Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 24
22
GUNNAR ÁRNASON
ANDVARI
dómur hans sjálít um upprisu sína á þriðja degi. Hver sunnudagur varð
kristninni upprisuhátíð.
I fjórða lagi flytur máltíð drottins sama volduga vitnisburðinn. Fylgj-
endur Jesú minnast þá síðustu samverustundar hans með lærisveinum sín-
um í loftsalnum í Jerúsalem, er hann boðaði dauða sinn, braut brauðið
og fékk þeim og gaf þeim að drekka af bikarnum. En það verður ekki sorg-
arhátíð og skilnaðar, heldur fagnaðar og endurfunda í krafti upprisu bans.
Jesús er þar sjálfur mitt á meðal þeirra, bvort sem þeir sjá hann eða sjá
hann ekki. Það er dýpsta sannfæring hjartna þeirra og reynsla. Og hefur svo
verið um aldirnar.
Þennan Ijósa og sterka vitnisburð um upprisu Jesú her að taka gildan.
Hann er að vísu ekki sönnun fyrir staðreynd upprisunnar, sem allir hljóti
að játa. Upprisan verður ekki beinlínis sönnuð stærðfræðilegum eða rök-
fræðilegum hætti. En trúin megnar að veita henni viðtöku og öðlast þann-
ig ,,sönnun anda og kraftar", eins og komizt er að orði í Nýja testamentinu.
Og þau rök verða hezt.
Upprisa Jesú verður fullgilt svar við dýpstu spurningu mannanna og
þrá - svar frá himni.
Nú verður vikið að Kirkjuritinu.
I byrjun ársins 1935 komu þeir prófessorarnir, Asmundur og Sigurður
P. Sívertsen, Kirkjuriti á gang og lögðu þar með niður Prestafélagsritið
og Kirkjublaðið, sem höfðu ekki náð því marki, sem ætlað var. En það var
fyrst og fremst að vinna að glæðingu trúarlífsins með þjóðinni og korna á
sem mestu samstarfi bæði milli presta innbyrðis og presta og safnaða lands-
ins.
Því var haldið 'fram í ritinu, að hein árás væri hafin gegn trú og kristin-
dómi, gjört gys að bænarhug og tilbeiðsluþrá.
Einkum er barizt um æskuna, reynt að reyta kristnina úr brjóstum henn-
ar og gróðursetja heiðni í staðinn. Barnssálunum á ekki lengur að gefa ,,guð-
legar myndir, heldur leiða þær í Surtshelli efnishyggjunnar."
Þá er rætt um erfiðleika þjóðarinnar ,,á þessari nýju Sturlungaöld", og
verði því kirkjan að velja sér sarna hlutskipti og forðum, ,,að flytja friðmál
kristindómsins og á þann 'hátt að hera klæði á vopnin. . . . Menning, sem
aðeins stefnir að ytri framförum, en vanrækir andlegt uppeldi og þroska
hins innra manns, er mergsogin og getur ekki leitt til sælu. . . .
Það er fagnaðarerindi Krists fyrst og síðast, sem Kirkjuritið vill leitast