Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 67

Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 67
ANDVARI ,FEL EI LÝSIGULLIÐ GÓÐA“ 65 ber 1908 fram í febrúarbyrjun 1909. Kom hann fram 32 sinnum, og nokkru eftir heimkomuna héldu sveitungar hans honum samkomu, þar sem hann Jas úr ljóðum sínum í þrítugasta og þriðja sinn. Fyrstu tvö bindi Andvakna komu út 1909, en útkoma þriðja bindis dróst fram á vor 1910. Ymsir urðu til að rita um ljóðin hér heima, og telur Stephan þá upp í bréfi til Eggerts Jóhannssonar 14. ágúst 1910, þar sem hann segir: „Hvernig væri að ,,kúska“ ,Kringlu“ til að taka upp einhverja greinina íslenzku um ,,Andvökur“, dr. Helga [Pjeturss] úr „ísafold“, Hannesar [Þor- steinssonarj úr „Þjóðólfi“, Þorsteins [Erlingssonar| úr „Þjóðviljanum“ eða Matthíasar | Jochumssonar] úr „Norðra“? Grein Þorsteins er líklega bezt, af því þar er reynt að kljúfa innst til mergjar brotalaust, Matthíasar lökust, af því hún er fremur öll tómar upphrópanir en athuganir. Dr. Helga misminnir ögn um orð, sem hann tekur til athugunar, en ágæt er grein hans þó. Hannes Þorsteinsson misskilur gersamlega eitt kvæðið mitt, sem hann telur þó gott, þ. e. a. s. hann fer rangt með „stefnuna“ í því. Sögukvæðin mín eru honum tömust, enda var þess von um hann.“ Stephan hafði áður, í bréfi til Eggerts 13. marz 1910, minnzt á ummæli Matthíasar, en þá voru einungis tvö fyrstu bindin komin út. Stephan segir þar: „Matthías gamli rýkur í „Norðra“ og ritar grein um kvæðin, af mjög hlýjum hug til mín nú. Ritdómur er það ekki. „Matti“ hefir aldrei kunnað tök á því. Hann verður ævinlega „hrifinn“ á annan hvorn bóginn, svo allt verður að lofgerð, bæn og ,,prédikun“, einmitt þegar honum er mest umhugað að fagna mknni vel. En blessaður karlinn. Aldrei getur hann gleymt því, að sjálfur sé hann máttugastur. Eg segi það ekki af óánægju.“ Fræg eru tilsvör Matthíasar, þegar hann sumarið 1917, þá er Stephans var von til Akureyrar, var beðinn að yrkja um hann: „Hann getur ort um sig sjálfur, karlhrúturinn!“ Matthíasi hefur þótt nóg um þær konunglegu viðtökur, sem Stephan hlaut hvarvetna, gamla manninum, sem notið hafði alþjóðarhylli svo lengi, fundizt sem sér væri í svipinn hrundið úr öndveginu. Síðar sá Matthías sig um hönd, orti heilmikinn brag og sendi á eftir honum vestur til Skagafjarðar, og var ætlunin, að hann yrði fluttur í samsæti, er Skagfirðingar héldu Stephani, en svo er að sjá sem af flutningi kvæðisins hafi þó ekki orðið. I bréfi Stephans til Jóns Jónssonar frá Sleðbrjót 28. apríl 1918 hefur hann það eftir manni, er hann hitti austur á landi í Islandsferðinni, að Matthías hafi, þegar hann færðist undan að yrkja um Stephan, sagt, að Skagfirðingar hefðu raunar beðið sig, ,,en - honum þykir víst ekki mikið til koma skáld- skapar okkar Guðm. Guðm.“, á Matthías að hafa sagt. Heldur er ótrúlegt, að Skagfirðingar hafi ekki þótzt einfærir um að yrkja um Stephan sveitunga sinn, og eins, að bragur Matthíasar hefði ekki verið fluttur, ef Skagfirðingar hefðu leitað til hans í þessu skyni. Þetta var dálítill útúrdúr um viðtökurnar hér heima. En í bréfi til Eggerts
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.