Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1982, Side 85

Andvari - 01.01.1982, Side 85
ANDVARI EKKJAN í HOKINSDAL 83 jörðin gæti byggst, en þó sem minst þar til sá nýi eigandi ráðstafar því. - Svo veit jeg ekki annað en úttalað sje um þetta mál í bráð. . . .“ Um svipað leyti, eða 22. nóv. 1882, hefur Þorvaldur læknir skrifað Tryggva og hefur að vanda mörg erindi að reka. En um jarðamálin segir hann: Eg vona að afsalsbréfið fyrir Arnar- dalnum sé nú á leiðinni til mín, enda værum við Mdme Margrét illa stödd, ef það eigi kæmi í vetr. Það eru þegar byrjaðar transa'ktiónir á hundruðunum sem hennar eign, samkv. bréfum yðar og fullmakt, að við ekki heiðarlega get- um dregið okkur tilbaka. Skiptaráðandinn í Reykjavík um þessar mundir var Theódór Jónassen bæjarfógeti þar 1878-86, síðan amtmað- ur í Suður- og Vesturamti til dauðadags, 1891. Honum sendi Tryggvi skjal „um það sem jeg veit og get upplýst um bú rektors Jens sál. Sigurðssonar . . .“ og fáeinar línur með, sem lýkur á þessa leið: „Ætli hr. M. Stephensen vilji ekki taka Vz Gljúfrá eftir virðingarverði handa Bókm.fl. upp í þess skuld hjá búinu? Hvað verðið snertir held jeg það sje óhætt.“ Magnús Stephensen síðar landshöfð- ingi var þá yfirdómari í Reykjavík, og árin 1877-84 var hann forseti Reykja- víkurdeildar Bókmenntafélagsins. Var hann ötull og kappsamur í þeirri stöðu og hóf í raun baráttuna fyrir því að félagið flyttist alfarið heim frá Kaup- mannahöfn. Nú benti Tryggvi honum á hugsanlega færa leið til þess að ná inn gamalli skuld, sem margir hefðu talið örvænt um eins og á stóð. Hinn 10. janúar 1883 leikur flest í lyndi hjá Þorvaldi ísafjarðarlækni, svo sem marka má af bréfi hans til Tryggva þann dag: Hafið kærar þakkir fyrir bréf yðar 12. nóvbr. og allt ómak yðar með Arnar- dalinn. Kaupbréfið kom líka frá skipta- réttinum í Reykjavík, svo allt er nú á því hreina. Eg skal hafa eptirlitið með Gljúfrá þartil öðruvísi verðr ráðstafað. Afgjald- ið af henni í ár var brúttó 66 kr. 81 eyr„ en landskuldina verð eg líklega að færa niðr næsta ár. 1 bréfi yðar frá Akreyri skrifuðuð þér mér, að eg skyldi fá allt afgjaldið af hlutum dánarbúanna í ár; en nú lætr skiptaréttrinn ekkjuna fá helming- inn, og hinum helmingnum eigum við að skipta milli okkar. Afgjaldið í ár, sem tilfellr dánarbúunum, er 184,46, og koma því nú til skipta milli okkar 92,23, og er það næsta lítið, þarsem þér aldrei hafið fengið neitt, og ég alls 30 kr. 19 a. (eða % þaraf, því % var frá ekkjunni) í þessi 6-7 ár sem eg hefi haft með þetta að gjöra. Og í ár (1882) hefi eg orðið að senda tvisvar vestr; en eg læt nú ekkjuna borga það, ef hún, sem eg vona, hefir nokkurn hag að mun af kaupunum. Þegar eg segi af- gjaldið í ár af Arnardal alls 276,69, þá er þar við að athuga að vertollar eru þar taldir með verðinu í ár, en eru þó fyrir síðasta fardagaár. Vertollar þessa fardagaárs geta orðið mikið minni, ef fiskr verðr í lægra verði og færri tollar. Núna voru þeir 288,75, fyrir nokkrum árum aðeins 111,09! með grunnleigu, sem í ár er 24,80 - Eg bið yðr láta mig vita, hve mikið ekkjan hefir átt ytra til að borga með, til þess að eg geti gjört henni skilagrein fyrir öllu, og allan kostnað sem leitt hefir af kaupunum fyrir hana. Eg læt fylgja ávísun á 400 kr. hjá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.