Andvari - 01.01.1982, Side 67
ANDVARI
,FEL EI LÝSIGULLIÐ GÓÐA“
65
ber 1908 fram í febrúarbyrjun 1909. Kom hann fram 32 sinnum, og nokkru
eftir heimkomuna héldu sveitungar hans honum samkomu, þar sem hann
Jas úr ljóðum sínum í þrítugasta og þriðja sinn.
Fyrstu tvö bindi Andvakna komu út 1909, en útkoma þriðja bindis dróst
fram á vor 1910. Ymsir urðu til að rita um ljóðin hér heima, og telur Stephan
þá upp í bréfi til Eggerts Jóhannssonar 14. ágúst 1910, þar sem hann segir:
„Hvernig væri að ,,kúska“ ,Kringlu“ til að taka upp einhverja greinina
íslenzku um ,,Andvökur“, dr. Helga [Pjeturss] úr „ísafold“, Hannesar [Þor-
steinssonarj úr „Þjóðólfi“, Þorsteins [Erlingssonar| úr „Þjóðviljanum“ eða
Matthíasar | Jochumssonar] úr „Norðra“? Grein Þorsteins er líklega bezt,
af því þar er reynt að kljúfa innst til mergjar brotalaust, Matthíasar lökust,
af því hún er fremur öll tómar upphrópanir en athuganir. Dr. Helga misminnir
ögn um orð, sem hann tekur til athugunar, en ágæt er grein hans þó. Hannes
Þorsteinsson misskilur gersamlega eitt kvæðið mitt, sem hann telur þó gott,
þ. e. a. s. hann fer rangt með „stefnuna“ í því. Sögukvæðin mín eru honum
tömust, enda var þess von um hann.“
Stephan hafði áður, í bréfi til Eggerts 13. marz 1910, minnzt á ummæli
Matthíasar, en þá voru einungis tvö fyrstu bindin komin út. Stephan segir þar:
„Matthías gamli rýkur í „Norðra“ og ritar grein um kvæðin, af mjög hlýjum
hug til mín nú. Ritdómur er það ekki. „Matti“ hefir aldrei kunnað tök á því.
Hann verður ævinlega „hrifinn“ á annan hvorn bóginn, svo allt verður að
lofgerð, bæn og ,,prédikun“, einmitt þegar honum er mest umhugað að fagna
mknni vel. En blessaður karlinn. Aldrei getur hann gleymt því, að sjálfur sé
hann máttugastur. Eg segi það ekki af óánægju.“
Fræg eru tilsvör Matthíasar, þegar hann sumarið 1917, þá er Stephans var
von til Akureyrar, var beðinn að yrkja um hann: „Hann getur ort um sig
sjálfur, karlhrúturinn!“ Matthíasi hefur þótt nóg um þær konunglegu viðtökur,
sem Stephan hlaut hvarvetna, gamla manninum, sem notið hafði alþjóðarhylli
svo lengi, fundizt sem sér væri í svipinn hrundið úr öndveginu. Síðar sá
Matthías sig um hönd, orti heilmikinn brag og sendi á eftir honum vestur til
Skagafjarðar, og var ætlunin, að hann yrði fluttur í samsæti, er Skagfirðingar
héldu Stephani, en svo er að sjá sem af flutningi kvæðisins hafi þó ekki orðið.
I bréfi Stephans til Jóns Jónssonar frá Sleðbrjót 28. apríl 1918 hefur hann
það eftir manni, er hann hitti austur á landi í Islandsferðinni, að Matthías
hafi, þegar hann færðist undan að yrkja um Stephan, sagt, að Skagfirðingar
hefðu raunar beðið sig, ,,en - honum þykir víst ekki mikið til koma skáld-
skapar okkar Guðm. Guðm.“, á Matthías að hafa sagt.
Heldur er ótrúlegt, að Skagfirðingar hafi ekki þótzt einfærir um að yrkja
um Stephan sveitunga sinn, og eins, að bragur Matthíasar hefði ekki verið
fluttur, ef Skagfirðingar hefðu leitað til hans í þessu skyni.
Þetta var dálítill útúrdúr um viðtökurnar hér heima. En í bréfi til Eggerts