. Asmundur á öðrum stað: „Honum var yndi að því að veita
fræðslu, og liann var sífræðandi aðra. Honurn var það lífsnauðsynlegt.
Þegar eitthvað hreif liann, og það var oft, þá varð liann að segja öðrum
frá þvi og helzt kveikja í þeim eldinn, sem honum brann sjálfum í brjósti.
Hann skildi það manna gieggst, að það sem bezt er á ekki að vera séreign,
heldur sameign, og að ekki daprast ljósið, þó að önnur tendrist af því.“
„Þegar hann gerðist kennari prestsefnanna, eru guðfræðiskoðanir hans
breyttar orðnar frá Hafnarárunum. Hann er horfinn frá rétttrúnaðarstefn-
unni, sem ríkti þar við guðfræðideildina, og virðist nú sem kennarar hennar
hafi hvorki verið nógu einlægir né einarðir. Honum gremst, þegar hann
hugsar um allt þetta ,,Fortielsessystem“ [þennan feluleik], eins og hann
orðar það.
Þessi breyting hefur orðið á alllöngum tíma, ný áhrif seytlað inn hægt
°g hægt. . . . Kom það fyrst opinberlega i „Smápistlum um alvarleg efni“,
í „Verði ljós" og svo stórmerkum ritgerðum
En greinilegast markar hann afstöðu sína sama árið sem hann verður
prestaskólakennari í tilþrifamikilli ritgerð í Skírni, er hann nefnir: Trúar-
játningarnar og kenningarfrelsi presta. Hún sýnir glöggt, með hvaða hug
hann hóf þetta ábyrgðarmiMa kennslustarf og rækti það jafnan síðan. Hann
skrifar meðal annars á þessa leið:
„Garnla bókstafsinnblásturskenningin er fallin fyrir Biblíurannsóknun-
urn. Hún er ósönn. Höfundar Biblíuritanna voru að vísu guðinnblásnir
menn, en af því leiðir alls ekki, að hvert orð hennar sé Guðs orð. Því fer
mjög fjarri. Og það er óvit að ætla að koma ábyrgðinni fyrir mannlega
ófullkomleika Ritningarinnar á Guð sjálfan. Biblían er ekki lögbók, heldur
saga um guðlega opinberun frá lægri stigum til hærri. Sannleikskjarninn, sem
hún hefur að geyma, þolir vissulega frjálsa vísindrannsókn. Hugsanafrels-
ið og samvizkufrelsið er einmitt undirstaðan undir siðbót Lúthers. Hann
sagði: „Sérhver kristinn rnaður á rétt á að afla sér skilnings á sannleikan-
um og dæma um hann, já, á svo rnikinn rétt á því, að hver sá er skerðir hann
' gnarögn, hann veri bölvaður.“ Prestarnir eiga að kenna samkvæmt Heil-
agri ritningu eftir beztu samvizku, óbundnir af játningum kirkjunnar. „Eg
er barn kirkju minnar, en ekki þræll hennar.“ Allt er á stöðugri þroska-
leið til meiri fullkomnunar, nær Guði. Játningarnar eru nokkurs konar heil-