Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1982, Side 81

Andvari - 01.01.1982, Side 81
ANDVARI EKKJAN í IIOKINSDAL 79 byrgja [sic] sig með því árið áðr, því það er þér síðast senduð, var sami árgangrinn og sá, er eg seldi fyrir yðr 1880. Eg sendi launamál mitt (fyrir 5. hér- aðið),7 eins og við töluðum um í haust, til álita hæstaréttaradvokats, og ræðr hann mér frá að fara í mál, vegna laga- bókstafsins, og er eg því hættr við að fara lengra út í það, þó hart sé fyrir mig að missa bæði það og launahækk- una (sic), sem mér ber eptir öllum mannúðlegum rétti og sanngirni, og sem allir eldri embættismenn landsins hafa fengið, nema við þessir 5 fátæku læknar; en nú lítr út fyrir, að það sé að eins biskup, kanselíráð og ríkir menn, sem fjárveitingarvald vort setr á hné sér og gefr ábæti, enda þó þeir eigi biðji eða sýnist eigi hafa neinn sanngirnisrétt eða lagalegan til hans. - Konan mín liggr enn,8 og sjást enn engin merki þess, að henni ætli að fara að batna bráðlega; og þjáningarnar eru orðnar lítt bærar, og kraptarnir litlir. Það hefir verið og er leiðr og langr tími þetta, síðan snemma í júlí, bæði fyrir hana og okkur hin á heimilinu - og óbeinlínis er hann orðinn mér mjög dýr. - Engin skeyti hefi eg enn fengið frá yðr né öðrum um Arnardalshundruðin framvegis, en afgjaldið 1881 fékk Mdme Margrét allt, eins og þér sögðuð fyrir, og var það: vertollar 111,09 kr. (varíerar eptir fiskverði) og leigur og landskuld 135,35 kr., eða alls brúttó 246,44 kr. af þeim 13 hdr. þeirra sysk- ina. Eg bið yðr láta mig vita með fyrstu ferð, hvort þér ætlizt til að eg hafi nokkur afskipti af hundruðunum á þessu ári, og hvort afgjaldið á að fara til Margrétar allt, eins og áðr. Eg man þá eigi fleira, er eg þurfi á að minnast við yðr í þetta sinn, og kveð yðr því mínum beztu kveðjum, og óska að mega eiga yðr að, ef á liggr fyrir mér, sem hæglega getr komið fyrir. Yðar skuldbundinn vinr Þorvaldr Jónsson Hinn 1. ágúst 1882 situr ekkjan í Hokinsdal í fyrirrúmi í skrifi Þorvalds læknis til Tryggva. En auk þess er nýtt mál komið upp á skörina: Tryggvi hef- ur stofnað til niðursuðu á Oddeyri, upp- haflega einkum miðaða við útflutning. En er sá markaður brást að mestu eða öllu, var reynt að róa á íslenzk mið og einkum reynt fyrir sér meðal þeirra, sem þurftu að sjá fiskimönnum fyrir kosti. Ekkjan í Hokinsdal vill kaupa parta beggja dánarbúanna, bræðra sinna, úr Arnardalnum, ef hún fær hundraðið á 400 kr.,eins og þérbuðuð henni2% hdr. af Arnardalshúsunum ytri fyrir, eða þessi 8% hdr. fyrir 3466,67 kr., eða allt að 3500 kr., en 3700 kr. máttu þau fara fyrir til annara, eptir því sem þér sögðuð fyrir, en þá bjóst eg ekki við, að hún, sem þér vilduð láta ganga fyrir með kaupið og fá betri kjör, gæti eða vildi kaupa. Eg á að vera umboðsmaður hennar með kaupin, og borgunin skal verða greidd í haust með 1 mán. ávísun, öll í einu. En hún óskar að fá afsals- bréfið sem fyrst, því hún verðr líklega að selja nokkuð af jörðinni strax í vetr aptr. Vil eg mæla með því að þér seljið henni og sem billegast, því hún hefir hag af því að kaupa nú. Eg vil nú biðja yðr með fyrstu ferð, helzt með „Valdemar", láta mig vita, 1) hvað hún fær þessi 8% hdr. úr Arnardalnum fyrir; 2) hvað mikið hún á til góða ytra;9 3) hvenær ávísanin þarf að vera komin til Hafnar; 4) hvenær hún getr fengið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.