Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1982, Side 33

Andvari - 01.01.1982, Side 33
TÖNNESKLEBERG: Codex Argenteus1 Elandritakostur sænskra bókasafna er verulegur. Mestur hluti hans eru handrit frá síðari tímum, alls konar frumheimildir á sviði bókmennta og vís- inda, ævisögur og bréfasöfn. Markverður hluti er frá því fyrir daga prentlist- arinnar, þegar handskrifaðar bækur voru einar um hituna. Þegar sleppir til- tölulega litlum og bókmenntalega fánýtum pappyrus-handritum, eru þessi handrit frá miðöldum. Nokkur þeirra eru tilkomin hér heima, og þá einkum í Vadstenaklaustri. Önnur og þau fleiri voru rituð víðs vegar í Evrópu og hafa borizt eftir ýmsum leiðum til Svíþjóðar. Sum miðaldahandrit í söfnum okkar eru afar merkileg frá listrænu eða vísindalegu sjónarmiði. Heiðurssess meðal þessara dýrgripa skipar tvímælalaust eitt fremsta handrit veraldar, Codex Argenteus, Silfurbiblían (þ. e. Silfurbókin) í Uppsölum. Hvað veldur því, að þessi merkilega bók er svo einstæð og skipar slíkan sess meðal bókmenntaverka í menningarheimi Vesturlanda? Til eru bæði í stærri og minni bókasöfnum ýmis handrit, sem eru eldri, mörg skrautlegri og ótöluleg, sem eru betur varðveitt en þessi gotneska þýðing guðspjallanna fjögurra, sem auk þess eru brot ein. Til þess að svara þessu verður fyrst að skýra, hvernig hún er tilkomin. Svo virðist sem gotneskir þjóðflokkar hafi á aldaskeiðinu næst fyrir og eftir Kristsburð haft aðsetur í héruðunum sunnan og suðaustan Eystrasalts, sennilega við ósa Vislu. Gotneski rithöfundurinn Jordanes (eða Jordanis) fjallaði á 6. öld um sögu þjóðflokks síns á fyrri tíð. Rit hans (nefnt Getica) er aðallega fátæklegur útdráttur (á stundum heldur strembinni miðaldalatínu) úr nú glötuðu verki nokkru eldra samtíðarmanns, hins fjölmenntaða og lærða Rómverja, öldungardeildarmannsins Cassiodorusar, er var mikilsmetinn embættismaður með Austgotum. Jordanes (Cassiodorus) segir, og vitnar um það til eldri frásagna af sögu Gota og gömlum kveðskap þeirra, að þjóð sín hafi eitt sinn flutzt frá Skandinavíu (Scandza); skiptar skoðanir eru um trúverðug- leik þessara frásagna. Gotar sóttu á þjóðflutningatímunum í fjölmennum flokkum frá heimkynnum sínum í Austur-Evrópu suður á bóginn og stofnuðu loks ríki á strönd Svartahafs. Þeir komust brátt í snertingu við Rómaríki, og dró þar í upphafi til átaka, ’) Grein þessi var gefin út í sérstöku kveri 1981 á vegum Háskólabókasafnsins í Uppsölum, cn creinarhöfundur var forstöðumaSur þess 1946-66.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.