Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 82

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 82
80 BERGSTEINN JÓNSSON ANDVARI afsalsbréfið; 5) hvort ávísanin má eigi stýlast til yðar og hvenær þér komið til Hafnar í haust; 6) hve mikið eg má reikna mér í ómakslaun af afgjaldinu í ár, auk útlagðs kostnaðar við sendiferð vestr; afgjaldið verðr líklega yfir 300 kr. í ár, eða yfir 200 til dánarbúanna. Gljúfránni verðr lakara að fá kaup- anda að; jörðin kvað vera að skemmast, og er illa setin. Á Madame Margrét að fá afgjaldið af henni í ár, eða á ekki að útvega umboðsmann annan til að sjá um hana? Eg skal taka það að mér sjálfr eða útvega annan, ef eg fæ til þess fullmakt. Auk þeirra niðursoðnu rétta, er þér skrifuðuð hjá yðr að þér skylduð senda mér, vil eg enn mega biðja yðr um 25 dósir af „frikasse", og svo láta mig vita hvað það kostar allt saman. Eg fékk 10 dósir hjá ]óni heitnum Sturlu- syni,10 en 2, sem þér sögðust hafa sent dreng með til mín, hafa ekki komið fram, þrátt fyrir rannsóknir ]óns St. og mínar. Vonandi að einhver fátækr hafi notið þeirra. Konan mín fer nú til Hafnar . . . með „Arktúrusi“,n og verðr ytra í vetr. Lánar frú Sigríðr Ásgeirsson12 mér peninga til þess, og fleiri hafa lánað mér og styrkt í vandræðum mínum í ár, svo eg vona að komast af nokkurnveg- inn í vetr - en gangi menn hart að mér, einkum lyfsalarnir, þá veit eg ekki hvernig fer - og þá sný eg mér til yðar og annara, sem hafa góðan vilja og mátt og halda að óhætt sé enn að lána mér . . . Þá er loksins þar komið, að rödd Tryggva heyrist í þessu tveggja manna tali, sem hirðusemi Tryggva gerir nú- lifandi fólki kleift að hnýsast í. Bréf hans sjálfs eru varðveitt í kópíubók- um hans, og hefur afritunin ekki ævin- lega tekizt sem skyldi. T. d. er hluti af bréfi hans frá 6. sept. 1882 ólæsi- legur, þ. á m. fyrstu sjö línurnar. Síðan segir m.a.: . .. Mikill dugnaðarmaður eruð þjer að vera búin að koma í kring Arnar- dalskaupunum innanum allt anríkið og veikindin. - 1. Þegar jeg sagði að jeg vildi láta jörðina ódýrari ef ekkjan Margrjet Sig- urðardóttir keypti hana, heldur en ef einhver annar gjörði það, þá átti jeg við það, að hún keypti jörðina til eignar, en ekki til að selja öðrum, en eftir málavöxtum vil jeg samþykkja að þjer seljið henni þennan jarðarpart . . . fyrir 3500 kr„ móti því að verð jarðarinnar sje borgað strax, sem þjer segið að hún eigi hægt með. 2. Jeg held ekkjan eigi nálægt 600 kr. í Kpmh. Sje það minna skal jeg í bráð lána það sem ávantar, en sje það meira skal jeg senda henni afganginn. 3. Best er að ávísanin upp á jarðarverðið væri komin til Kpmh. seint í Oktober ekki með lengra sigt en 1 mán.,13 stíluð á mitt nafn og geymd hjá hr. Hjálmar Johnsen14 eða öðrum vissum manni, skal jeg þá gjöra mitt til að fá samþykki skiptarjettarins og sjá um að kaupbrjef verði sent frá Kpmh . . . en gangi kaup- in til baka, sem jeg vona að ekki verði, þá skal jeg sjá um að ávísanin eða and- virði hennar komist hið fyrsta til eig- andans. 4. Jeg vil að þjer takið full- komlega fyrir kostnað yðar og fyrir- höfn, bæði við umsjón jarðanna og sölu þeirra; mjer finnst ekki ofmikið að þjer takið eptirgjaldið af Arnardal þetta ár þegar litið er til fyrirhafnar og um- sjónar yðar á jörðunum nú í ár og fyrir- farandi ár, en eptirgjaldið af Gljúfrá bið jeg yður að geyma þar til því er ráð- stafað síðar. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.