Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 62
60
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
1 fyrrnefndu bréfi til Sveins Björnssonar 13. apríl 1891 þakkar Stephan
honum fyrir álit hans ,,á vísunum mínum í Heimskringlu, ekki fyrir metnaðar-
sakir, en það er svo lagað, að flest af þeim var kveðið með það í huganum,
sem hafði haft einhverja þýðingu fyrir sjálfan mig, og svo hefði ég viljað geta
gert öðrum það ljóst.“
Stephan finnur, að kvæðum hans og ræðum er oft vel tekið, og það hvetur
hann til að láta ekki sinn hlut eftir liggja, þegar leitað er orðafulltingis hans.
I bréfi til Jónasar Hall 4. marz 1893 lýsir hann fjölsóttri lestrarfélagssam-
komu í sveitinni 13. febrúar, þar sem hann las „alllangt erindi um bóklestur,
sagði fyrir hjónaskálinni, svo sumum þótti það gert af miklum hagleik og
snilld“ [en ungu hjónanna var áður getið í bréfinu].
Fjórum árum síðar, 21. desember 1897, einnig í bréfi til Jónasar Hall,
víkur hann enn að viðtökunum, segist vera farinn að lýjast og alltaf fækki
tómstundunum, en samt líti ,,nærri því svo út sem ég sé að lenda í andlegum
uppgangi, yngri mennirnir heima eru að hæla mér fyrir það sem ég hefi skrifað,
eða að minnsta kosti láta svo í bráðina. Svo heyri ég það utan að mér, að
sumir alþýðumenn hér eru að dást að því; hvernig því víkur við, veit ég ekki,
því bæði kirkjan hér og ,,andmælendur“ hafa agnúa á mér, hún fyrir guð-
leysið, þeir fyrir það, að ég skuli ekki ræskja mig og bölva eins hávært og þeir
vilja. Eg hélt það væri enginn milliflokkur. Annars býst ég við veðrabrigðum,
skammabyl úr einhverri átt áður lýkur, þetta góðviðri getur ekki staðizt.“
I bréfi til Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar 1. október 1899 segir Stephan
m. a.: ,,Mér er ánægja að því, að Dakotamenn hafa keypt bók þína vel. Ég
átti þar allténd góðan vinaflokk, sem einhvern veginn höfðu traust á mér,
en líka andstæðinga, sem nú láta vinalega sumir. Það er um að gera að lifa
af sér róg og misskilning, ef maður getur. Annars nær hól sumra um mig
engri átt, þó ég auðvitað sé þakklátur fyrir það og geti ekki mælt það af mér
opinberlega, eins og gefur að skilja. En lofið vekur öfund og hártogun hjá
þeim, sem eru að reyna að amla í sömu átt og ég. Þeim finnst enginn taki
eftir sér fyrir andskotans buslinu í mér, en hamingjan veit, að ég hefi enga
löngun til að færa þá í kaf, ég sigli minn eigin sjó, hvort sem þeir eru til eða
ekki, á enga sök við þá, þó ég strandi. Eins vil ég, að þeir geri.“
Stephan lýkur bréfinu með eftirfarandi hugleiðingu:
„Skáldalandið er eins og Island, tómir firðir og víkur, eitt skáld ræður
yfir hverri, stundum tvö eða fleiri. Enginn er konungur yfir öllu. Mér hefur
fallið bezt við þá yngstu, sem fyrst byggðu í afskekktustu fjörðunum, sem
enginn vissi áður af. Þeir kunna að þykja hvassyrtir, en þeir eru hressandi
eins og fjallgolan og hjartagóðir eins og sólskinið og geta spennt strengina á
kletta og klungur.“
Stephan lýsir sjálfum sér með margvíslegum hætti í kvæðum sínum, og