Andvari - 01.01.1982, Síða 38
36
TÖNNES KLEBEHG
ANDVARI
sundur, skriftin skafin út og hið dýra skinn notað undir annað efni, er væri
samtíðinni hollara: latneskan biblíutexta eða alfræðilegan vísdóm einhvers
síðlatneska rithöfundarins. Þótt okkur þyki slíkt villimannlegar aðfarir, og
það við handrit, eigum við þeim að þakka, að ýmsar merkilegar leifar biblíu-
þýðingar Wulfila varðveittust, kaflar sem eru ekki í Codex Argenteus, jafn-
fram því sem bókmenntir fornaldar varðveittust síðari tímum að nokkru með
þessum hætti. Codex Argenteus var eina handritið, er varðveitti gotneskar
málsleifar og sætti ekki hinni illu meðferð. Það er í rauninni stórmerkilegt,
að það skuli hafa varðveitzt, og má vera, að þar hafi það ráðið úrslitum, að
litið hafi verið á handritið sem konungsgersemi.
En hvernig hefur þá þetta einstæða handrit varðveitzt allt fram á okkar
daga? Hvaða forlög hafa borið það norður í byggðir okkar, þaðan sem þjóð-
flokkar Gota komu eitt sinn í öndverðu að sögn Jordanesar. Svarið við
þessari spurningu er fólgið í sögunni af ferli þess svipuðum ferli Gotanna
sjálfra, í senn spennandi og ævintýralegum, sem hverfur að lokum inn í
þoku hins óþekkta.
Silfurbiblían er fyrstu þúsund ár tilvistar sinnar hulin myrkva, sem erfitt
er að brjótast í gegnum. Við vitum það eitt með vissu, að um miðja 16. öld
fyrirfinnst hún í klaustrinu Werden í Ruhr skammt frá Essen. Ekki verður
sagt nákvæmlega, eftir hvaða leiðum hún barst þangað. En líklegt er, að sá,
sem flutti hana til Werden, sé sami maður og stofnaði klaustrið á síðasta
ári 8. aldar, hinn heilagi Ljúðgeir, lærisveinn Alcuins kennara og trúnaðar-
vinar Karls mikla.
Ljúðgeir gerðist á 9. tug 8. aldar trúboði meðal Frísa. Þegar hann varð
að flýja undan þeim vegna ofsókna þeirra, hélt hann til Rómar, en dvaldist
síðan tvö og hálft ár í hinu fræga Monte Cassino klaustri. Karl milcli fól
honum um 793 að boða Westfölum kristni. Hann stofnaði þá rétt við landa-
mæri Westfalen klaustrið Werden (Werthina), að því er virðist sér til halds
og trausts í trúboðsstarfinu.
Geta má sér þess til, að Ljúðgeir hafi eignazt Codex Argenteus. Það kann
að hafa orðið á Italíu og þá líklega í Monte Cassino eða þar í nánd (sbr. hér
að framan). Hugsanlegt er (en þó ósennilegt), að hann hafi komizt yfir
bókina í Frakklandi, þar sem leifar Vestgota leituðu hælis, eftir að Arabar
brutu undir sig Spán. Ekki þarf að cfa, að Ljúðgeir átti hægt um vik að læra
gotnesku í hópi þeirra manna, er næstir stóðu Alcuin. Ljúðgeir hefur e. t. v.
talið, að gotneski guðspjallatextinn kynni að koma að gagni, og því haft
hann meðferðis í hinn nýja kristniboðsleiðangur meðal Germana. Germönum
í Suðaustur-Evrópu hafði á sínum tíma borizt boðskapur kristninnar í biblíu-
þýðingu Wulfila. E. t. v. gat hún nú orðið að liði við útbreiðslu fagnaðar-
boðskaparins meðal hinna norðlægari frændþjóða Gota. Sé það rétt, hefur
hún átt sinn þátt í sögulegum atburði, sem mjög varð afdrifa- og örlagaríkur