Andvari - 01.01.1982, Page 69
ANDVARI
„FEL EI LÝSIGULLIÐ GÓÐA“
67
um mig fyrir annað hvort að hafa stangað sína kreddu eða kreddu óvinarins,
þegar ég veit sjálfur, að það sem varð mér yrkisefni voru algengar anda-stefnur
einhvers flokks úti á víðrar veraldar vegum, straumar úti á Rússlandi eða stríð
í Transvaal. En að sér getur Islendingurinn hvorugt það tekið, því þar var
hann ekki við yrkisefni staddur. En ,,móðins“ prestur í „Á ferð og flugi“ er
náttúrlega séra Friðrik, og ,,I páfagarði“ kveðið um séra Jón. Þó man ég ekki
til, að ég hvarflaði hug til séra Friðriks sunnudagana, sem ég sat einn uppi í
gamla skólahúsinu og rubbaði upp ,,Á ferð og flugi“. Og hitt man ég upp á
hár, að ,,I páfagarði“ kvað ég upp úr miklum blaðalestri út af viðureign páfans,
sem nú er, og modernistanna.“
„Það er einhver sannleiks mynd þó í þessu handahófshrafli mínu, fyrst
menn kannast þar við sig eða aðra, á sama hátt eins og ef ég drægi upp úr
mér mynd af jökli, og svo sæi Skagfirðingur og segði það vera mynd af Hofs-
jökli, en Hindúi væri jafnviss á, að þarna hefði hann fyrir sér einhvern hjall-
ann í Himalayafjöllunum sínum. Ekki svo að skilja, ég fer sízt að bera af mér,
að ég hafi kveðið kvæði í garð íslenzkra flokka og einstakra manna: „Kritik“,
„Prófasturinn“, „Snækollur”. Nei, hamingjan forði mér.“
Þegar séð varð, að Andvökum, öllum þremur bindunum, hafði reitt vel
af, gerir Stephan sjálfan sig upp á þennan veg í bréfi til Eggerts Jóhannssonar
21. marz 1911:
„Eg veit ekki, Eggert minn, á hvaða andlegu reki ég er. Eins víst, að ég
„betri mig ekki“ úr þessu, þó ég leggi ekki árar í bát, sem kannske væri bezt.
Að ,,forminu“ til er ég kannske leiknastur nú. Sumt annað kann að fara að
dofna. Hjáverkaþol mitt er frá, það er víst, og yrkisefni geymast mér miður
en áður óunnin í huganum, þangað til tómstund kæmi. Hillingarnar, sem þau
koma til manns í, hverfa nú fljótar. Þegar ég nefni annríki mitt, er það í því
skvni, að ég er að afsaka vansmíðar á því, sem ég vinn, fremur en telja mér
raun að þurfa að vinna, því ég met það ekki svo. Auðs eða góðra daga vænti
ég mér ekki. Sé ég eitthvað utan við mig og æski mér sjálfum nokkurs, þá er
það aðeins eitt: hvíld.“
Það er naumast nema von, að Stephan væri ögn þreyttur eftir þessa löngu
lotu, fyrst að fara yfir allar ljóðasyrpurnar, laga sumt og fella annað frá, flokka
kvæðin eftir efni og síðan raða þeim eftir aldri innan hvers flokks, en sá siður
Stephans að ársetja svo að segja hvaðeina reynist ómetanlegur, þegar átta skal
sig á kvcðskaparferli hans. Öllu þessu starfi fylgdi svo eftirvæntingin um,
hvernig útgáfunni yrði tekið bæði austan hafs og vestan.
Þótt Stephan þrái í svipinn hvíld, ætlar hann sér ekki að leggja árar í bát,
eins og hann orðar það, og finnst hann vera að ,,forminu“ til leiknastur nú.
í kvæði, sem hann birtir haustið 1912 og nefnir Dægradvöl, er sem hann líti