Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 48

Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 48
46 JÓN IINEFILL AÐALSTEINSSON ANDVARI Það er okkur íslendingum hins vegar lán, að einn af helztu forvígismönn- um þjóðfræði á Norðurlöndum, Dag Strömbáck, fyrrum prófessor í Uppsölum, var mjög handgenginn íslenzkum fræðum og stór hluti af merkum verkum hans á vettvangi þjóðfræðinnar fjallar einmitt um íslenzk efni. Við Islendingar stönd- um fyrir þessar sakir í mikilli þakkarskuld við Dag Strömbáck og verk hans hafa um of legið í þagnargildi hér á landi. Dag Strömbáck hafði aflað sér yfirgripsmikillar menntunar eins og títt var um marga þekkta fræðimenn af gamla skólanum. Sérsvið hans var norræn textafræði (fílólógía) og trúarbragðasaga, en auk þess var hann vel heima í klassískum málum og heimspeki. I hópi Norðurlandafræðimanna hafði hann einnig sérstöðu hvað íslenzkuna snerti, því að hann hafði engu síður gott vald á nútímaíslenzku en fornmálinu. Á þessum trausta grunni haslaði hann sér völl sem sérfræðingur í þjóðfræði og textafræði, en þessar tvær greinar voru honum einkum hugleiknar. Um miðjan þriðja áratuginn dvaldist Dag Strömbáck um skeið hér á Is- landi og flutti fyrirlestra um sænskar bókmenntir við Háskóla íslands. Um tíma sótti hann þá fyrirlestra hjá Sigurði Nordal prófessor og varð það upphaf langra kynna og vináttu sem entist meðan báðir lifðu." Hér kynntist Dag Strömbáck einnig þeim Jóni Helgasyni og Einari Ol. Sveinssyni og urðu þau lcynni einnig langæ. Finni Jónssyni prófessor í Kaupmannahöfn var hann einnig gagnkunnugur um þessar mundir og árið 1928 ritaði hann grein í afmælisrit Finns, er hét ,,Lýtir - sænskur fornguS Störf Dag Strömbácks við Háskóla íslands og samstarf hans við forystu- menn íslenzkra fræða þar höfðu drjúg og varanleg áhrif á ævistarf hans og rannsóknir. Þetta kemur fram þegar í doktorsritgerð hans, Sejd (Seiður), er hann varði við Uppsalaháskóla árið 1935.4 í fyrsta kafla þeirrar ritgerðar gerir Dag Strömbáck grein fyrir heimildargildi ýmissa norrænna rita og rekur í því sam- bandi skoðanaskipti fræðimanna um Islendingasögur, einkum í ljósi andstæðra kenninga um „bókfestu“ og ,,sagnfestu“, sem um þessar mundir voru ofarlega á baugi. í framhaldi af ýtarlegri umfjöllun um þessi efni segir síðan: ,,Á allra síðustu árum hefur verið lagður fram mikilsverður skerfur til lausn- ar vanda ,,bókfestu“ og „sagnfestu“, í þetta skipti af Islendingum sjálfum. Er þar um að ræða formála Sigurðar Nordals að Egils sögu í 2. bindi Islenzkra fornrita (1933).“ö Dag Strömbáck rekur síðan nánar skoðanir Sigurðar Nordals á því, að íslendingasögur séu bókmenntaverk og höfundar þeirra hafi í senn haft vald á sagnaauði samtíðar sinnar og fortíðar og bókmenntum aldarinnar. Og svo litríkar og listilega gerðar séu margar Islendingasagna, að þar hljóti skáldgáfa höfundar að felast að baki, höfundar, sem gat mótað efni sitt að geðþótta. Að lokinni umfjöllun um þessar kenningar Sigurðar Nordals, þar sem þróunin er rakin frá „strangfræðilegu yfirlitsriti“ Ara fróða og allt til ýkjusagna og samsteypurita 14. aldar, segir Dag Strömbáck: „Þau viðhorf sem nú hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.