Andvari - 01.01.1982, Qupperneq 71
ANDVARI
„FEL EI LÝSIGULLIÐ GÓÐA“
69
En þú hefir reynzt þeim horgnu bezt,
né brugðizt vonum traustsins,
og undan brimi borið flest
að bjargar-fjörum haustsins.
Og bezt ég undi ætíð við
þá óska-sigling hverja,
sem snjallast þræddi mjóstu mið
á milli báru og skerja.
Svo ég fann hjá mér þörf um það
að þána upp úr hljóði,
og fyrr en vetrar alveg að
að eiga þig í Ijóði.
í mánuð eirðu enn hjá mér
og óaðu vetri löngum -
nei, kveddu ei fyrr en allur er
ómur úr þínum söngum!
Eins og að líkum lætur, ól Stephan ætíð með sér þá von að fara áður en
lyki til íslands. í bréfi til Jóns Ólafssonar 8. marz 1907 segir hann m. a.:
,,í vetur hefi ég varla tekið handarvik úti, gat það ekki, fyrsta sinn á ævinni,
sit inni og svelti mig til að hafa heilsu, en vonast eftir að skríða úr híðinu í
vor, ögn horaður og úfinn, en bráðólmur eins og bjarndýrin. Ef ég endist og
mér hrakar ekki, held ég tími fengist til heimferðar og skemmtun hlyti það
að vera að öllu sjálfráðu, en heimasetull er ég mjög og orðið ósýnt um og
afvenja ferðalögum; ég býst við það lærist manni þó. En svo er tvennt, mér
finnst því fé fleygt á glæ, sem upp á ferð mína væri kostað, ég er svo mikil
hversdagsskepna að öllu leyti, að varla væri útflutningsvirði í, en þar næst
hitt, ég er hvorki verulegur snyrtimaður né almennilegur villimaður heldur,
og væri vonbrigði í húsum heldra fólks, án þess ég sé þó dóni að eðlisfari.
En sleppum því, mann langar þó stundum að hafa heilsað upp á suma menn og
fengið að sjá sveitina sína aftur.”
Vinum Stephans vestan hafs var hugleikið, að hann færi heim, og hvöttu
hann til þess. Eggert Jóhannsson segir svo í bréfi til Stephans 15. febrúar 1909,
þegar hann var nýkominn heim úr upplestrarferð sinni um íslendingabyggðir.
„Góði vinur.
Velkominn heim, segi ég nú hér í Winnipeg, sagði það við sjálfan mig á
laugardagskvöld 6. þ. m. Ég þóttist viss um, að þá værirðu heim kominn, ef
ekki fyrir sólarhring, þá fyrir nokkrum klukkustundum. Já, vertu velkominn