Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1982, Side 62

Andvari - 01.01.1982, Side 62
60 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI 1 fyrrnefndu bréfi til Sveins Björnssonar 13. apríl 1891 þakkar Stephan honum fyrir álit hans ,,á vísunum mínum í Heimskringlu, ekki fyrir metnaðar- sakir, en það er svo lagað, að flest af þeim var kveðið með það í huganum, sem hafði haft einhverja þýðingu fyrir sjálfan mig, og svo hefði ég viljað geta gert öðrum það ljóst.“ Stephan finnur, að kvæðum hans og ræðum er oft vel tekið, og það hvetur hann til að láta ekki sinn hlut eftir liggja, þegar leitað er orðafulltingis hans. I bréfi til Jónasar Hall 4. marz 1893 lýsir hann fjölsóttri lestrarfélagssam- komu í sveitinni 13. febrúar, þar sem hann las „alllangt erindi um bóklestur, sagði fyrir hjónaskálinni, svo sumum þótti það gert af miklum hagleik og snilld“ [en ungu hjónanna var áður getið í bréfinu]. Fjórum árum síðar, 21. desember 1897, einnig í bréfi til Jónasar Hall, víkur hann enn að viðtökunum, segist vera farinn að lýjast og alltaf fækki tómstundunum, en samt líti ,,nærri því svo út sem ég sé að lenda í andlegum uppgangi, yngri mennirnir heima eru að hæla mér fyrir það sem ég hefi skrifað, eða að minnsta kosti láta svo í bráðina. Svo heyri ég það utan að mér, að sumir alþýðumenn hér eru að dást að því; hvernig því víkur við, veit ég ekki, því bæði kirkjan hér og ,,andmælendur“ hafa agnúa á mér, hún fyrir guð- leysið, þeir fyrir það, að ég skuli ekki ræskja mig og bölva eins hávært og þeir vilja. Eg hélt það væri enginn milliflokkur. Annars býst ég við veðrabrigðum, skammabyl úr einhverri átt áður lýkur, þetta góðviðri getur ekki staðizt.“ I bréfi til Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar 1. október 1899 segir Stephan m. a.: ,,Mér er ánægja að því, að Dakotamenn hafa keypt bók þína vel. Ég átti þar allténd góðan vinaflokk, sem einhvern veginn höfðu traust á mér, en líka andstæðinga, sem nú láta vinalega sumir. Það er um að gera að lifa af sér róg og misskilning, ef maður getur. Annars nær hól sumra um mig engri átt, þó ég auðvitað sé þakklátur fyrir það og geti ekki mælt það af mér opinberlega, eins og gefur að skilja. En lofið vekur öfund og hártogun hjá þeim, sem eru að reyna að amla í sömu átt og ég. Þeim finnst enginn taki eftir sér fyrir andskotans buslinu í mér, en hamingjan veit, að ég hefi enga löngun til að færa þá í kaf, ég sigli minn eigin sjó, hvort sem þeir eru til eða ekki, á enga sök við þá, þó ég strandi. Eins vil ég, að þeir geri.“ Stephan lýkur bréfinu með eftirfarandi hugleiðingu: „Skáldalandið er eins og Island, tómir firðir og víkur, eitt skáld ræður yfir hverri, stundum tvö eða fleiri. Enginn er konungur yfir öllu. Mér hefur fallið bezt við þá yngstu, sem fyrst byggðu í afskekktustu fjörðunum, sem enginn vissi áður af. Þeir kunna að þykja hvassyrtir, en þeir eru hressandi eins og fjallgolan og hjartagóðir eins og sólskinið og geta spennt strengina á kletta og klungur.“ Stephan lýsir sjálfum sér með margvíslegum hætti í kvæðum sínum, og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.