Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1982, Page 80

Andvari - 01.01.1982, Page 80
78 BERGSTEINN JÓNSSON ANDVARI systkin }ón heit. Sigurðsson, Jens heit. og Margrét 13 hdr. að fornu mati í Arnardal, og höfðu þeir bræðurnir jafn- an látið systur sína, sem er fátæk ekkja í Arnarfirði, fá allt afgjaldið.3 Jón heit- inn hafði mig síðustu árin fyrir um- boðsmann og hafði sagt mér að senda Margréti allt afgjaldið. Það gjörði eg og í fyrra, af því eg enga nýja vísbendingu hafði fengið frá erfingjum fens eða búi fóns, enda veit eg ekkert enn hvað mikið hvort þeirra syskina á í jörðinni, hvort þeir bræður hafa gefið Margrétu af- gjaldið af sínum hluta, eða með því verið að innleysa hennar hluta. í einu bréfi til mín, 1878, nefnir Jón sál. Arnardal „sameiginlega eign“ þeirra syskina. A 6 hundruðum jarðarinnar urðu ábúenda skipti í fyrra, og byggði eg þau á ný að eins til eins árs, til þess að þau, ef seld yrðu, eigi félli í verði vegna leigumátans. Við úttektina keypti eg fyrir 140 kr. (sem eg borgaði af af- gjaldinu) nokkuð af húsum fráfaranda, svo jarðarpartinum fylgja nú miklu betri hús en áðr, og þaraðauki liggr nú sá partr túnsins, sem partinum fylgir, sam- an í heild sér, er áðr var í mörgum smápörtum víðsvegar, svo hann er nú miklu aðgengilegri en áðr. Eg hefi endr- nýað bygginguna á 6 hdr. fyrir næsta fardagaár. Afgjaldið af 13 hdr. er, eptir fiskverði 190-280 kr. á ári brúttó. - Eg hefi heyrt að þér hafið helztu umsjónina með búi fóns sál. og því skrifa eg yðr þetta og leyfi mér að biðja yðr við tæki- færi láta mig vita, hvort eg eigi ekki, þangað til skiptaréttrinn eða aðrir réttir viðkomendur ráðstafa á annan veg, að láta Mdme Margrétu fá allt afgjaldið eins og hingað til - til að selja jörðina álít eg nú tímann óhentugan, því hér árar illa; slíkt er bezt í eða eptir gott fiskiár. Bið eg yðr svo fyrirgefa ónæði það, er eg gjöri yðr með þessu bréfi, og rita undir það með mestu virðingu Þorvaldr fónsson. Vorið 1881 hefur Tryggvi komið við á Isafirði á leið sinni til Alþingis, en í bréfi frá 16. júlí kvartar Þorvaldur und- an því, að viðstaða „Waldemars“4 hafi verið svo stutt, að hann hafi ekki fengið „tíma til að tala við yðr um helming þess, er eg hafði ætlað mér.“ En það eru launakjör lækna, nánar tiltekið launa- uppbót „fyrir okkur gömlu lækn- ana . . .“ sem hann ber einkum fyrir brjósti. Verður ekki nánar að því vikið hér.r> Enn er Þorvaldur læknir á ferðinni 28. febrúar 1882. Má einnig taka það bréf til dæmis um sameiginleg áhuga- mál og viðfangsefni þessara pennavina, og auk þess um viðfangsefni héraðs- læknisins. Sem gjaldkera Elafnardeildar bók- menntafélagsins0 sendi eg yðr hérmeð ávísun á 400 kr. upp í tillög og seldar bækur fyrir deildina. Reikning get eg eigi sent nú, því eg þekki eigi verð sumra bókanna 1881, og hefi engan reikning fengið frá bókaverði hennar síðan 1879. Aptramóti læt eg fylgja skýrslu um goldin tillög 1881, sem eg bið yðr afhenda forseta. Sem forseta Þjóðvinafélagsins get eg glatt yðr með því, að félagar hjá mér eru orðnir 104, og að eg er búinn að senda gjaldkera þess í Reykjavík 211 kr. auk rúmra 40 kr., er hafði greitt um of í fyrra; en af hinum eldri bókum félagsins og félagsritunum hefi eg enn ekkert getað selt. Af Magazíninu, sem þér senduð mér til útsölu í fyrra, hefir lítið sem ekkert selzt, því markaðrinn var búinn að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.