Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 33
TÖNNESKLEBERG:
Codex Argenteus1
Elandritakostur sænskra bókasafna er verulegur. Mestur hluti hans eru
handrit frá síðari tímum, alls konar frumheimildir á sviði bókmennta og vís-
inda, ævisögur og bréfasöfn. Markverður hluti er frá því fyrir daga prentlist-
arinnar, þegar handskrifaðar bækur voru einar um hituna. Þegar sleppir til-
tölulega litlum og bókmenntalega fánýtum pappyrus-handritum, eru þessi
handrit frá miðöldum. Nokkur þeirra eru tilkomin hér heima, og þá einkum í
Vadstenaklaustri. Önnur og þau fleiri voru rituð víðs vegar í Evrópu og hafa
borizt eftir ýmsum leiðum til Svíþjóðar. Sum miðaldahandrit í söfnum okkar
eru afar merkileg frá listrænu eða vísindalegu sjónarmiði. Heiðurssess meðal
þessara dýrgripa skipar tvímælalaust eitt fremsta handrit veraldar, Codex
Argenteus, Silfurbiblían (þ. e. Silfurbókin) í Uppsölum.
Hvað veldur því, að þessi merkilega bók er svo einstæð og skipar slíkan
sess meðal bókmenntaverka í menningarheimi Vesturlanda? Til eru bæði í
stærri og minni bókasöfnum ýmis handrit, sem eru eldri, mörg skrautlegri og
ótöluleg, sem eru betur varðveitt en þessi gotneska þýðing guðspjallanna
fjögurra, sem auk þess eru brot ein. Til þess að svara þessu verður fyrst að
skýra, hvernig hún er tilkomin.
Svo virðist sem gotneskir þjóðflokkar hafi á aldaskeiðinu næst fyrir og
eftir Kristsburð haft aðsetur í héruðunum sunnan og suðaustan Eystrasalts,
sennilega við ósa Vislu. Gotneski rithöfundurinn Jordanes (eða Jordanis)
fjallaði á 6. öld um sögu þjóðflokks síns á fyrri tíð. Rit hans (nefnt Getica)
er aðallega fátæklegur útdráttur (á stundum heldur strembinni miðaldalatínu)
úr nú glötuðu verki nokkru eldra samtíðarmanns, hins fjölmenntaða og lærða
Rómverja, öldungardeildarmannsins Cassiodorusar, er var mikilsmetinn
embættismaður með Austgotum. Jordanes (Cassiodorus) segir, og vitnar um
það til eldri frásagna af sögu Gota og gömlum kveðskap þeirra, að þjóð sín hafi
eitt sinn flutzt frá Skandinavíu (Scandza); skiptar skoðanir eru um trúverðug-
leik þessara frásagna. Gotar sóttu á þjóðflutningatímunum í fjölmennum
flokkum frá heimkynnum sínum í Austur-Evrópu suður á bóginn og stofnuðu
loks ríki á strönd Svartahafs.
Þeir komust brátt í snertingu við Rómaríki, og dró þar í upphafi til átaka,
’) Grein þessi var gefin út í sérstöku kveri 1981 á vegum Háskólabókasafnsins í Uppsölum,
cn creinarhöfundur var forstöðumaSur þess 1946-66.