Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1982, Side 38

Andvari - 01.01.1982, Side 38
36 TÖNNES KLEBEHG ANDVARI sundur, skriftin skafin út og hið dýra skinn notað undir annað efni, er væri samtíðinni hollara: latneskan biblíutexta eða alfræðilegan vísdóm einhvers síðlatneska rithöfundarins. Þótt okkur þyki slíkt villimannlegar aðfarir, og það við handrit, eigum við þeim að þakka, að ýmsar merkilegar leifar biblíu- þýðingar Wulfila varðveittust, kaflar sem eru ekki í Codex Argenteus, jafn- fram því sem bókmenntir fornaldar varðveittust síðari tímum að nokkru með þessum hætti. Codex Argenteus var eina handritið, er varðveitti gotneskar málsleifar og sætti ekki hinni illu meðferð. Það er í rauninni stórmerkilegt, að það skuli hafa varðveitzt, og má vera, að þar hafi það ráðið úrslitum, að litið hafi verið á handritið sem konungsgersemi. En hvernig hefur þá þetta einstæða handrit varðveitzt allt fram á okkar daga? Hvaða forlög hafa borið það norður í byggðir okkar, þaðan sem þjóð- flokkar Gota komu eitt sinn í öndverðu að sögn Jordanesar. Svarið við þessari spurningu er fólgið í sögunni af ferli þess svipuðum ferli Gotanna sjálfra, í senn spennandi og ævintýralegum, sem hverfur að lokum inn í þoku hins óþekkta. Silfurbiblían er fyrstu þúsund ár tilvistar sinnar hulin myrkva, sem erfitt er að brjótast í gegnum. Við vitum það eitt með vissu, að um miðja 16. öld fyrirfinnst hún í klaustrinu Werden í Ruhr skammt frá Essen. Ekki verður sagt nákvæmlega, eftir hvaða leiðum hún barst þangað. En líklegt er, að sá, sem flutti hana til Werden, sé sami maður og stofnaði klaustrið á síðasta ári 8. aldar, hinn heilagi Ljúðgeir, lærisveinn Alcuins kennara og trúnaðar- vinar Karls mikla. Ljúðgeir gerðist á 9. tug 8. aldar trúboði meðal Frísa. Þegar hann varð að flýja undan þeim vegna ofsókna þeirra, hélt hann til Rómar, en dvaldist síðan tvö og hálft ár í hinu fræga Monte Cassino klaustri. Karl milcli fól honum um 793 að boða Westfölum kristni. Hann stofnaði þá rétt við landa- mæri Westfalen klaustrið Werden (Werthina), að því er virðist sér til halds og trausts í trúboðsstarfinu. Geta má sér þess til, að Ljúðgeir hafi eignazt Codex Argenteus. Það kann að hafa orðið á Italíu og þá líklega í Monte Cassino eða þar í nánd (sbr. hér að framan). Hugsanlegt er (en þó ósennilegt), að hann hafi komizt yfir bókina í Frakklandi, þar sem leifar Vestgota leituðu hælis, eftir að Arabar brutu undir sig Spán. Ekki þarf að cfa, að Ljúðgeir átti hægt um vik að læra gotnesku í hópi þeirra manna, er næstir stóðu Alcuin. Ljúðgeir hefur e. t. v. talið, að gotneski guðspjallatextinn kynni að koma að gagni, og því haft hann meðferðis í hinn nýja kristniboðsleiðangur meðal Germana. Germönum í Suðaustur-Evrópu hafði á sínum tíma borizt boðskapur kristninnar í biblíu- þýðingu Wulfila. E. t. v. gat hún nú orðið að liði við útbreiðslu fagnaðar- boðskaparins meðal hinna norðlægari frændþjóða Gota. Sé það rétt, hefur hún átt sinn þátt í sögulegum atburði, sem mjög varð afdrifa- og örlagaríkur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.