Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 66

Andvari - 01.01.1982, Page 66
64 FINNBOGI .GLIÐMUNDSSON ANDVARI sem styggði upp léttjleygu Ijóðin mín öll, svo liðu þau sönglaust frá mér, sem vængbraut þá hugsun, sem hóf sig á loft og himininn ætlaði sér. Þótt Stephan hafnaði umræddu boði í fyrstu atrennu m. a. af ástæðum, er hann greinir nánara í bréfi til Eggerts Jóhannssonar 11. apríl 1906, fór svo, að hann féllst á útgáfu ljóða sinna, enda fengi hann nægilegt svigrúm til að fara vandlega yfir þau og búa þau til prentunar. Hugmyndin um útgáfu ljóða hans var raunar rniklu eldri, og koma ýmsir þar við sögu, en nú varð alvara úr fyrir atbeina 34 vina hans vestan hafs. Þegar útgáfan eitt sinn var ráðin, hlaut það að knýja hann til að gera upp kveðskap sinn, segja til um, hvað hann vildi birta, hverju sleppa. I bréfi til Eggerts Jóhannssonar 12. desember 1907 segir hann svo m. a.: „Ég veit, hver vandi er að velja og hafna sínu eigin. Venjulegir wnir höfunda og bóka vilja allt um þá vita, og jafnvel unna þeim á vissan hátt fyrir kvæðin, sem þeim ekki hafa heppnazt vel. Sumt, sem ekki er þó ljómandi skáldskapur í sjálfu sér, verður maður þó að taka, af því það hefir sögulega eða sálfræðilega þýðingu, þó maður sjái því sé ábótavant sem íþrótt. Og svo kemur aðalþátturinn, íþróttin sjálf, að taka þó ekki upp leirburð, neitt, sem ekki ber neinn keim af list. Tvær leiðir liggja til listar í formi, að láta orðin liðast saman, létt og mjúkt, eins og silkiþráð, eða greipa þau saman, sterk og tíguleg, eins og stuðlaberg. Ég hefi þreytt hvort tveggja. En í æsku byrjaöi ég á reglu Tómasar heitins Sæmundssonar, „að læra fyrst að hugsa svo lærði maður að tala“. Ég kunni þá ekki spakmælið sjálft. En merki þess báru kvæði mín oft, og aldrei hafði ég tíma til að hefla. Kaflar hjá mér voru „tvrfnir“ og orðaskipun dróttkvæðisflókin, og þó var ég ekki svo óorðhagur né heyrnar- laus um hljóm í málinu. Þetta reyndi ég að laga sem bezt, nú við reikningslokin, en að mér hafi heppnazt það alls kostar, er alveg óhugsandi. Mest beitti ég þessari aðferð við kvæði eins og Ulugadrápu, sem mælti sig fram oftar, en varð svo stirfin á köflum, svo búningurinn á sama kvæðinu varð bröndóttur. Enn er annað, það er ekki minni vandi að kunna að klippa rétt af vængjunum en að þenja þá alla út. Ég hefi tekið marga sauma úr ýmsu, af því þeir voru, að mér fannst, laglegir í sjálfu sér, en óviðeigandi brot í dúknum, sem ég hafði nælt þá í, og að mínum dómi hafði mér allténd fremur hætt við að leika mér að of mörgu í senn. I hreinskilni sagt, með þessar grillur í höfðinu fór ég yfir kvæðahraunið mitt, eins beint og ég gat. En ég held ég vildi nú heldur vera svo sem mánaðar- tíma í hreinsunareldinum en að fara þá ferð aftur.“ I sambandi við ljóðaútgáfuna buðu vinir hans Stephani í ferðalag um Is- lendingabyggðir, þar sem hann las úr ljóðum sínum, og stóð það frá í nóvem-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.