Andvari - 01.01.1982, Side 34
32
TÖNNES KLEBERG
ANDVABI
er Gotar fóru herskildi og ránshendi inn í Dónárhéruð heimsveldisins. Þeir
brutu á bak aftur varnir þær, er fyrir voru á landamærunum, og sigruðu árið
251 rómverskan her undi stjórn Deciusar keisara, er sjálfur féll. Sextán árum
síðar sóttu bandamenn þeirra, Herúlarnir, að Aþenu. Vilctor Rydberg hefur í
sínu sígilda fagra kvæði, sem við þekkjum vel, lýst því, hvernig Aþenu var
borgið fyrir atbeina sagnaritarans Dexipposar, að því er segir í heimild einni,
sem þó verður ekki fulltreyst.
En í kjölfar þessara átaka fylgdu, svo sem oft vill verða, menningaráhrif.
Rómversk-grísk menning ruddi sér til rúms í landamærahéruðunum meðal
þessara aðskotaþjóðflokka. Gotar tóku við kristinni trú, urðu Aríusartrúar.
Á miðri 4. öld var Wulfila (gr. Ulfilas) biskup Gota í héruðunum neðarlega
við Dóná, þar sem þeir bjuggu um þær mundir, og var hann kallaður postuli
Vestgota. Wulfila var ekki hreinræktaður Goti, því að móðurforeldrar hans
munu hafa verið kristnir stríðsfangar frá Kappadokíu. Biskup vann það afrek
að snúa biblíunni á móðurmál sitt. Til grundvallar var hinn gríski texti í
býzanskri gerð sinni. Hér var heilög ritning fyrst þýdd á germanska tungu.
Ætla verður, að þarna hafi orðið til nýtt ritmál undir bandarjaðri
Wulfila og hann skipað sér þar með á stall við sjálfan höfuðinnganginn að sögu
bókmennta á germönskum tungum. Við ritun biblíuþýðingarinnar notar hann
stafróf, sem gera verður ráð fyrir, að sniðið sé að mestu eftir gríska stafrófinu,
en lagað að hinu þjóðlega gotneska rúnaletri.
Biblíuþýðing Wulfila er merkilegur áfangi í evrópskri menningarsögu.
Einungis nokkur brot stórvirkis hans hafa varðveitzt síðari kynslóðum.
Codex Argenteus er það handrit, sem geymir stærstu og afdráttarlaust merk-
ustu hluta verks hans, langa kafla úr guðspjöllunum fjórum. Það er fremsti
miðill þessa arfs frá því á fornöld Germana og helzti grundvöllur þekkingar
okkar á elztu sögu germanskra tungna.
Wulfila dó á gamals aldri árið 383. Rúmri öld síðar réðst höfðingi
Austgota, Þiðrekur, - í rauninni að ráði austrómverska keisarans og sem
hershöfðingi hans, - inn í Italíu með mestöllum flokki sínum. Hann sigraði
árið 493 Germanahöfðingjann Odovakar, sem gerzt hafði fyrirliði vest-
rómverska ríkisins. Þiðrekur lét gefa sér konungsnafn og stofnaði veldi, er
tók yfir alla Italíu. Verona og Ravenna voru aðsetursstaðir konungs. Frægð
hans fór víða, sagnir af Þiðreki af Bern (Verona) báru nafn hans allt til
Norðurlanda. Þiðrekur var slyngur stjórnmálamaður. Þegnar hans voru um-
burðarlyndir. Germanirnir höfðu flestir telcið kristna trú, voru Aríusartrúar,
en rómverski þjóðarhlutinn hélt hinni strangari trúarstefnu. Hér reyndist rúm
fyrir báða. Listir og bókmenntir blómguðust. Fornmenningin lifði aftur sitt
síðsumarskeið.
Austgotaríkið á Italíu var kristið. Menning þess var að mestu með
rómverskum og býzönskum brag. En biblíuþýðing Vestgotans Wulfila var